Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Bill Clinton. Ópinu og Madonnu. Árið 2005. Varðveitir kraftinn og baráttueldinn Þær urðu nokkuð undrandi í gær, konurnar í Kirsuberjatrénu, þegar Bill Clinton mætti í búðina og gerði sér lítið fyrir og keypti af þeim nokkrar skálar. „Hann er eins sjarmerandi maður og ég bjóst við,“ segir Ólöf Erla Bjarnadóttir sem var að afgreiða í búðinni og viðurkennir að hún sé aðdáandi þessa fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, hvort tveggja hvað pólitík og sjarma snertir. „Ég vissi ekkert að hann var að koma. Það kemur hingað blökku- kona, formlega klædd, og lítur inn í búðina. Sem betur fer var enginn inni í búðinni á þeim tíma. Svo brosti hún og hann kom siglandi inn. Þetta var voða gaman og óvænt þegar kemur svona heimsfrægur maður.“ Í Kirsuberjatrénu eru tíu hönn- uðir sem sem vinna allir hver með sitt efni. Í þetta sinn keypti Clinton fimm skálar eftir Valdísi Harrys- dóttur. „Þær eru úr pappamassa með örþunnum sneiðum af græn- meti sem gerir þær litríkar og fal- legar. Þær eru alveg einstakar, ég hef ekki séð neinn annan gera svona. Clinton fannst margt hérna fallegt þrátt fyrir að stoppa ekki lengi við í búðinni. Hann stoppaði alveg ákveð- ið við þetta. Svo tók hann í höndina á mér. Það nægir mér alveg.“ Fréttablaðið hefur einnig heyrt að Hillary Clinton hafi fengið gjöf frá forsætisráðuneytinu sem keypt var í Kirsuberjatrénu og var það taska úr roði. ■ Eins sjarmerandi og búist var við ÓLÖF ERLA BJARNADÓTTIR Segir það alveg nægja sér að Bill Clinton hafi tekið í hendina á henni. 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR „Mórallinn er sá að stjórnmála- menn og aðrir þykjast vera vinir landsbyggðarinnar en það er svo annað mál hvað þeir gera í reynd,“ segir Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur og formaður samtakanna Landsbyggðin lifir en þau standa að Byggðaþingi að Hól- um í Hjaltadal um næstu helgi. „Það má segja að þegar fleiri bjuggu á landsbyggðinni og at- kvæðin voru fleiri þá létu stjórn- málamennirnir sig hana meiru varða.“ Á þinginu verður rætt um byggðamál frá ýmsum hliðum auk þess sem hlutverk grasrótarinnar í byggðaþróun verður skilgreint og útskýrt. Landsbyggðin lifir eru hreinræktuð grasrótarsamtök, stofnuð fyrir um þremur árum en þingið um helgina er fyrsta eigin- lega byggðaþingið á þeirra vegum. Ragnar segir nauðsynlegt að stjórnvöld fylgist vel með grasrót- arstarfinu, hlusti á fólkið í landinu. „Góður maður sagði að Byggða- stofnun ætti aldrei að veita styrk til verkefnis nema spyrja grasrótina álits. Oft hefur fólk mátt horfa upp á bjargvætti með peninga koma í byggðirnar en hverfa svo jafn harð- an þegar þeim sýnist borga sig að nota peningana annars staðar. Þetta veldur auðvitað óöryggi.“ Stórfelldir flutningar fólks af landsbyggðinni og á höfuðborgar- svæðið hafa sett sitt mark á lífið í landinu. „Víða verður maður var við svartsýni en í öllum byggðalögum eru einhverjir sem varðveita kraft- inn og baráttueldinn. Alls staðar er fólk sem fitjar upp á nýjum hlutum, nýjum atvinnugreinum og öðrum nýjungum sem efla byggðina. En það er auðvitað margt annað en bara vinna sem hefur áhrif á að fólk vill búa úti á landi. Þjónusta, hefðir og staðarvitund hafa sitt að segja. Margt ungt fólk snýr til sveitarinn- ar því þar er gott að vera með krak- ka og hægt að sinna ýmsum áhuga- málum.“ Á fjórða ár er síðan Ragnar fluttist af höfuðborgar- svæðinu og í Svarfaðardal og þar sinnir hann störfum sínum á Veður- stofu Íslands. ■ FÓLK BILL CLINTON ■ Verslar í Kirsuberjatrénu. RAGNAR „SKJÁLFTI“ STEFÁNSSON Það er mikilvægt að stjórnvöld hlusti á fólkið í landinu. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 - mest lesna blað landsins Á FIMMTUDÖGUM Hjálpar þér að gera góð kaup Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Lárétt: 1heit,5uni,6te,7gn,8sin,9 fínn,10um,12ana,13lóm,15ar, 16 etna,18otur. Lóðrétt: 1hugguleg,2enn,3ii,4kennar- ar, 6tinna,8sía,11mót,14mno,17at. Lárétt: 1 loforð, 5 dvel, 6 drykkur, 7 sam- hljóðar, 8 bandvefur, 9 flottur, 10 varð- andi, 12 flana, 13 fugl, 15 rykkorn, 16 eldfjall, 18 af marðarætt. Lóðrétt: 1 snotur, 2 stafur, 3 tveir eins, 4 lærifeður, 6 kvarssteinn, 8 hreinsa, 11 samkoma, 14 í röð, 17 bardagi. LAUSN. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ■ IMBAKASSINN Nenniru? Það er alltaf staður á MIÐJU bakinu sem ég næ ekki til!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.