Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 22
Gaman að listrænu greinunum: Passar sig að læra vel Þetta ár talsvert öðruvísi: Vonast til að missa framtönn 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR2 Verslanir í könnuninni Bókabúðin Iða, Lækjargötu Bóksala stúdenta við Hringbraut Fjarðarkaup, Hafnarfirði Griffill, Skeifunni Hagkaup, Skeifunni Mál og menning, Laugavegi Oddi, Höfðabakka Office 1, Skeifunni Penninn/Eymundsson, Kringlunni Skólavörubúðin, Smiðjuvegi Listi yfir skólavörurnar Stílabók A4, ekki gorma Reikningshefti A5 (millistærð af rúðum) Línustrikuð blöð A4 100 stk. Millispjöld fyrir 10 greinar Lausblaðamappa A4 tveggja gata með hörðum spjöldum Pappamappa með teygju Þunn plastmappa, A4 með tveimur pinn- um (glær forsíða) Blýantur Strokleður Yddari Reglustika Gráðubogi Límstifti Föndurskæri Trélitir 12 í pk. Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgar- svæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýr- ustu vörunum. Verðið á þeim hef- ur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síð- ustu viku á 404 krónur. Geysileg- ur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bók- sala stúdenta er með þriðju dýr- ustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúð- in Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Folda- skóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð við að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður saman- burður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið. ■ Frændsystkinin Brynjar Úlfur og Karen Lísa eru að byrja í 1. bekk í Mýrarhúsaskóla. Verðkönnun á skólavörum: Verðstríð geisar FRÉTTABLAÐ IÐ /S TE FÁ N „Það er svolítið öðruvísi að byrja í áttunda bekk. Ég hlakka svo sem ekkert sérstak- lega til – bara alveg eins. Mig langar alveg að vera lengur í sumarfríi. Sumarfríið er orðið svo stutt því það er búið að lengja skólaárið. Ég kvíði ekkert sérstaklega fyrir samræmdu prófunum. Ég ætla bara að passa mig að læra vel. Mér finnst skemmti- legast í listrænu greinunum eins og smíði og myndlist. Ég veit samt ekkert hvað ég ætla að læra í framtíðinni. Það kemur í ljós seinna. Ég er ekkert skóladót búin að kaupa þar sem ég nota örugglega skóladótið síðan í fyrra. Ég hef verið í Hlíðaskóla síðan í fyrsta bekk þannig að ég þekki alla. Allir vinir mínir eru þar. En ég er strax farin að hlakka til jólafrísins.“ ■ „Ég hlakka til að byrja í skólanum en það er samt búið að vera gaman í sumar. Ég er ekkert orðin leið á sumarfríinu. Ég var að koma heim frá Kaupmannahöfn þar sem ég fór í tívolíið og Legoland og það var rosa- lega gaman. Ég fékk skólatösku í fyrra frá afa þannig að ég nota hana aftur núna. Það er náttúrlega mjög flott að vera með flott- ar stílabækur og pennaveski og svoleiðis. Ég myndi kaupa mér Bratz-skóladót ef það væri til. Annars er ég ekkert búin að skoða skóladót þar sem ég var að koma heim frá útlöndum. Þetta ár verður aðeins öðruvísi en síðasta þar sem ég fæ nýjan kennara og ég veit ekki hverjir verða með mér í bekk. Ég veit annars ekkert hvort hinir krakk- arnir eru farnir að hlakka til eða ekki. Ég vona bara að ég missi framtönnina mína áður en skólinn byrjar.“ ■ li tr r i : Olga Lilja Bjarnadóttir, þrettán ára í Hlíðaskóla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hrafnhildur Helga Össurardóttir, 7 ára, í Flataskóla. l í i: Skólavörukönnun Bókabúðin Iða Bóksala stúdenta Fjarðarkaup Griffill Hagkaup M&M Oddi Office 1 Penninn Skólavörubúðin Meðalverð Stílabók A4, ekki gorma 19 85 16 3 59 19 8 3 19 84 31,5 Reikningshefti A5 gormalaus 86 65 51 8 37 99 8 4 59 67 48,4 Línustrikuð blöð A4 100 stk. 86 120 148 9 100 149 39 55 99 114 91,9 Millispjöld f. 10 25 45 76 7 21 19 12 35 19 78 33,7 Lausblaðamappa A4 m/hörðum 49 110 179 11 74 59 9 25 59 159 73,4 Pappamappa m/teygju 95 60 109 3 58 35 9 45 35 73 52,2 Þunn plastmappa A4 9 15 26 5 10 9 4 8 9 18 11,3 Blýantur 3 10 12 3 5 7 1 3 7 12 6,3 Strokleður 4 10 46 2 4 53 1 3 5 14 14,2 Yddari 14 35 48 3 4 15 10 3 9 35 17,6 Reglustika 9 25 35 3 21 19 17 5 19 29 18,2 Gráðubogi 19 60 67 11 34 19 7 13 19 52 30,1 Límstifti 12 35 73 5 13 19 9 8 19 58 25,1 Föndurskæri 25 85 89 7 21 29 7 15 29 77 38,4 Trélitir 25 95 173 9 43 39 8 19 39 124 57,4 Karfan samtals 480 855 1.148 89 504 589 149 244 445 994 550 Frá meðalverði -12,7% 55,4% 108,6% -83,8% -7,49% 7% -72,9% -55,6% -19,1% 80,6% -70 305 598 -461 -46 39 -401 -306 -105 444 Frá lægsta 439,3% 860,7% 1189,9% 0,0% 466,3% 561,8% 67,4% 174,2% 400,0% 1016,9% 391 766 1.059 0 420 500 60 155 356 905 Í síðustu viku 1.053 1.305 528 796 741 970 404 712 1.286 964 Lækkun í % 19% 14% 83% 36% 21% 84% 40% 38% 23% 43%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.