Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 36
ÓLYMPÍULEIKAR Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir skráði nafn sitt í íslenska íþróttasögu með stórum stöfum í gærkvöld er hún náði fimmta sæti í stangar- stökkskeppni Ólympíuleikanna. Stangarstökkskeppnin í Aþenu í gær var einn eftirminnilegasti atburður Ólympíuleikanna enda stórkostleg skemmtun sem endaði með heimsmeti þegar komið var fram yfir miðnætti í Aþenu. Sælutilfinning um mig alla Þórey Edda var eitt stórt gleði- bros er Fréttablaðið hitti hana skömmu eftir keppnina í Aþenu í gær. „Mér líður alveg æðislega vel. Þetta er besta sælutilfinning í heimi,” sagði Þórey Edda hlæjan- di. „Þetta er bara draumur. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Að vera komin yfir 4,55 metra og í baráttu um bronsið er draumastaða. Sælutilfinningin streymdi um mann allan.” Þórey Edda byrjaði úrslitin á því að fara naumlega yfir 4,20 metra. Stökkið var tæpt og mátti sjá á Þóreyju að henni var létt þegar hún komst yfir. Hennar fyrsta tilraun við 4,40 metra var mjög slök og önnur tilraunin ekki mikið betri. Hún var því komin í ákaflega vonda stöðu en hún stóðst álagið eins og sannur sigurvegari og fór yfir í þriðju og síðustu tilraun. „Ég ætlaði mér yfir. Það kom ekki annað til greina. Ég gafst ekki upp og ég bara ætlaði mér að ná þessu,“ sagði Þórey aðspurð um þessa spennu- þrungnu stund. Stúlkurnar hrundu síðan út hver á fætur annarri þegar ráin var komin í 4,55 metra. Þá var Þórey aftur á móti komin með bullandi sjálfstraust og hún vippaði sér naumlega, en glæsi- lega, yfir rána í annarri tilraun. Aðeins ein af fimm sem það gerði en fimmtán stúlkur tóku þátt í úrslit- unum. Ráin var næst hækkuð í 4,65 sem er fimm sentimetrum hærra en Íslandsmet Þóreyjar. Hún felldi þá hæð í tvígang og þegar ljóst varð að hún yrði að stökkva hærra til þess að eygja von um verðlaun sleppti hún þriðja stökkinu í þessari hæð og reyndi þess í stað við 4,70 metra. Þrátt fyrir ágæta tilburði var sú hæð of mikil fyrir Þóreyju að þessu sinni. Barðist um bronsið „Ég hugsaði með mér að fjórða eða fimmta sætið skipti ekki svo miklu máli eins og staðan var orðin og því ákvað ég að blanda mér í slaginn um bronsið. Ég veit ég að get farið yfir þessa hæð en það small ekki alveg í þessu stökki. Annars er ég ekkert að velta mér upp úr því heldur er ég svakalega ánægð með að hafa farið 4,55 metra og náð fimmta sætinu,“ sagði Þórey Edda dreymin á svipinn enda gerast dagarnir í hennar lífi ekki mikið stærri en gærdagurinn. “Það er ekki spurning að þetta er stærsti dagurinn í mínu lífi hingað til. Þeir verða samt vonandi stærri í framtíðinni og ekki bara íþróttatengdir,” sagði Þórey Edda ákaflega ham- ingjusöm enda stór dagur á enda hjá henni. henry@frettabladid.is 20 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Við förum þess á leit við... ...Adolf Inga Erlingsson, íþróttafrétta- mann hjá Ríkisútvarpinu og Sjón- varpi, að sýna keppendum á Ólymp- íuleikunum virðingu og kalla þá ekki nautheimska þótt þeir geri eitthvað sem honum líkar ekki við. Við hrósum... ...Þóreyju Eddu Elísdóttur fyrir frábæra keppnishörku og glæsi- legan árangur þegar hún tryggði sér 5. sæti í stangarstökkskeppn- inni í gær. sport@frettabladid.is Áhugaleysi? Á sunnudag áttust við á sama tíma Ísland og Rússland í hreinum úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum og FH og ÍA í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Meðal fjölmargra áhorfenda á leik FH og ÍA voru handboltakempurnar Þorgils Ótt- ar Mathiesen og Kristján Arason, einn allra besti handboltamaður Íslands, fyrr og síðar. Er þetta mögulega táknræn endurspeglun á trú og áhuga manna á íslenska landsliðinu í handbolta? FÓTBOLTI Chelsea er enn með fullt hús og hreint mark eftir þrjá fyrstu leikina sína undir stjórn Jose Mourinho í ensku úrvals- deildinni. Chelsea vann 0–2 sigur á nýliðum Crystal Palace á útivelli í gærkvöld þar sem nýju men- nirnir Didier Drogba (27. mín) og Cardoso Tiago (75. mín) skoruðu mörkin. Þetta voru fyrstu mörk þeirra fyrir Lundúnaliðið í úrvals- deildinni. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á bekknum og kom inn fyrir Drogba á 75 mínú- tur þegar hann meiddist á ökkla. Í hinum leiknum tryggði Emile Heskey Birmingham 1–0 sigur á Man. City með skallamarki strax á 8. mínútu. Liverpool lék seinni leik sinn gegn austurríska liðinu Graz í forkeppni meistaradeildar Evrópu í gær og tapaði 0–1 á Anfield en komst áfram á 2–0 sigri í fyrri leiknum í Austurríki. Shelbourne tapaði seinni leiknum fyrir Deportivo í gær 0–3 og 0–3 samanlagt en liðið sló einmitt KR út í fyrstu umferð. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gær: Chelsea vinnur enn FYRSTA MARKIÐ Didier Drogba fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. AP HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Miðvikudagur JÚLÍ  06:55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Þríþraut kvenna, úrslit.  11:00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá leik í átta liða úrslitum karla í blaki.  12:20 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá úrslitakeppni í dýf- ingum karla.  13:30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt frá keppni morgunsins.  15:00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Upptaka frá úrslitum í strandblaki kvenna.  16:20 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá leik í átta liða úr- slitum kvenna í körfuknattleik.  17:35 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði.  18:00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Frá úrslitum í strandblaki karla.  18:50 Forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Sýn. Bein útsending.  22:00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði.  22:20 Ólympíukvöld á RÚV. Helstu viðburðir á Ólympíuleikunum.  22:50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af deginum.  23:15 Forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Sýn. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Arsenal getur sleg-ið met Notthing- ham Forest í kvöld, takist liðinu að knýja fram jafntefli eða sigur. Arsenal-menn hafa leikið 42 leiki í röð án þess að tapa og eru þar með jafn- ir Forest sem átti fyrra metið. Arsenal vann Middles- brough 5-3 eftir að hafa verið 1-3 undir. Dennis Bergkamp, fyrirliði Arsenal, sagði endurkomuna í leikn- um hafa verið með þeim glæsilegri sem hann hafi orðið vitni að. „Þrátt fyrir að vera 2 mörkum undir var and- inn í liðinu frábær“ sagði Bergkamp. „Eftir fimmta markið vissum við að liðið hafði afrekað eitthvað sérstakt.“ Arsenal mætir Blackburn. Brasilíski knatt-spyrnumaðurinn Derlei, sem leikur með Portó, hefur sótt um portúgalsk- an ríkisborgararétt og mun leika með liði Portúgals á HM 2006. Málið er nán- ast frágengið en ekki er langt síðan Deco, fyrum félagi Derlei, gekk sömu leið. Derlei, sem oft er nefndur „The Ninja“, spilaði stóra rullu í liði Portó á síðast- liðnu tímabili þar sem liðið vann portúgölsku deildina og að auki Meistaradeild Evrópu. Alex Ferguson,knattspyrnustjóri Manchester United, bindur miklar vonir við framherjann Alan Smith í viður- eign liðsins í Evrópu- keppni meistaraliða. „Smith er búinn að reynast okkur feyki- vel,“ segir Ferguson og bætir við að Smith minni sig oft á Mark Hughes, sem lék lengi vel með Manchester. United mætir Dínamó Búkarest og er Smith fullur sjálfstrausts fyrir þá rimmu. „Aðalatriðið er að vinna og meðan okkur gengur vel skiptir annað engu máli,“ sagði Smith. Ungverski kringlu-kastarinn Robert Fazekas, er sagður hafa átt við lyfjapróf sem hann tók í und- ankeppninni. Mál Fazekas, sem sigraði í kringlukastinu á leikunum, er í rann- sókn en ekki er komið á hreint hvernig hann bar sig að. Verði Fazekas fundinn sekur verð- ur hann sviptur gullverðlaunum og dæmdur í bann. Hástökkvarinn Aleksey Lesnichyi er einnig undir smásjánni eftir að hafa fallið á lyfja- prófi en hann komst ekki í úrslit þrátt fyrir að hafa innbyrt steralyfið clen- buterol. FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ ÞÓREYJU EDDU Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,55 metra og tryggði sér 5. sæti í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær. Þórey Edda var líka ánægð með árangurinn. Fréttablaðið/Teitur Stærsti dagur lífsins Þórey Edda Elísdóttir náði 5. sæti í stangarstökkskeppni Ólympíuleikanna þegar hún stökk 4,55 metra og náði fimmta besta árangri Íslendings í sögunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.