Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 16
Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar.Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt afmörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á ís- lenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármála- kerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bank- ans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóð- tengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerf- isins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórn- endur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verð- mæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbank- anna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dreg- ur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli við- skipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opin- berum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjár- málakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga. ■ Guðjón Ólafur Varaþingmaðurinn Guðjón Ólafur Jóns- son hefur aldeilis lagt sitt vog á vogar- skálarnar í deilunni innan Framsóknar- flokksins. Það er við hæfi að eftirláta honum þátt dagsins og þess vegna eru birt tvö sýnishorn úr grein sem hann skrifaði um flokks- systkin sín. Fyrra sýnis- hornið „Það þarf ekki r e y n s l u m i k l a menn í pólitík til að sjá hand- bragð Sivjar og Jónínu Bjart- marz á þessari auglýsinga- og kynning- arherferð sem ranglega var túlkuð sem einhver sérstök stuðningsyfirlýsing við Siv. Það var altjent örugglega ekki það sem sú síðarnefnda ætlaði og fjöldi annarra. Hvað sem því líður hafði her- ferðin þveröfug áhrif og styrkti augljós- lega bæði formann flokksins og aðra þingmenn í þeirri ákvörðun sem síðar var tekin.“ Seinna sýnishornið „Enn furðulegra hefði þó verið ef Krist- inn H. Gunnarsson hefði stutt tillögu formannsins. Kristinn hefur leynt og ljóst unnið að því um langt skeið að koma ríkisstjórninni frá og beitt til þess öllum brögðum.“ Guðjón segir Kristinn hafa misst traust annarra þingmanna til að vera þingflokksmaður. „Það var hvorki skyndileg ákvörðun né and- skotalaus af hálfu þingflokksins. Líklega hefði blessaður maðurinn verið á móti tillögu formannsins þótt hann hefði lagt til að Kristinn yrði sjálfur ráð- herra. Kristinn H. er alltaf á móti, hefur alltaf verið á móti og verður alltaf á móti – nema kannski því að gapa ofan í fjölmiðla annað slag- ið. Þá er líka gott að vera á móti.“ Vandræðagangur framsóknar- manna með val á ráðherrum til setu í ríkisstjórninni minnir á hvað þingmennska er raun for- smáð starf á Íslandi. Þingmenn eiga það til að verða ábúðarfullir á svipinn þegar þeir minna á að á Íslandi ríkir þingræði en athafnir þeirra gefa annað til kynna. Þeir virðast líta á þingmennsku án ráð- herradóms eins og blindgötu eða eins og langt nám án útskriftar, tákn um að menn hafi ekki alveg ráðið við efnið. Eins og umræður síðustu vikna gefa til kynna er baráttan um ráðherrastól ekki lít- ilvægur þáttur í lífi þingmanns- ins, heldur, að því er virðist, sjálft markmiðið með þingmennskunni. Af hverju skyldu svo fáir hafa áhuga á þingmennsku í þessu þingræðisríki? Ein af hugmyndum Vilmundar heitins Gylfasonar var sú að ráð- herrar ættu ekki sæti á þingi. Þingmaður sem tæki við ráð- herraembætti yrði því að segja af sér þingmennsku. Ekki fara í leyfi, heldur beinlínis segja af sér þingmennsku. Þessi háttur er óvíða hafður á, nema helst þar sem framkvæmdavald er á hendi þjóðkjörins forseta. Þó eru til dæmi um þetta í þingræðisríkjum eins og í Noregi. Í fyrstu kann mönnum að sýn- ast að dregið yrði úr valdi þings- ins með því að skilja á milli þing- mennsku og ráðherradóms. Því er hins vegar alveg öfugt farið. Þing- ið myndi öðlast mun meira frelsi frá framkvæmdavaldinu en það hefur nú. Þingmenn ættu um leið miklu hægara með því að veita framkvæmdavaldinu það aðhald sem stofnað var til með skiptingu valdsins. Á Íslandi er tæpast hægt að tala um þrískiptingu valdsins því sömu aðilar, forustumenn rík- isstjórnarflokka hvers tíma, ráða í senn þingi og ríkisstjórn. Hugmyndir um skiptingu valdsins byggja hins vegar á því að þingið hafi sjálfstæði frá fram- kvæmdavaldinu og geti þannig veitt því fullt aðhald. Upphaflega gerðu menn eins og Montesquieu ráð fyrir að ólíkir aðilar færu með framkvæmdavald og löggjafar- vald og sú skipan næst að veru- legu leyti í samtímanum þar sem þjóðkjörnir forsetar fara með framkvæmdavald. Hugmyndir um fulltrúalýðræði hvíla síðan á þeirri sýn að einstakir þingmenn séu hvorki fulltrúar fyrir tiltekna hagsmuni né svarnir liðsmenn órofa fylkinga heldur sjálfstæðir einstaklingar sem beita skynsemi sinni og samvisku í þágu heildar- innar. Hér er ekki um að ræða ein- hverjar draumsýnir löngu geng- inna hugsjónamanna, heldur er þetta grundvallartriði tekið upp í stjórnarskrá Íslands, eins og í stjórnskipun margra annarra landa, með skýru ákvæði um að þingmenn skuli ekki bundnir af öðru en eigin samvisku. Veruleiki íslenskra stjórnmála virðist hins vegar nokkuð langt frá þessum grunnhugmyndum, bæði hvað varðar sjálfstæði einstakra þing- manna frá sértækum hagsmunum og hvað varðar sjálfstæði þings frá framkvæmdavaldi. Þessi einfalda breyting sem Vilmundur stakk uppá fyrir rúm- um tuttugu árum gæti breytt þessu ástandi í veigamiklum atrið- um. Eitt er að líklega færu fleiri áhugamenn um þingræði og þing- störf í framboð til þings. Með því gæti okkur hlotnast sjálfstæðara, og öflugra þing sem gæti veitt framkvæmdavaldinu virkara og gagnsærra aðhald. Áhugamenn um ráðherradóm gætu reynt að vekja athygli á hæfileikum sínum með öðrum hætti en þeim að standa vaktina í félagsstarfi stjórnmálaflokka og olnboga sig svo í gegnum þingflokka. ■ 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Útrás og atorka fjármálakerfisins er farin að bæta lífs- kjörin. Frelsið nýtir tækifærin Forsmáð starf ORÐRÉTT Kraftur í auði framsóknar- kvenna „Konur í Framsóknarflokknum ætla ekki að láta kúga sig. Við urðum mjög öflugar um það leyti er við stofnuðum landssam- bandið og fórum hraðbyr innan flokksins. Við þurfum að eflast aftur og veit ég að sá kraftur býr í okkur.“ Sigrún Magnúsdóttir, varamaður í Landssambandi framsóknarkvenna. Fréttablaðið 24. ágúst. Ólympíutognun „Ég tognaði á nákvæmlega sama stað á leikunum í Sydney fyrir fjórum árum en hef ekki fundið fyrir þeim síðan. Þetta virðist vera einhver ólympíu- tognun.“ Jón Arnar Magnússon tugþrautar- maður. Morgunblaðið 24. ágúst. Upplifun á kostnað öryggis „Ég er ekki talsmaður þess að loka [lista]verkin inn í glerbúr- um því það truflar aðgengi og upplifun almennings á verkun- um. Ég er hins vegar talsmaður þess að fyllsta öryggis sé gætt en það er samt ekkert kerfi það öruggt að það geti fullkomlega tryggt öryggi verka svo framar- lega sem það er verið að sýna þau. Eina leiðin væri þá bara að loka þau inni í bankahólfum en það viljum við ekki gera.“ Ólafur Kvaran, forstöðumaður Lista- safns Íslands. Fréttablaðið 24. ágúst. Standa við loforðin Við erum ekki komnir með pen- inginn en við erum komnir með loforð og það sem Vestfirðingar lofa standa þeir við. Geir Gestsson, Patreksfirði. Morgunblaðið 24. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Athugasemd: Misskilningur RITSTJÓRN Í viðtali í Fréttablaðinu á mánudag var sagt að Halldór Ás- grímsson vissi ekki til óánægju innan Framsóknarflokksins. Mis- skilnings gætti milli hans og blaðamanns. Halldór sagðist ekki vita til úrsagna úr flokknum en svaraði ekki á þann hátt spurn- ingu um óánægju innan Fram- sóknarflokksins. Beðist er vel- virðingar á mistökunum.■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgerv- inga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármála- manna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. ,, Í DAGÞINGMENNSKA JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Á Íslandi er tæpast hægt að tala um þrí- skiptingu valdsins því sömu aðilar, forustumenn ríkis- stjórnarflokka hvers tíma, ráða í senn þingi og ríkis- stjórn. ,, sme@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.