Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 14
14 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Þriðjungur Bandaríkjamanna með of háan blóðþrýsting: Offitu um að kenna BANDARÍKIN, AP Þriðjungur full- orðinna Bandaríkjamanna þjáist af of háum blóðþrýstingi en slíkt getur aukið líkurnar á hjarta- áföllum, nýrnabilunum og fjöl- mörgum öðrum heilsuvandamál- um. Þetta eru niðurstöður könn- unar sem stjórnvöld stóðu fyrir og fara þau ekki í neinar graf- götur með að þetta megi útskýra með fitufaraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfar- in ár. Um mikla fjölgun fólks með þetta vandamál er að ræða en sams konar könnun sem gerð var fyrir áratug sýndi að 50 milljónir Bandaríkjamanna þjáðust af háum blóðþrýstingi. Hefur því fjölgað í þessum áhættuhópi um 15 milljónir á einum áratug. Niðurstöðurnar eru enn verri þegar tekið er tillit til þess að fyrir 20 árum sýndu tölur að þeim fækkaði sem voru með háan blóðþrýsting. LÁNAMARKAÐUR Verðstríð er í upp- siglingu á lánamarkaði til einstak- linga. Ný lán KB banka með 4,4 prósenta vöxtum munu ýta af stað skriðu sem ekki er séð fyrir end- ann á. „Þetta er sprengja inn á lánamarkaðinn,“ segir Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastof- unnar. Fundir voru í öllum helstu fjár- málastofnunum í gær til þess að skoða viðbrögð við nýju útspili. Stjórnendur Íbúðalánasjóðs héldu fund sama dag og KB banki kynnti lánin. Innan Íbúðalána- sjóðs eru ekki teljandi áhyggjur af þróuninni. Þar telja menn þessa óvæntu samkeppni tímabundna. KB banki haf einfaldlega nýtt sér bilið fram til þess að 90% lán taki gildi, auk þess að hafa veðjað á að vextir muni áfram fara lækkandi. Íbúðalánasjóður andar rólega Hallur Magnússon hjá Íbúðalána- sjóði segir hlutverk Íbúðalána- sjóðs að veita bönkunum aðhald á markaði. Hjá sjóðnum gráti menn ekki þótt markaðshlutdeildin minnki eitthvað. „Okkur líst mjög vel á það að íslenskir bankar treysti sér núna til þess að bjóða vexti sem nálgast íbúðalánasjóð. KB banki veðjar á það að vextir almennt muni lækka. Það er alveg ljóst að langtímavextir á skulda- bréfum hafa lækkað vegna breyt- inga og endurskipulagningar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalána- sjóðs. Við erum að sjá þennan ár- angur af vinnu okkar undanfarna sex til átta mánuði.“ Hann segir Íbúðalánasjóð ekki grípa til sér- stakra ráðstafana vegna þessa, heldur muni sjóðurinn fylgja ávöxtunarkröfu markaðarins. Jafet segir þegar merki þess að útspil KB banka sé farið að hafa áhrif á markaðinn til lækk- unar. „Þetta er mjög ánægjuleg þróun og með þessu áframhaldi munum við sjá svipaða ávöxtun- arkröfu á íbúðalán og gerist í ná- grannalöndunum.“ Ávöxtunar- kröfu sem er víða á bilinu 3 til 3,5 prósent. Tækifæri fyrir eldra fólk KB banki hefur skilgreint mark- hópinn sinn í þessum lánum. Margir sem keyptu íbúðahúsnæði á fyrrihluta hækkunartímabilsins hafa myndað yfir 20 prósenta eign í henni, þrátt fyrir 100 prósent lántöku í upphafi. Mismunurinn var fjármagnaður með dýrari lán- um. Fyrir þennan hóp er hag- kvæmt að sameina lánin í eitt lán með 4,4 prósenta vöxtum og spara töluverðan vaxtakostnað. Þótt miðað sé við fyrsta veðrétt íbúð- arhúsnæðis, skiptir bankinn sér ekki af því hvað gert er við pen- ingana. „Ég sé fyrir mér að eldra fólk sem á dýrar skuldlausar eign- ir muni nýta sér þetta til þess að losa um fé, án þess að flytja úr húsnæðinu,“ segir Jafet. Samkeppninni verður svarað. Stíf fundahöld hafa verið í Lands- SMS LEIKUR HALLE BERRY ER Viltu miða? Vinningar verða afhenTir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið BT CAT á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar á myndina · Catwoman tölvuleikir DVD myndir · Margt fleira. Sjáðu myndina Spilaðu leikinn DJARFT ÚTSPIL Ný lán KB banka hafa sett allt á annan endann í bönkunum. Aðrir munu fylgja í kjölfarið. Möguleikar einstaklinga til að bæta lánakjör sín hafa aldrei verið betri. HALLUR MAGNÚSSON Fagnar samkeppninni og segir Íbúðalána- sjóð halda sínu striki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING BARÁTTAN Á LÁNAMARKAÐI EINSTAKLINGA Sprengja inn á lánamarkaðinn Hafinn er harður slagur um viðskipti einstaklinga við bankana. Lán- takendur hafa nú tækifæri til þess að endurfjármagna lán sín á betri kjörum. Ný lán KB banka hafa sett lánamarkað einstaklinga á annan endann. OFFITUSJÚKLINGUR Á tíu árum hefur þeim fjölgað sem þjást af háum blóðþrýstingi um 15 milljónir í Bandaríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /R EU TE R S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.