Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 4
4 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain: Vill áframhaldandi varnarviðbúnað á Íslandi ÞINGMANNAHEIMSÓKN Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að Banda- ríkjamenn eigi að viðhalda varn- arviðbúnaði hér á landi, þótt fyrir dyrum standi ein umfangs- mesta endurskipulagning banda- rísks herafla í Evrópu frá lokum Kalda stríðsins. McCain fór fyrir bandarískri þingmannanefnd sem kom í heimsókn til Íslands í gær. Aðspurður um framhald varn- arsamningsins og áframhaldandi veru bandaríska varnarliðsins hér á landi sagði McCain að Bandaríkjamenn ættu Íslending- um gjöf að gjalda vegna fram- lags þeirra síðarnefndu á dögum Kalda stríðsins og hann sagðist vongóður að lausn fyndist á varnarmálum Íslands sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Ég tel að það eigi að viðhalda varnarviðbúnaði á Íslandi, hvort sem hann felst í því að hér séu staðsettar fjórar eða tvær orr- ustuþotur, eða annars konar við- búnaður,“ sagði McCain. Bandaríska þingmannanefnd- in átti fund með íslenskum ráða- mönnum í Bláa Lóninu í hádeg- inu í gær um umhverfsmál og vetni sem framtíðarorkugjafa. Meðal þingmanna var Hillary Rodham Clinton, öldungardeild- arþingmaður og fyrrverandi for- setafrú Bandaríkjanna. ■ Hrifinn af landi og þjóð Bill Clinton kynntist sögu Þingvalla og sagðist heillaður af þjóðgarðinum í heimsókn sinni hér á landi í gær. Hann fór í göngutúr um miðborg Reykjavíkur og spjallaði við vegfarendur. HEIMSÓKN Bill Clinton dvaldist daglangt á Íslandi í gær og heim- sótti Þingvelli og miðbæ Reykja- víkur. Clinton sagðist sérstaklega heillaður af Þingvöllum og að hann hefði lengi langað til að heimsækja þennan fallega, sögu- fræga stað. Hann gekk um þjóðgarðinn undir leiðsögn Sigurðar Líndal, fyrrverandi lagaprófessors, og sagðist hafa fræðst mikið um sögu lýðræðis, sem hann hefði sérstakan áhuga á vegna lög- fræðimenntunar sinnar. „Ísland hefur alltaf verið nokk- urs konar fyrirmynd um hið frjál- sa land. Hugmyndin bak við bandarísku stjórnarskrána var að koma í veg fyrir misnotkun valds en Alþingi Íslendinga hefur alltaf haft það að meginmarkmiði,“ sagði Clinton. Sigurður Líndal sagði að sam- tal þeirra hefði verið eins og á milli kollega. „Ég spjallaði við hann á göng- unni og lagði áherslu hvort tvegg- ja á Þingvelli sem mörk hins gamla og nýja heims og náttúruna en aðallega var samtalið um stjórnskipunar- og menningar- sögu Þingvalla,“ sagði hann. Bill Clinton spókaði sig í blíð- viðrinu í Reykjavík í um þrjár klukkustundir í gær og vakti mikla athygli vegfarenda. Hann heilsaði fjölmörgum og gaf sér góðan tíma til að spjalla við þá sem gáfu sig að honum. Clinton skoðaði ljósmyndasýn- inguna á Austurvelli og eyddi því næst dágóðum tíma í bókabúð þar sem hann keypti þónokkrar bæk- ur um Ísland. Þá heimsótti hann listasmiðjuna Kirsuberjatréð og festi kaup á íslenskum listmun- um. Að því loknu hélt hann í Lista- safn Reykjavíkur þar sem hann dvaldi í nær klukkustund en brá sér að síðustu á Bæjarins bestu þar sem hann gæddi sér á pylsu að íslenskum sið. Að sögn helsta ráðgjafa Clint- ons var rölt hans um miðbæinn ekki skipulagt fyrirfram og Clint- on hefði algjörlega ráðið för. Hann hefði mikla ánægju af því að hitta fólk og kynnast menningu þess lands sem hann heimsækti hverju sinni. sda@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is MCCAIN OG HALLDÓR John McCain öldungardeildarþingmaður og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra svöruðu spurningum blaðamanna að fundi loknum. Lýstu þeir báðir sérstakri ánægju með fundinn í Bláa lóninu. Var rétt að víkja Siv úr ráðherra- stóli? Spurning dagsins í dag: Fylgdist þú með úrslitakeppninni í stang- arstökki kvenna á Ólympíuleikunum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 45% 55% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Nýtt sveitarfélag á Austurlandi: Kosningar í október SVEITARSTJÓRNARMÁL Félagsmála- ráðuneytið hefur staðfest samein- ingu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs í eitt sveitarfélag. Nýja sveitarfélagið er annað fjölmennasta sveitarfélag á Aust- urlandi með tæplega 3.000 íbúa, að- eins Fjarðabyggð er stærra. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hafa nú þegar hafið vinnu við þau fjölmörgu verkefni sem snúa að sameiningunni og kosið verður til nýrrar sveitarstjórnar 16. október og samhliða sveitar- stjórnarkosningunum verður gerð skoðanakönnun um nafn á nýju sveitarfélagi, ný sveitarstjórn tek- ur síðan við völdum 1. nóvember. Sveitarfélagið afmarkast af Biskupshálsi í vestri, Héraðsflóa í norðri, Austfjarðafjallgarði í austri og Vatnajökli og Öxi í suðri. ■ Bobby Fischer: Vísað frá Japan JAPAN, AP Japönsk yfirvöld hafa vís- að Bobby Fischer, Íslandsvini og fyrrverandi heims- meistara í skák, úr landi en yfirvöld í B a n d a r í k j u n u m hafa leitað hans um árabil. Undir venjulegum kring- umstæðum væri hann sendur beint til síns heimalands sem eru Bandarík- in en ekkert var gefið upp um slíkt af stjórnvöldum í Japan. Talið er víst að honum verði gert að yfir- gefa landið sem fyrst. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I SRI RAHMAWATI Börn Sri eru nú í umsjá móðursystur sinnar. Sri Rahmawati: Söfnunin tók kipp SÖFNUN „Söfnunin tók góðan kipp um helgina þegar söfnuðust 140 þúsund krónur inn á reikninginn,“ segir Jón D. Hróbjartsson pró- fastur um söfnun til styrktar börnum Sri Rahmawati. Hópur fólks ásamt Jóni stend- ur að söfnuninni til að styðja börn Sri en þau eru í umsjá móðursyst- ur sinnar. Þeir sem vilja létta und- ir með fjölskyldunni er bent á bankareikning 0139-05-64466 á kennitölu 130147-4109 í Múlaúti- búi Landsbankans. ■ BOBBY FISCHER SIGURÐUR LÍNDAL FRÆDDI CLINTON UM ÞINGVELLI Sigurður segir Clinton hafa verið meðal bestu áheyrenda sem hann hafi nokkru sinni haft með sér á Þingvöllum. FORSETASLAGUR Clinton í boxarastellingum við hlið forseta Íslands sem virðist hafa gaman af tilburð- um þessa 42. forseta Bandaríkjanna. CLINTON Á BÆJARINS BESTU Svengd sótti að Clinton og fékk hann sér eina pylsu með sinnepi. Að sögn bílstjóra Clintons þótti honum pylsan mjög bragðgóð. DORRIT OG HILLARY Ræddust við í mikilli einlægni fyrir utan Bessastaði þegar Clinton-hjónin heimsóttu íslensku forsetahjónin. LÍTILL DRENGUR Í FANGI CLINTONS Fólk á öllum aldri hreifst af vingjarnlegri framkomu Clintons í miðborginni í gær. Þessi ungi drengur fleygði sér í fang fyrrverandi forsetans þegar hann heilsaði upp á hann á göngu sinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.