Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 43
27MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN SÝND kl. 5.50, 8 og 10.20 B.I. 14SÝND kl. 5.50, 8, 9.05 og 10.20 SÝND kl. 5.45 og 7.30 M/ÍSLENSKU TALI Yfir 40 þúsund gestir Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 8 og 10.30 B.i. 14 Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI Tvær vikur á toppnum SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA HHH1/2 Fréttablaðið HHH G.E. - ísland í bítið/Stöð 2 HHH kvikmyndir.com „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HHHH - H.J. Mbl. „Drepfyndin.“ HHHH ÓÖH, DV HHHH HJ, MBL. „Fjörugt bíó“ ÞÞ, FBL. HHH - S.K. Skonrokk HHH - Ó.H.T. Rás 2 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.30SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.30 MADDIT 2 M/ÍSL.TALI kl. 4 MIÐAVERÐ KR. 500 Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. SHAUN OF THE DEAD kl. 10 B.I. 16 ára Toppmyndin á Íslandi Uppáhaldsköttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI Rómantískur kvöldverður með Teiti ÓLYMPÍULEIKAR Það er ekki hægt að koma til Aþenu án þess að fara upp á Akropólis-hæðina. Fékk það tæki- færi um daginn er vinnudegi lauk á kristilegum tíma. Ég og Teitur ljós- myndari fengum okkur skemmti- lega göngu í sólsetrinu og tókum okkur vænan tíma til þess að virða fyrir okkur útsýnið yfir Aþenu. Ekki veitti heldur af stoppunum því það var um 37 stiga hiti. Ekki urðum við fyrir vonbrigðum er á toppinn var komið. Ótrúleg mannvirki og út- sýnið yfir Aþenu ekki af ódýrari gerðinni. Sátum þar í dágóðan tíma og nutum stundarinnar. Töltum síð- an niður á veitingastað sem er rétt undir hæðinni. Sá snilldarstaður er uppi á þaki eins hússins og því var útsýnið þar ólýsanlegt. Akropólis öðru megin og Aþena í allri sinni dýrð hinum megin. Sólin settist og hæðin lýstist upp rétt eftir að steik- in mætti á borðið og það var orðið aldimmt er síðustu droparnar voru hristir úr rauðvínsflöskunni. Stór- kostleg máltíð og sú fyrsta almenni- lega sem við höfum fengið síðan við komum hingað. Aldrei áður hef ég borðað kvöld- verð í eins rómantísku umhverfi og ekki væri amalegt að borða þarna síðar með minni heittelskuðu. En við Teitur urðum að sætta okkur hvor við annan að þessu sinni. Teitur er vissulega með eindæmum huggulegur karlmaður en ég ber samt ekki rómantískar tilfinningar til hans og ég hef ekki tekið eftir því að hann sé mjög skotinn í mér. En við gerðum gott úr málinu og nutum kvöldsins í botn. ■ Ríkisstyrkt klámsýning Lögreglan í Hamborg, Þýska- landi, rannsakar nú spænskan leikarahóp sem setti nýlega upp frekar dónalega sýningu í borg- inni. Þrátt fyrir að borgaryfir- völd í Hamborg séu þekkt fyrir frjálslynd sjónarmið þegar kemur að kynlífsmarkaðnum þótti sýning La Fura dels Baus fara langt yfir strikið. Lögreglunni bárust kvartan- ir yfir því að sýning þeirra inni- héldi nauðganir, lesbíuklám og sjálfsfróun. Einnig sést fólk pissa hvort á annað auk þess sem sýnd er myndbandsupp- taka af konu í samförum við apa. Verkið heitir því ófrumlega nafni „XXX“ og hvetja „leikar- arnir“ fólk úr salnum að koma upp á svið og fróa sér. Óein- kennisklæddur lögreglumaður var sendur á staðinn til að rann- saka sýninguna, og er rannsókn málsins nú í gangi. Þetta er mikið hneykslismál fyrir borg- aryfirvöld, sem styrktu sýning- una með peningagreiðslu. „Kynmök manns og dýra er glæpur sem er refsiverður með fimm ára fangelsisvist,“ sagði lögreglumaðurinn sem fór á sýninguna. Margir þeirra sem sáu sýn- inguna í þau fáu skipti sem hún var sýnd í Kampnagel leikhús- inu gengu út í miðri sýningu. Aðrir báðu um endurgreiðslu að sýningu lokinni.■ TÓLFTI Í ÓLYMPÍULEIKUM HENRY BIRGIR GUNNARSSON BLOGGAR FRÁ AÞENU Lögreglan í Hamborg rannsakar klámsýn- ingu í Hamborg. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.