Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR RÆTT UM LÍFSIÐFRÆÐI Alþjóðleg ráðstefna um lífsiðfræðileg álitamál í erfðafræði og heilbrigðisþjónustu hefst í Háskóla Íslands í dag. Á ráðstefnunni verða gagnagrunnar, lífsýnabankar og ýmsar hliðar þeirra í brennidepli. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING EÐA SKÚRIR sunnan og vestan til. Úrkomulítið á Norðurlandi. Þurrt framan af degi um austanvert landið en síðan rigning. Hiti víða 10-15 stig. Sjá síðu 6 25. ágúst 2004 – 230. tölublað – 4. árgangur ● fjármál Sér alltaf eftir Trabantinum Arndís Björg Sigurgeirsdóttir: BAKSLAG ÁSÆTTANLEGT Valgerður Sverris- dóttir segir bakslag í jafnréttismálum Framsóknarflokksins ásættanlegt því það sé tímabundið. Landssamband framsóknarkvenna mun halda fund í dag. Sjá síðu 2 BORGIN BEGGJA VEGNA BORÐS Vélamiðstöðin ehf. sem er í eigu Reykjavík- urborgar er lægstbjóðandi í verk sem Sorpa býður út. Einkaaðilar í samkeppni spyrja hvort þetta geti talist eðlilegt. Sjá síðu 2 STAFRÆNAR ÚTSENDINGAR Sjón- varpsstöðvar Íslenska útvarpsfélagsins senda út stafrænt frá 1. nóvember. Bylting í sjónvarpsútsendingum segir útvarpsstjóri félagsins. Sjá síðu 6 RÁÐHERRA FASTUR FYRIR Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður útflutn- ingsálag á kvóta. Eyjamenn segja aðgerðir ríkisvaldsins kosta Eyjamenn hundruð millj- óna króna. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 u í dag● fylgir með fréttablaðin Verðstríð geisar á skólavörum HEIMSÓKN Íslendingar geta haft forustu í lausn á orkuvanda heimsins með því að miðla af þekkingu sinni á nýtingu á endur- nýjanlegri orku, sögðu Bill og Hillary Clinton í heimsókn sinni á Íslandi í gær. „Stefna Íslands um nýtingu á endurnýjanlegri orku, svo sem hitaveitu og vetni, er mjög spenn- andi og nokkuð sem ekki einungis gæti haft áhrif hér á Íslandi, held- ur má flytja þessa þekkingu úr landi,“ sagði Hillary Clinton. Bill Clinton þótti mikið til koma um það sem Hillary hefði fræðst af Íslendingum um endurnýjanlega orku en Hillary var hluti af banda- rískri þingmannanefnd sem var á fundi um vetnisorku í Bláa lóninu. „Ég er að reyna að leggja mitt af mörkum til að breyta stefnu Bandaríkjanna í orkumálum og er gagntekinn af því verkefni. Ég lagði mitt af mörkum varðandi Kyoto-samninginn og er hlynntur honum,“ sagði Bill Clinton. Spurð hvort fyrsta skref Bandaríkjamanna væri því ekki að skrifa undir Kyoto-samninginn segir Hillary að það hefði átt að vera svo. „Bandaríkjamenn geta samt sem áður tekið þátt í þeirri þróun sem Kyoto-samningurinn hefur í för með sér. Það hefur sýnt sig að löndin sem undanþegin voru ákvæðum í Kyoto-samningn- um, svo sem Kína og Indland, nota sífellt meiri orku og því ætti að hvetja þau til að nýta ekki olíu og gas sem aðaleldsneyti í framtíð- inni,“ sagði Hillary Clinton. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain, sem fór fyrir þing- mannanefndinni, sagði eftir heim- sókn sína í Bláa lónið að Banda- ríkjamenn ættu að viðhalda varn- arviðbúnaði hér á landi þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar á herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Halldór Ásgrímsson sagðist hafa rætt um varnarmálin við Bill og Hillary Clinton á fundi þeirra síðdegis í gær. „Þau gáfu mér góð ráð um hvaða skref væri rétt að taka næst,“ sagði Halldór en vildi ekki segja til um hvað það væri. Sjá nánar á síðum 4 og 8. borgar@frettabladid.is sda@frettabladid.is Ísland fyrirmynd Bill og Hillary Clinton segja að Íslendingar geti miðlað af þekkingu sinni til að leysa orkuvanda heimsins. John McCain segir að Banda- ríkjamenn eigi að viðhalda varnarviðbúnaði hér á landi. SKATTAMÁL Ríkisstjórnin stefnir á lækkun tekjuskatts á næsta ári og gert verður ráð fyrir því í fjárlögum sem drög hafa verið lögð að. „Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir fyrsta skrefi í skattalækkun- um á árinu 2005. Síðan á eftir að út- færa þær nánar,“ segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Spurður um hverjar útfærslurn- ar verði segir hann fyrst og fremst verið að tala um lækkun tekjuskatts til að byrja með. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að gert sé ráð fyrir allt að fjögurra pró- senta lækkun á tekjuskatti einstak- linga. Hvort fyrirhugaðar séu breyt- ingar á virðisaukaskattkerfinu segir Halldór að enn eigi eftir að fara yfir það og engar ákvarðanir hafi verið teknar. ■ Halldór Ásgrímsson um fjárlög: Tekjuskattur lækkaður á næsta ári CLINTON-HJÓNIN Í HEIMSÓKN HJÁ FORSÆTISRÁÐHERRA OG FRÚ „Ég skil ekki af hverju þið eruð komin að hitta mig, hálfdauðan og hálfhættan,“ sagði Davíð Oddsson við Clinton-hjónin eftir innilega endurfundi þeirra á heimili hans í gær. Sögðust Clinton-hjónin sérstaklega glöð að hitta Davíð og sjá hve vel hann liti út eftir þau veikindi sem hann hefur átt við að stríða. „Ég trúi því varla að þú hafir verið veikur,“ sagði Bill við Davíð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þórey Edda í fimmta sæti: Fimmta besta afrek sögunnar ÓLYMPÍULEIKAR Þórey Edda Elís- dóttir náði 5. sæti í úrslitum stangarstökkskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær þegar hún stökk 4,55 metra, tíu sentimetrum hærra en þegar Vala Flosadóttir vann bronsið fyrir fjórum árum. Aðeins fjórir ís- lenskir íþróttamenn hafa náð betri árangri en Þórey Edda í sögu ólympíuleikanna og Vala er eina íslenska konan sem hefur náð hærra sæti. Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva vann gullið og setti heimsmet. Sjá nánar á síðu 20 Eina númerið sem þú þarft að muna. Verðkönnun: Íbúðalán bankanna: Samkeppni í útlánum VIÐSKIPTI Íslandsbanki, Landsbank- inn og Spron fylgja í kjölfar KB banka og bjóða nú verðtryggð lán með 4,4 prósenta vöxtum. Harður slagur er framundan á lánamarkaði. Búist er við að ávöxt- unarkrafa fari lækkandi á næst- unni og að Íbúðalánasjóður lækki álagningu á lánum sínum frá mark- aðsvöxtum. Ekki hafa þó verið gefnar út yfirlýsingar um slíkt. Íslandsbanki bætir um betur og býður einnig endurskoðun vaxta á tímabilinu. Íslandsbanki reið á vað- ið um áramót með erlendum íbúða- lánum. Vaxtakjör og fjölbreytni í útlán- um til einstaklinga hafa tekið stakkaskiptum og búast má við áframhaldandi hörðum slag í keppni bankanna um útlán til ein- staklinga. sjá nánar á síðu 14 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segir að ríkisstjórnin áætli að lækka tekjuskatt einstaklinga á næsta ári. GLÆSILEGUR ÁRANGUR Í AÞENU Þórey Edda varð í fimmta sæti í stangarstökki kvenna þegar hún stökk 4,55 metra í úrslitunum í Aþenu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.