Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 45
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Boston sveitin The Magnetic
Fields er sérstök hljómsveit um
margt. Til dæmis það að það er
ekki alveg á hreinu hvort þetta
sé hljómsveit, eða í raun sóló-
verkefni Stephen Merritt. Síð-
ast sendi sveitin frá sér þre-
földu plötuna 69 Love songs sem
(jú, þú giskaðir á það) innihélt
69 ástarlög. Plata sem fékk mik-
ið lof gagnrýnenda um allan
heim. Síðan eru liðin 5 ár. Nú er
komin ný plata, og ástin er
Merritt enn þá jafn hugleikin.
Sveitin hefur svo sem snert á
mörgum stefnum á ferli sínum
en á nýju plötunni er áherslan
lögð á þægilegt og lífrænt
kassagítar indí-popp. Aðdáend-
ur Belle and Sebastian ættu að
falla kylliflatir fyrir þessari
nýju plötu. Laga- og textasmíðar
eru í aðalhlutverki og allar út-
setningar berstrípaðar með
kassagítar, píanó, léttum slag-
verkum, bassa, selló, smá
klukkuspili hér og þar og söng.
Allt leikið og sungið á mjög
áreynslulausan hátt. Það er
hreinlega eins og tónlistin sé
sniðin utan um þreytulega og
sefandi rödd Merritt.
Einn af hápunktum plötunnar
er svo lagið I Tought You Where
My Boyfriend sem hljómar eins
og það sé beint úr smiðju Marc
Almond á Soft Cell tímabilinu.
Það sem gerir það svona sér-
stakt er að það er spilað en ekki
forritað, með sömu hljóðfæra-
skipan og restin af plötunni.
Það er alveg augljóst á lögum
eins og I Wish I Had an Evil
Twin og In an Operetta að búið
er að liggja yfir plötunni. Djas-
sperlan Infinitely Late at Night
er svo virkilega mögnuð. Hér er
varla veikan blett að finna og
platan rennur í gegn eins og
bjór á föstudagskveldi. Veru-
lega smekkleg plata sem á lík-
legast eftir að eldast vel.
Birgir Örn Steinarsson
Áreynslulaus og sefandi
THE MAGNETIC FIELDS:
I
MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2004
Kínversk
vörusýning
í Kópavogi
Dagana 26.-28. ágúst nk. verður haldin sýning á
kínverskum vörum í íþróttahúsinu Breiðablik,
Dalsmára 5, Kópavogi.
Ýmsir vöruflokkar verða til sýnis og má þar nefna listmuni úr
postulíni, silkislæður og trefla, mat- og drykkjarvörur og
ýmsar vörur fyrir sjávarútveginn.
Sýningin verður opin sem hér segir:
Fimmtudaginn 26. ágúst
frá kl. 11:00 – 18:00
Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna, börn innan tólf ára fá frítt inn.
Föstudaginn 27. ágúst frá
kl. 11:00 – 18:00
Laugardaginn 28. ágúst frá
kl. 11:00 - 16:00
Janet kennir Bush um fjölmiðlafárið
Söngkonan Janet Jackson kennir
George W. Bush Bandaríkjaforseta
um hversu mikla fjölmiðlaathygli
brjóstaflassið fræga fékk. Málið hef-
ur verið kallað Nipplegate í Banda-
ríkjunum og segir Jackson að Bush
hafi notfært sér atvikið til þess að
beina athyglinni frá stríðinu í Írak.
Hún segist sjá eftir því í dag að
hafa beðist afsökunar á atvikinu, því
það hafi bara látið hana líta út fyrir
að vera seka. Hún sagði í viðtali við
Genre magazine að henni fyndist sem
Hvíta húsið hafi nýtt sér „búningabil-
un“ hennar til þess að leiða huga
Bandaríkjamanna frá þeirri gagnrýni
sem Bush hefur fengið á sig vegna
stríðsins.
„Mér finnst í alvörunni eins og
forsetinn hafi viljað draga athygli al-
mennings frá sér á þessum tíma og ég
var frábært tækifæri fyrir hann á því
augnabliki,“ segir hún m.a. í viðtal-
inu. „Ég meina, þetta er allt bara
kjaftæði. Þegar maður sér myndina
hans Michael Moore, Fahrenheit 9/11,
þá fær maður staðfestingu á því.“
Skömmu eftir að Justin Timberla-
ke reif annað brjóstahaldið af búning
hennar á úrslitaleik bandaríska fót-
boltans í febrúar var varla fjallað um
annað í bandarískum fjölmiðlum.
Janet segir að upphaflega hafi Tim-
berlake átt að rífa ytra lag brjósta-
haldsins af, þannig að sæist í rauðan
brjóstahaldara. Óvart reif hann bæði
lögin af með þeim afleiðingum að
Janet flassaði hægra brjósti sínu fyr-
ir framan alþjóð. „Mér finnst þetta
bara heimskulegt. Þetta er allt svo
mótsagnakennt. Á leiknum var Vi-
agra auglýst og bjór, og þær auglýs-
ingar snerust allar um kynlíf. Ætla ég
að kjósa? Já. Ætla ég að kjósa Bush?
Ekki séns!“ ■
JANET JACKSON
Sakar Hvíta húsið um að beina athyglinni
frá Íraksstríðinu og að brjóstum hennar.