Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 12
12 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR HELLINGUR Á HAUGANA Mikið magn drápstóla af ýmsum tegund- um hefur verið gert upptækt af brasilíska hernum í herferð undanfarna mánuði. Þeim verður öllum fargað. Ný rannsókn í Bandaríkjunum: Offita eykur hætt- una á krabbameini WASHINGTON, AP Of feitu fólki er hættara en öðrum við að fá krabbamein. Ný rannsókn leiðir í ljós að offita á ekki einungis sök á hjartasjúkdómum og sykursýki heldur eykst hætta á að minnsta kosti níu þekktum krabbameins- tegundum þegar fólk verður of feitt. Talið er að 14 til 20 prósent dauðsfalla af völdum krabba- meins meðal Bandaríkjamanna megi rekja til offitu. Ristils-, nýrna- og brjósta- krabbamein eru nú þegar meðal þeirra tegunda krabbameins sem raktar eru til offitu. Of feitum ein- staklingi er þrisvar sinnum hætt- ara við að fá nýrnakrabbamein en þeim sem ekki er of feitur. Talið er að sterkustu tengslin við offitu séu þó í sjaldgæfari tegundum krabbameins. Offita hefur margvísleg áhrif á vöxt krabbameins. Í fyrsta lagi er greining erfiðari hjá of feitu fólki og meðhöndlun vandasamari. Þá er vitað að fitufrumur framleiða kvenhórmónið estrógen í stórum stíl hjá konum eftir tíðahvörf en estrógen er talið eiga stóran þátt í myndun brjóstakrabbameins. ■ Rektor mótmælir gagnrýni Jóns Baldvins Rektor Kennaraháskóla Íslands vísar á bug gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar um að kennaramenntun sé léleg á Íslandi. Rektor segist ekki vita til þess að Jón Baldvin hafi kynnt sér starfsemi skólans í dag. MENNTUN Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, mótmælir þeirri gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra í Finn- landi, að rekja megi veikleika ís- lensks menntakerfis til lélegrar kennaramenntunar. Jón Baldvin gagnrýndi íslenska menntakerfið nokkuð harðlega í sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Sagði hann meðal annars: „Gamli Kennaraskólinn sem útskrifaði kennara var upphaflega framhalds- skóli á menntaskólastigi. Hann var síðan með einu pennastriki gerður að háskóla. Skólinn hafði alltaf þann veikleika að vísindakennsla og stærðfræði var veik og ég held að það hafi ekkert breyst þó að skólinn heiti Kennaraháskóli Ís- lands í dag. Ólafur vísar þessari gagnrýni á bug. „Gamli kennaraskólinn var upp- færður af Alþingi árið 1971,“ segir Ólafur. „Síðan er liðinn aldarþriðj- ungur. Ég veit ekki til þess að Jón Baldvin hafi kynnt sér starfsemi skólans í dag. Ég held að hann viti ekki hvað er að gerast hjá okkur eða hvað hafi verið gerast undan- farna áratugi.“ Varðandi laka vísinda- og stærð- fræðimenntun kennara segir Ólaf- ur hana hafa breyst. „Við erum alltaf að reyna að efla þessa kennslu. Stærðfræði og raun- greinar hafa verið veikar í samfé- laginu og það þarf auðvitað að skoða og við höfum gert það. Ég tek undir það að þetta mætti vera miklu öflugra en að það sé Kenn- araháskólanum eða kennaramennt- uninni um að kenna – ég samþykki það ekki. Jón Baldvin gagnrýnir að fólk sem fer erlendis í skóla fái ekki kennararéttindi hér. Hann segir það gert að afgangsfólki og kallað leiðbeinendur því það hafi ekki uppeldisfræði frá háskólanum. „Mér finnst Jón Baldvin svolítið vera að tala eins og hann gerði þeg- ar hann var formaður Félags há- skólakennara fyrir mörgum árum. Ég skil ekki alveg hvað hann á við. Það á alveg það sama við mennta- fólk sem kemur frá útlöndum og fólk sem útskrifast úr háskólum hér. Það fær ekki kennararéttindi nema hafa einhverja innsýn og nám í kennslufræðum. Það er Alþingi sem setti þessar reglur og ég er sammála þeim. Þetta fólk yrði ör- ugglega ágætis kennarar en yrðu örugglega enn þá betri kennarar ef þeir hefðu meiri innsýn og þekk- ingu á því sem þeir eru að gera. trausti@frettabladid.is Pakistanski herinn: Felldi meinta hryðjuverkamenn PAKISTAN, AP Pakistanskir hermenn felldu fjóra og særðu nokkra grunaða hryðjuverkamenn í afskekktu héraði í Pakistan. Talsmaður hersins segir hina grunuðu hafa verið útlendinga en vill ekki gefa upp af hvaða þjóðerni. Herinn fékk vísbendingu um að mennirnir héldu til í héraðinu sem er skammt frá landamærum Afganistan. Þá gerði herinn nokkrar sprengju- vörpur og önnur skotfæri upptæk. Pakistanar hafa komið þúsundum hermanna fyrir við landamæri sín til að hindra erlenda skæruliða í að komast inn í landið. Talið er hugsan- legt að Osama bin Laden og fylgis- menn hans leynist í afskekktu héraði í Pakistan. ■ VÍGSLU MINNINGARREITS FRESTAÐ Þar sem seinlega gekk að fá efni í nýjan kross erlendis frá sem prýða á reit til minningar þeirra sem létust í snjóflóðinu í Súðavík hefur vígslu hans verið frestað fram á næsta vor. Vígslan átti að fara fram á laugardaginn. Þetta kemur fram á vef sveit- arfélagsins. ■ SÚÐAVÍK KARZAI Í PAKISTAN Utanríkisráðherra Pakistans tekur á móti Karzai við komuna þangað. Forseti Afganistans: Í heimsókn í Pakistan PAKISTAN, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hitti Pervez Mus- harraf, forseta Pakistans, og ræddi við hann um efnahagssamvinnu og baráttuna gegn hryðjuverkum. Leiðtogarnir hittust á klukku- stundarlöngum fundi og var þátt- taka Pakistana í uppbyggingarstarfi í Afganistan meðal þess sem kom til tals. Karzai mun funda frekar með forsætisráðherra Pakistans og öðr- um stjórnmálamönnum í dag. Bæði ríkin léku lykilhlutverk í stuðningi sínum við Bandaríkin og stríðinu gegn hryðjuverkum. Búist er við að pakistönsk yfir- völd fari fram á á fundi með Karzai að 400 pakistönskum föngum í af- gönskum fangelsum verði sleppt. ■ Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR Forseti Tékklands: Synjaði lög- um um framsalsrétt PRAG, AP Vaclav Klaus, forseti Tékk- lands, synjaði staðfestingar lögum um framsalsrétt á föngum innan Evrópusambandsins og sagði þau stangast á við stjórnarskrá lands- ins. Þar segir að ekki megi fram- selja tékkneska borgara til annarra ríkja. Einfaldan meirihluta neðri deild- ar tékkneska þingsins þarf til að hnekkja ákvörðun forsetans en stjórnarflokkurinn er aðeins með eins sætis meirihluta í neðri deild- inni. Klaus lýsti einnig áhyggjum sín- um yfir því að lögin yrðu hugsan- lega til þess að Tékkar yrðu hand- teknir fyrir eitthvað sem væri lög- legt innan Tékklands en ólöglegt í Evrópusambandinu. ■ Stækkun sjúkrahússins í Neskaupstað: Tilboð auglýst ÚTBOÐ Ætlunin er að byggja nýja 305 fermetra viðbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað og endurinnrétta það gamla og hefur Ríkiskaup aug- lýst eftir tilboðum vegna þessa fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins. Verkinu skal vera lokið í apríl árið 2006 og verður þá sjúkrahúsið alls rúmlega 1300 fermetrar að grunnfleti og lóð öll frágengin. ■ Verslunarmannafélag Reykjavíkur: Innheimtu- málum fækkar ATVINNUMÁL Innheimtumálum hjá kjaramáladeild Verslunar- mannafélags Reykjavíkur fækkaði um 30 prósent fyrstu sex mánuði þessa árs. Telur formaður félagsins þetta ánægjulegt og geta bent til þess að góðærið sé að skila sér til félagsmanna þrátt fyrir að tölur um atvinnuleysi séu óbreyttar milli áranna 2003 og 2004. Að meðaltali hafa 600 mál komið til kasta kjaramáladeild- ar VR hin síðari ár en eru nú aðeins 422 talsins. ■ OFFITAN HÆTTULEG Hjartasjúkdómar og sykursýki eru nátengd offitu en nú er komið í ljós að hún getur aukið verulega hættuna á krabbameini. MÁL TIL MEÐFERÐAR:* 1999 265 mál 2000 344 mál 2001 614 mál 2002 581 mál 2003 608 mál 2004 422 mál * fyrstu sex mánuði hvers árs ÓLAFUR PROPPÉ REKTOR KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS Ólafur segist taka undir það að stærðfræði og raungreinar séu veikar í samfélaginu. Hann samþykkir hins vegar ekki að ástæðan fyrir því sé léleg menntun íslenskra kennara. M YN D A P JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Jón Baldvin segir Kennaraháskólann hafa verið með einu pennastriki gerður að há- skóla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.