Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 2
2 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Nýr Korpuskóli verður tilbúinn næsta haust: Til greina kemur að selja Korpúlfsstaði FRAMKVÆMDIR Þegar nýr Korpuskóli tekur til starfa losnar um pláss á Korpúlfsstöðum þar sem skólinn hefur verið með starfsemi sína. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að ekkert hafi verið rætt um það innan borgar- stjórnar hvað verði gert við Korp- úlfsstaði. Menn hljóti að skoða þann möguleika að selja húsið ef gott verð fáist fyrir það. „Ég vil taka það fram að það hef- ur ekkert verið ákveðið en mér finnst það íhugunarefni að skoða þann möguleika að selja húsið,“ segir Stefán Jón. „Golfklúbbur Reykjavíkur, sem er með aðsetur í öðrum enda hússins, er með ára- tuga leigusamning við borgina. Ef menn sjá eitthvað stórbrotið fyrir sér þá hlýtur að vera hægt að losa um þann samning í samkomulagi við klúbbinn. Ég sé til dæmis fyrir mér að þarna geti verið hótel með aðgang að golfvellinum og lax- veiðiá. Þetta er náttúrlega bara hugmynd en á næstunni munum við ræða þetta mál.“ Framkvæmdir við nýjan skóla, sem ráðgert er að kosti um 400 milljónir króna, eru þegar hafnar. Stefán Jón segir að hönnun og hug- myndafræði nýja skólans hafi verið unnin í samkomulagi við íbúana í hverfinu. Borgin muni í auknum mæli hafa slíkt samráð í framtíð- inni. Leikskóli verður sambyggður grunnskólanum. ■ STJÓRNMÁL „Framsóknarkonur vilja fljótlega sjá breytingu í æðstu stöðum flokksins verði hlutur kvenna fyrir borð borinn,“ segir Una María Óskarsdóttir, for- maður Landssambands framsókn- arkvenna: „Það skiptir máli að fleiri konur innan flokksins verði ráðherrar.“ Rúmlega 130 framsóknarmenn mættu á fund Landssambandsins til að mótmæla bakslagi í jafnrétt- ismálum flokksins. Framsókna- konur segjast hafa sofið á verðin- um þegar ákveðið var að Siv Frið- leifsdóttir stigi úr stóli umhverf- isráðherra. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi, opnaði fund fram- sóknarkvenna með baráttu- ávarpi. Hún sagði formann, vara- formann og ritara flokksins skipa f o r y s t u s v e i t F r a m s ó k n a r - flokksins. „Við látum ekki strákshvolpa lít- ilsvirða Fram- sóknarflokkinn og störf okkar. Né látum við þá vanvirða stefnumálefni flokksins og grafa þannig undan fylgi flokksins.“ Sigrún blés á orð Guðjóns Ólafs Jónssonar, vara- þingmann flokksins, sem sagði í pistli á vefriti óánægju kvenna stafa af litlum frama þeirra inn- an flokksins. Hann hafi sjálfur leitað eftir framgangi sér til handar í þremur kjördæmum. Í ályktun fundarins segir með- al annars að framsóknarkonur sætti sig ekki við annað en að vera metnar að verðleikum og að hafa sömu möguleika og karlar til áhrifa og valda innan flokksins og úti í þjóðfélaginu. Framsóknarkonur sem Frétta- blaðið ræddi við horfa margar til fyrirhugaðra breytinga í ráð- herraliði Halldórs Ásgrímssonar á kjörtímabilinu. Magnús Stefáns- son, þingmaður sem á aðild í jafn- réttisnefnd flokksins, og Valgerð- ur Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segja ekkert lof- orð liggja fyrir um að sú breyting verði konu til framdráttar. Of snemmt sé að spá um slíkt. Haukur Logi Karlsson, formað- ur Sambands ungra framsóknar- manna, segir mikla óánægju inn- an flokksins undanfarna daga hafa endurspeglast á fundinum: „Nú er það forystunnar og flokks- ins að bregðast við þessari ó- ánægju.“ gag@frettabladid.is FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN AÐ NÝJUM SKÓLA Í GRAFARVOGI Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, fékk hjálp frá tveimur nemendum Korpuskóla við að taka fyrstu skóflustunguna að skólanum. Öskjuhlíðarskóli: Dagvist fatl- aðra tryggð SKÓLAMÁL „Það er rétt að félags- málaráðherra tjáði mér að ráðu- neytið hyggðist greiða það sem á vantar,“ segir Gerður Árnadóttir, formaður foreldra- og styrktarfé- lags Öskjuhlíðarskóla. Samþykkt var í borgarráði í gær að greiða 10,5 milljónir króna til að standa undir helmingi þess kostnaðar sem dagvistun fatlaðra barna í skólanum kostar en áætlað var að heildarkostnaður yrði um 21 milljón króna. Gerður segir þungu fargi af sér og öðrum foreldrum létt. „Þetta hefði mátt koma fyrr en nú er altént hægt að hefja skipulagn- ingu starfsins í vetur og það er vel.“ ■ ■ ÍRAK ■ ÍRAK ,,Við látum ekki stráks- hvolpa lít- ilsvirða Framsókn- arflokkinn. „Alveg sérstakrar.“ Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsókn- arflokksins, segir Siv Friðleifsdóttur ekki hafa notið nægilegs trausts innan flokksins og að Landssam- band framsóknarkvenna hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra og reynt að skaða stöðu hans. SPURNING DAGSINS Guðjón, nýturðu kvenhylli? JOHN KERRY Segir Rumsfeld hafa skapað skilyrði sem ýttu undir misþyrmingar. Kerry krefst afsagnar Rumsfelds: Ábyrgur fyr- ir pyntingum í Írak BANDARÍKIN, AP John Kerry, for- setaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, krefst afsagnar Donalds Rumsfeld varnarmála- ráðherra og að Bush Bandaríkja- forseti skipi sjálfstæðan hóp til að skipuleggja umbótastarf á öllum sviðum í fangelsum hersins í Írak. Kerry segir að þeir sem eru neðst settir beri ekki einir ábyrgð á misþyrmingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu, heldur hvíli ábyrgðin einnig á herðum varnar- málaráðherrans. Kerry segir Rumsfeld hafa skapað skilyrði sem stuðluðu að pyntingum fanga í Írak. ■ RÚSSLAND, AP Tvær rússneskar far- þegaflugvélar hröpuðu nánast samtímis í áætlunarflugi með þeim afleiðingum að allir sem voru um borð, alls 89 manns, létu lífið. Grunur lék á að um hryðju- verk væri að ræða til að byrja með en rússnesk yfirvöld segja að eftir fyrstu skoðun á flökunum bendi ekkert til þess að svo sé. Yfirvöld sendu frá sér tilkynn- ingu skömmu eftir að vélarnar hröpuðu þar sem greint var frá neyðarkalli úr annarri vélinni, sem benti hugsanlega til að henni hefði verið rænt. Yfirvöld rann- saka líka hvort slysin megi rekja til tæknilegra örðugleika, lélegs eldsneytis eða mistaka flug- manna. Þótt ekkert hafi bent til hryðju- verka við frumrannsókn hefur það þó ekki verið útilokað sem valdur að slysinu. Vélarnar lögðu af stað frá sama flugvelli á þriðjudagskvöld með 40 mínútna millibili, önnur með 46 manns innanborðs en hin með 43. Þær hurfu báðar af ratsjá um ellefuleytið á þriðjudagskvöld og flak vélanna fannst á miðviku- dagsmorgun. ■ VIÐ SLYSSTAÐ Rannsókn stendur yfir á slysunum og hefur hryðjuverk ekki verið útilokað. Rússneskar farþegaflugvélar: Hröpuðu nánast samtímis ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI Náðst hefur að afla þess fjár sem til þarf til að standa undir dagvistun fatlaðra barna í skólanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /R Ó B ER T R EY N IS SO N SPRENGJUÁRÁS Á PÓLSKA SENDIRÁÐIÐ Tveimur sprengjum var skotið að pólska sendiráðinu í Írak í gær. Að sögn talsmanna sendiráðsins slasaðist enginn í sprengjuárásinni og þær ullu ekki miklum skemmdum þar sem þær hittu ekki byggingu sendi- ráðsins sjálfs. MÁGI VARNARMÁLARÁÐHERRA ÍRAKS RÆNT Skæruliðar í Írak segjast hafa rænt mági varnar- málaráðherra landsins. Þeir krefjast þess að bandarískar og íraskar hersveitir láti af árásum sínum á stuðningsmenn al Sadr í Najaf. TVEIR SJÍAMÚSLIMAR DREPNIR Skotið var á hóp stuðningsmanna sjíaklerksins Muqtada al Sadr í friðsamlegum mótmælum við Najaf. Tveir létust og fimm særðust í skotárásinni. Ekki er vitað hver skaut að hópnum en vitni fullyrða að skotin hafi kom- ið frá varðstöð íraska þjóðvarð- liðsins. Erindreki SÞ í Súdan: Stjórnvöld beita sér ekki SÚDAN, AP Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Súdan segir að litlu hafi miðað undanfarna daga við að tryggja öryggi borgara og af- vopna vígasveitir araba sem herja á svarta íbúa Darfur-hér- aðs. Súdönsk yfirvöld fengu mán- aðarfrest sem rennur út 30. ágúst til að binda enda á átökin í Darf- ur-héraði. Súdönsk stjórnvöld hafa að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna ekki útvegað lista með nöfn- um þeirra sem grunaðir eru um ofbeldisverk gagnvart svörtum íbúum. Þeir segjast heldur ekki hafa orðið varir við að stjórnvöld hafi lagt sig fram við að afvopna vígasveitir. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Á FUNDI FRAMSÓKNARKVENNA Sigrún Magnúsdóttir mælir hér á fundi Landssambands framsóknarkvenna. Hún sagði framsóknarkonur ekki láta strákhvolpa lítilsvirða flokkinn og störf hans. Framsóknarkonur sváfu á verðinum Flokksvakning meðal kvenna er niðurstaða fundar framsóknarkvenna. Vilja sjá fleiri konur sem ráðherra og bíða ákvörðunar Halldórs um breytingar í ríkisstjórninni. Ekki hefur verið lofað að kona fái stól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.