Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 52
Nú í sumar kom út myndkort (gert á grunn loftmyndar) á vegum Loft- mynda ehf. af „Reykjanesi“ í mæli- kvarðanum 1:50 000 og var því dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum og er jafnframt til sölu. Kortið var sam- vinnuverkefni fyrirtækisins og Ferðamálasamtaka Suðurnesja og styrkt af þremur bæjarfélögum á Suðurnesjum svo og Hitaveitu Suð- urnesja. Kortið ber heitið Reykjanes sem er rangt því það spannar allan Reykjanesskagann en ekki bara syðsta oddann sem heitir Reykjanes. Skrýtið að fólk í Ferðamálanefnd Suðurnesja viti ekki hvað landsvæðið heitir sem það býr á. Við fyrstu yfirferð sá ég svo margar villur á kortinu að ég verð að gera athugasemdir þó ekki væri nema í þágu landsins (örnefna og sögu). Rangt tákn Prófarkalestur er lélegur því víða sjást villur. Í skýringum er t.d. ákveðið tákn (koppur á hvolfi) notað yfir áhugaverða hella en það tákn er líka notað yfir áhugaverða staði, t.d. vatnsstæði og landamerkjahóla. Fljótlega sést þó að táknið yfir áhugaverða staði á að vera kassi með tölum. Svigar eru notaðir ómarkvisst en eiga að vera utan um eyðibýli og húsatóftir samkvæmt skýringum. Litla-Eldborg (gígur) undir Geitahlíð er t.d. innan sviga en Stóra-Eldborg á sama stað ekki. Við eða í Litlu-Eld- borg hefur aldrei verið bær svo vitað sé og er sviganotkunin því óskiljan- leg. Samkvæmt hefðinni eiga örnefni að skrifast hægra megin við staðinn sem vísað er til ef tök eru á en þeirri hefð er ekki fylgt á kortinu. Ferðafélag Íslands og Útivist eru með „skótákn“ sem mælikvarða á erfiði göngu, ýmist einn, tvo eða þrjá skó. Hér er brotin sú regla og einn skór er settur á gönguferðir allt upp í 22 km (7-8 klst.) og að hluta um fjalllendi. Aðeins ein gönguleið á kortinu fær tvo skó en það er Reykjavegurinn sem er 114 km. Pappírinn í kortinu er lélegur og far- inn að rifna í brotunum strax við fyrstu skoðun. Litlar líkur eru á því að það þoli hnjask í bakpoka eða handfjötlun undir berum himni. Hitt er líka slæmt að eldra fólk á erfitt með að nýta sér það nema með stækkunargleri því litir falla svo saman. Kolbeinsvarða horfin Athugasemdirnar hér á eftir bein- ast einkum að fæðingarhreppi mínum, Vatnsleysustrandarhreppi: Kolbeinsvarða á mörkum Njarðvíkur og Voga er ekki til lengur. Hún hefur líklega verið tekin í vegagerð eða einhver mannvirki tengd hernum á sínum tíma. Stóra varðan sem nú stendur þarna aðeins austan við Ytri- skoru heitir Brúnavarða og er mið af sjó þegar fiskur er sóttur út á Brún í Stakksfirði. Mörguvörður (Tyrkja- vörður) á Vogastapa eru ekki settar inn en við þær er elsta gatan um Stapann mjög greinileg en hún tengdist t.d. Sandakraleið (leið 13) austan úr sveitum og lá suður á nes, fyrrum Rosmhvalanes. Hólmabúð, Stapabúð og Brekka (tættur undir Vogastapa) eru ekki settar innan sviga sem algilt er ef um eyðibýli er að ræða. Á kortinu er útilokað að sjá út hvar þessi eyðibýli eru staðsett og svo virðist sem þau hafi staðið á svæðinu milli Vogastapa og Krist- jánstanga sem er rangt, þau stóðu öll fast undir Vogastapa. Einn hvítur kross er settur þarna undir Stapann þar sem Kerlingarbúðir eru en það örnefni ekki sett inn. Engir krossar eru þar sem hinar „búðirnar“ fyrst- nefndu eru þó þær séu skráðar á kortið. Reiðskarð er sett á rangan stað eða meðfram Gamla Keflavíkur- veginum frá Vogum upp Stapann en ætti að vera við upphaf Stapagötunn- ar (leið 11) frá Vogum. Örnefnið Arn- arhleif í Skógfellahrauni, suður af Snorrastaðatjörnum, hef ég aldrei séð fyrr á prenti né heyrt um. Ör- nefnið Hálfnunarhóll er allsendis óvíst hvar er þó heimildir segi hann vera „ . . . mitt á milli Skógfella . . . og er þar talið hálfnað til Voga frá Þór- kötlustöðum . . . “. Á kortinu er hann settur rétt sunnan við Litla-Skógfell og má ætla að mælistika hafi verið notuð á kortið til þess að staðsetja hann, sem er auðvitað út í hött. Menn fyrrum notuðu ekki mælistikur heldur ákvörðuðu vega- lengdir miðað við þann tíma sem tók þá að fara um ákveðið landslag. Sandakravegur (leið 14) sem er forn skreiðarleið og þjóðleið að austan kom miklu norðar inn á Skógfella- leiðina heldur en sýnt er og er það miður því mjög erfitt hefur verið að koma þessari leið réttri inn á kort eins og hún er þó merkileg. Dalsels- stígur er spánnýtt og óæskilegt ör- nefni. Enginn veit hvort selstaðan í Dalseli hafi verið frá Járngerðar- stöðum eða Stóru-Vogum og því frá- leitt að búa til selstíg úr Vogum í Dalsel eins og gert er á kortinu. Ör- nefnið Vogar er skráð tvisvar, fyrst með stórum stöfum sem táknar bæ eða þorp og svo aftur með litlum stöfum hægra megin við Minni-Voga og virðist vera nafn á býli. Lengi vel skiptust Vogarnir í tvær megin- jarðir, Stóru- og Minni-Voga, og á kortinu eru Stóru-Vogar (nú eyði- býli) settir á rangan stað. Almenn- ingsvegurinn (leið 14) ofan við Brunnastaðahverfið er settur drjúg- um neðan við Presthóla en liggur á milli þeirra. Lyngborg (rústir af fjárborg) í Strandarheiðinni er glænýtt örnefni sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Um er að ræða grjót- hrúgu á sléttlendi sem eingöngu þjálfaðir „landlesarar“ geta áttað sig á að hafi verið fyrrum fjárborg. Engar heimildir um aldur Staðarborgar Vel uppistandandi og augljósar fjárborgir í Vatnsleysustrandar- hr.landi eins og Pétursborg og Hringurinn eru ekki nefndar á kort- inu en „Lyngborg“ er sett inn. Lyng- hóll er þekkt örnefni ofan við grjót- hrúguna og því hefur útgáfuaðila fundist hentugt að nefna hrúguna Lyngborg! Hlöðunes er nefnt Hlöðversnes en á síðustu öldum hefur bærinn (eyðibýlið) verið kall- að Hlöðunes og er svo t.d. í Jarða- bókinni 1703. Minna-Knarrarnes heitir að sjálfsögðu svo en ekki Litla-Knarrarnes eins og sagt er á kortinu. Breiðagerði er ekki á kort- inu þó svo að það hafi verið merki- leg jörð (býli) á sínum tíma en aftur á móti er Breiðagerðisvíkin utan við tíunduð. Sagt er að Staðarborgin (28) sé „Hringlaga fjárborg frá 10. öld.“ Engar heimildir eru til um ald- ur borgarinnar og enginn fræðimað- ur hefur sett á prent ágiskun þar að lútandi. Þórustaðastígurinn (leið 15) á ekki upphaf þar sem sagt er held- ur nokkru sunnar, ca við nyrðri landamerki samnefndrar jarðar. Hann liggur ekki framhjá Staðar- borginni og ekki svona langt til n-a frá Keili heldur meðfram Hrafna- fellinu. Þórustaðastígurinn virðist, því miður, hafa verið rissaður handahófskennt inn á kortið. Hrafnafellið við Keili er ekki á kort- inu heldur eru hnjúkarnir þrír (þar með Hrafnafellið) kallaðir Keilis- börn sem er nýrri tíma örnefni og ekki frá heimamönnum komið. Hrafnafellið er nefnt í gömlum landamerkjalýsingum og ber að virða sem gilt örnefni á kortum. Við Flekkuvík er golfvallarmerki en golfvöllur hreppsins er ekki þar heldur við Kálfatjörn. Hvassa- hraunskatlar (gervigígar) heita Strokkamelur og er orðið tímabært að það örnefni heimamanna taki sess á kortum. Fyrra örnefnið er lík- lega komið frá jarðfræðingum. Tvö Lambafell eru sett niður norðan Trölladyngju með nokkru millibili. Það syðra er nokkurn veginn á rétt- um stað en hitt sem sett er við Eini- hlíðar sunnanverðar er ekki til en þar er „hellismerki“ samkvæmt skýringum = athyglisverður staður. Þetta merki á líklega að vera við syðra Lambafellið en þar er Lamba- fellsgjáin, merkilegt náttúrufyrir- bæri. Skorás á mörkum Hvassa- hrauns og Lónakots er á röngum stað, á að vera fast sunnan við Lóna- kotssel og þar er Skorásvarða á mörkum. Hér að framan hefur aðeins ver- ið drepið á galla sem sáust við fyrstu skoðun. Á bakhlið mynd- kortsins segir: „Nákvæmni mynd- kortsins er mikil og því hentar það sérstaklega vel til að rata eftir á göngu.“ Eitthvað má nú draga nákvæmni þess í efa samkvæmt ofanrituðu. ■ 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR24 Nýtt landakort af Reykjanesskaga Við fyrstu yfirferð sá ég svo margar villur á kortinu að ég verð að gera athugasemdir þó ekki væri nema í þágu landsins (örnefna og sögu). ,, Jafnræði til íbúðalána Það er vissulega fagnaðarefni að KB banki skuli nú bjóða íbúðar- kaupendum og íbúðareigendum lán á hagstæðari vöxtum en ver- ið hefur, þ.e. á 4,4% vöxtum. Ekki kemur á óvart að aðrir bankar fylgi hér í kjölfarið. Sá sem þetta ritar er þeirrar skoð- unar að vextir af íbúðalánum hafi verið allt of háir. Bæði Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir hafa reiknað sér óhóflega háa vexti af íbúðalánum. Þeir hafa nánast stundað okurstarfsemi þegar litið er til þess að lánin eru verðtryggð og veðin eru í varan- legustu verðmætum þjóðarinnar, íbúðarhúsnæðinu. Enda eru það íbúðarhúsin sem bankarnir vilja ná í og tryggja veð sín. Lán Íbúðalánasjóðs hafa auk þess verið með ríkisábyrgð og því enn síður ástæða til hárra vaxta. Vaxtastefna lífeyrissjóð- anna hefur einungis verið sú að vera ávallt a.m.k. 0,5% yfir vöxt- um Íbúðalánasjóðs. Hafa lífeyr- issjóðirnir í krafti þess rakað að sér fjármagni langt umfram það sem eðlilegt er af þessari þjón- ustu. Vextir af slíkum lánum ættu ekki að þurfa að vera yfir 3%. Niðurboð bankanna eru því eðlileg og fagnaðarefni ef þau væru gerð á jafnræðisgrunni, en svo er því miður ekki. Hitt er svo alvarlegra mál að KB banki ríður nú formlega á vaðið með því að bjóða mismun- andi lánakjör eftir búsetu. Til þessa hefur mismunun eftir bú- setu verið meir óopinberar vinnureglur en eru nú kynntar grímulaust. 80% lán af verðmati íbúðar á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri en einungis 60% af verðmati íbúða annars staðar á landinu er tilboð bankanna. Inn- lent fjármagn KB banka fyrrum Búnaðarbanka er ekki síður komið frá íbúum hinna dreifðu byggða og innlend umsvif hans í dag eru ekki síður þar. Hvað segja nú viðskiptavinir gamla Búnaðarbankans á Sauðárkróki sem lögðu Sparisjóð Sauðár- króks inn í hann á sínum tíma og gerðu bankann hér í Skagafirði að einu öflugusta útibúinu? Nú eru Skagfirðingar formlega lýst- ir annarsflokks fólk í augum þess sama banka. Það verður félegt fyrir for- svarsmenn KB banka og Lands- banka hér í Skagafirði að skella þessu köldu framan í viðskipta- vini sína. Við íbúar Skagafjarðar og landsmenn allir hljótum að mót- mæla þessari grófu mismunun sem hér er höfð í frammi og krefjast leiðréttingar. Við erum ein þjóð í þessu landi. Bankarnir starfa samkvæmt lögum. Í 65. gr. stjórnarskrárinnar stendur: „All- ir skulu jafnir fyrir lögum.“ Að koma sér upp þaki yfir höfuðið er ein af okkar grunnþörfum og þar hefur Íbúðalánasjóður mikil- vægu hlutverki að gegna með því að veita lán á samfélagslegum grunni. Þar hefur jafnræðis verið gætt þó vextir hafi vissu- lega verið of háir. Það er ánægju- legt að fleiri vilji bjóða íbúða- kaupendum þjónustu sína með hagstæðum lánum en það verður að gerast á jafnræðisgrunni. Þessi mismunun bankanna sem þeir núna boða er að mínu mati brot á jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar og bankarnir mega ekki komast upp með þessa óhæfu gagnvart þjóðinni. Ef um þrýtur er það krafa á stjórnvöld að gæta þess að landsmenn séu hér jafnir fyrir lögum. Höfundur situr í sveitarstjórn fyrir Vinstri græna í Skagafirði. ■ UMRÆÐAN LANDAKORT AF REYKJANESI SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR MOSFELLSBÆ BYLTING Á LÁNAMARKAÐI Stjórnendur KB banka kynna nýju íbúðalánin. Lánakjörin verða mismunandi eftir búsetusvæði. BJARNI JÓNSSON SVEITARSTJÓRNARMAÐUR UMRÆÐAN ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Hitt er svo alvar- legra mál að KB banki ríður nú formlega á vaðið með því að bjóða mismunandi lánakjör eftir búsetu. Til þessa hefur mis- munun eftir búsetu verið meir óopinberar vinnureglur en eru nú kynntar grímu- laust. ,, Hagvöxtur og veðurblíðan Nýlega unnu Íslendingar sigur á Slóven- um í handbolta í Aþenu. Ekki hvarflaði að okkur annað en að við gætum sigrað Slóveníu; spurningin var bara hvort það tækist í þetta sinn. Ekki leiddum við hugann að því að þarna væri við mun fjölmennari þjóð að etja. Bandarískur gestaprófessor við Háskól- ann í Reykjavík var nýlega að velta fyrir sér því sem væri líkt og ólíkt með Ís- landi og Bandaríkjunum. Hann nefndi meðal annars að fólksfjöldi á Íslandi væri einn þúsundasti af fólksfjölda Bandaríkjanna. Á hinn bóginn væri landsframleiðsla á mann mjög svipuð í löndunum tveimur eða um 30 þúsund dalir á Íslandi samanborið við ríflega 36 þúsund dali í Bandaríkjunum í fyrra. Íslendingar sjá almennt ekki smæð þjóðarinnar sem vandamál. Ýmis fyrir- tæki hafa á síðustu misserum sótt mjög á á alþjóðamarkaði. Það hvarflar ekki að okkur að þangað ættum við ef til vill ekki erindi. Stórhugann má meðal annars sjá í útrás bankanna og Baugsmanna. Minnimáttarkennd vegna smæðar hefur sjaldan háð Ís- lendingum. Fjöldi íbúa í Slóveníu er 2 milljónir. Slóvenía var hluti af gömlu Júgóslavíu áður en hún hlaut sjálfstæði árið 1991. Um er að ræða vestasta hluta gömlu Júgóslavíu sem ávallt hefur haft mikil viðskipti við nágrannaríkin, Austurríki og Ítalíu. Íbúar Slóveníu eru framsýnir og sem dæmi má nefna að þar var stofnaður viðskiptaháskóli árið 1986, nokkru áður en járntjaldið féll. Efnahagsástandið í Slóveníu er nú til- tölulega gott. Hagvöxtur nam 2,3% á síðasta ári. Landsframleiðsla á mann er reyndar töluvert minni en á Íslandi og í Bandaríkjunum, eða ríflega 18 þúsund dalir á mann. Þetta er aftur á móti hærri landsframleiðsla á mann en í flestum öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Atvinnuleysi er 6,7%. Á þessu ári er spáð 3,6% hagvexti í Slóveníu miðað við 4,3% á Íslandi. Þá gekk Slóvenía í Evrópusambandið fyrr á þessu ári. Ég fór til Slóveníu fyrr í sumar og naut þar gestrisni innfæddra, auk þess að njóta hinnar gífurlega fallegu náttúru landsins. Ég sá framsýna menntaða þjóð í fallegu landi þar sem möguleik- arnir væru óþrjótandi. Frá Slóvenum heyrðist hins vegar oftar en ekki: Já, en við erum svo smá þjóð. Ég velti því fyrir mér hvort það væri stórhugur Íslend- inga sem hefði umfram annað fleytt okkur svo langt í efnahagsmálum. Ætli við gætum gert þetta viðhorf að út- flutningsvöru? ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR Ég velti því fyrir mér hvort það væri stór- hugur Íslendinga sem hefði umfram annað fleytt okkur svo langt í efnahagsmálum. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.