Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 70
Sjaldheyrð snilld Það er einvalalið sem æfir nú nýtt leikverk í Hafnarfjarðarleikhús- inu. María Ellingsen fer þar í broddi fylkingar með verkið Úlf- hamssögu sem sýnt verður í nýjum húsakynnum Hafnar- fjarðarleikhússins. María Elling- sen, Gréta María Bergsdóttir, Andri Snær Magnason og Snorri Freyr Hilmarsson skrifuðu leik- gerðina að verkinu en það byggist á samnefndri íslenskri fornaldar- sögu sem hefur varðveist í rímum frá 14. öld. Úlfhamssaga er ævin- týri sem fjallar um mannlega náttúru og kemur leikgerðin með- al annars inn á ástina, valdabar- áttu og blóðug átök milli kynslóða. Leikstjórinn María hefur svo lagt drög að sýningunni í sam- vinnu við færeysku söngkonuna Eivöru Pálsdóttur, leikmynda- hönnuðinn Snorra Frey Hilmars- syni og tilraunadansarann Rejo Kela frá Finnlandi. Tíu leikarar fara með hlutverk í sýningunni. Það eru þau Ragn- heiður Steindórsdóttir, Kristján Franklín, Álfrún Örnólfsdóttir, Lára Sveinsdóttir, Jón Páll Eyj- ólfsson, Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson, Jón Ingi Hákonarson, Esther Talía Casey, Ásta Sighvats Ólafsdóttir og Sigurður Eyberg. Aðrir listrænir stjórnendur eru Helga I. Stefánsdóttir búninga- hönnuður, Ásta Hafþórsdóttir gervahönnuður og Björn B. Guð- mundsson ljósahönnuður. Það er leikfélagið Annað svið sem setur verkið upp en meðal fyrri sýninga leikfélagsins eru Salka, ástarsaga sem sýnd var í Hafnar- fjarðarleikhúsinu árið 1999 og Svanurinn, sem sýndur var í Borg- arleikhúsinu árið 1996. ■ María Ellingsen kemur Úlfhamssögu á svið FRÍÐUR FLOKKUR Æfir nú verkið, Úlfhamssaga, undir stjórn Maríu Ellingsen. 42 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ... fá aðstandendur bandarískra „indí“ bíódaga fyrir að lífga upp á bíósumarið með athyglisverð- um myndum. HRÓSIÐ Söngleikurinn Harlem Sophist- icate hefur gengið fyrir fullum Loftkastala að undanförnu en bandaríski leikstjórinn Seth Sharp átti frumkvæðið að upp- setningunni hér á landi. Í sýning- unni eru þrír bandarískir söngv- arar auk Björgvins Franz Gísla- sonar og Guðrúnar Árnýjar Karls- dóttur sem leika kærustupar í leit að frægð og frama innan leikhús- bransa Harlems. Skemmtunin byggir á lögum Duke Ellington úr hinum og þessum söngleikjum en Sigurður Flosason sér um tónlist- arstjórn. Djass, blús, rokk og hipphopp er matreitt í bland við fíflagang, húmor og hjartnæma sögu. Leikstjórinn Sharp nýtir sér reynslu sína úr leiklistardeild Yale-háskólans í verkinu og sýnir áhorfendum allar hliðar þess að vera ungur leikari; öfund, gleði og baráttu um draumahlutverkin. Ekki er aðeins reynsla leikstjór- ans opinberuð í þessari kraft- miklu tónlistarveislu. Þau Keny- atta Herring, Toscha Comeaux og Khalid Rivera koma víðs vegar að frá Bandaríkjunum og hafa alist upp í leikhúsum og sjónvarpi frá blautu barnsbeini. Eftir að hafa sungið fyrir Móður Teresu, Bill Clinton, Diönu Ross, Söruh Fergu- son, Jennifer Lopez og Madonnu er ekki vottur af óöryggi í fari leikaranna við það að koma fram á litla Íslandi. Bandaríkjamennirnir eru af afrískum uppruna og tón- listin, sem hefur verið þýðingar- mikill partur af uppeldi þeirra, er flutt af slíkri innlifun að annað eins er sjaldheyrt á klakanum. Að sögn leikstjórans voru þau Björgvin Franz og Guðrún Árný góður liðsauki í hópinn. „Við mættum beint af flugvellinum á The Doors-tónleika Björgvins á Gauki á Stöng, svona til að sýna honum stuðning. Þeir voru alveg magnaðir þrátt fyrir að krakk- arnir væru gjörsamlega búnir á því eftir langt flug. Okkur geng- ur mjög vel að vinna saman og það er fróðlegt að sjá muninn á vinnuaðferðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Í New York erum við vön því að vinna látlaust í tæpan klukkutíma og taka okkur svo fimm mínútna hlé. Þau Björgvin og Guðrún voru mjög hissa á okkur í byrjun þegar við rukum í pásu í miðjum klíðum.“ Seth Sharp er í sinni sjö- undu Íslandsheimsókn en hann ákvað fyrir nokkrum árum að heimsækja öll lönd sem hæfust á bókstafnum I. „Því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræði- orðabókinni þegar ég var gutti. Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég svo heillaður að ég var staðráðinn í að koma aftur. Loks ákvað ég að setja upp sýn- inguna Ain’t Misbehavin’ í Loft- kastalanum í fyrra til að hafa ástæðu til að dvelja hér í lengri tíma en það var í tengslum við Hinsegin daga. Nú vildi ég setja upp djasssöngleik hér og var ekki lengi að sannfæra krakkana um að koma með mér af stað í þetta ævintýri.“ Harlem Sophisticate er byggð- ur á gróskunni í Bandaríkjunum á öðrum áratug tuttugustu aldar þegar djassinn var að fæðast og afrísk áhrif mótuðu hinar ýmsu tónlistarstefnur. „Elvis var eng- inn frumkvöðull í mjaðmahreyf- ingum, það var búið að gera þetta allt saman áður,“ hlær leikstjór- inn, sem heldur töluðu máli í al- gjöru lágmarki á þessari þéttu skemmtun sem engum ætti að leiðast. Lokasýningar verða á fimmtudag í Loftkastalanum og föstudag á Hótel Borg. thorat@frettabladid.is SÖNGLEIKUR HARLEM SOPHISTICATE ■ Ómissandi skemmtun í Loftkastalanum. HARLEM SOPHISTICATE Söngvararnir koma víðsvegar að frá Bandaríkjunum og hafa alist upp á leiksviði frá blautu barnsbeini. Fyrir miðju er leikstjórinn Seth Sharp sem kom til Íslands því landið byrjaði á I. í dag Bilun hjá Iceland Express Grátandi farþegar fengu róandi Jón Steinar Maður leiksins í fótboltaleik á Litla-Hrauni Kevin Spacey á Kaffi Sólon ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 John McCain. Fimmta sæti. Ólafur Proppé. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Lárétt: 1svöl,5tær, 6ók,7öl,8áma,9 arar, 10dó,12art, 13urt, 15ka,16gauf, 18gæfi. Lóðrétt:1stöndugt, 2væl,3ör, 4skart- aði,6ómark,8ára,11óra,14tug,17fæ. Lárétt: 1 köld, 5 á fæti, 6 keyrði, 7 drykk- ur, 8 tunna, 9 karlfuglar, 10 lést, 12 gott eðli, 13 blóm, 15 íþróttafélag, 16 dund, 18 spaki. Lóðrétt: 1 vel stætt, 2 víl, 3 hvatur, 4 var í fallegum fötum, 6 markleysa, 8 hjúpur, 11 gruna, 14 tíu, 17 hlotnast. LAUSN. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N AÐ MÍNU SKAPI LEIKKONAN ANITA BRIEM Gott að lesa Laxness TÓNLISTIN Þessa dagana er ég að hlusta á Billie Holiday, Sigur Rós, Sheryl Crowe og Johnny Cash. BÓKIN Var að klára bók sem heitir The Only Good Thing that Anyone Has Ever Done eftir Söndru Newman. Frábær bók. Núna er ég að endurlesa Íslandsklukkuna, sem mér finnst stórkostleg. Það er svo gott að lesa íslenskar bókmenntir þegar maður hefur búið mikið í útlöndum. BÍÓMYNDIN Var að horfa á Fahren- heit 9/11 og tók hana rosalega nærri mér. Það er ekkert í hausnum á mér þessa dagana nema George Bush. BORGIN Það hlýtur að vera Barselóna, þar sem ég er núna að leika í bíómynd. Hér er einstaklega fallegur arkitektúr og gaman að kom- ast inn í menninguna og kynnast fólkinu aðeins, þetta er svo allt önn- ur menning. BÚÐIN Mér finnst rosalega gaman á stórmörkuðum og get oft týnt mér í þeim í lengri tíma. Annars held ég mig mikið í burtu frá búðum þessa dagana því ég er að vinna mjög mikið. VERKEFNIÐ Ég er að búa til bíómynd sem heitir The Nun. Ég fer með hlut- verk Eve, sem er sautján ára Amerík- ani sem fer að leita uppi fortíð móð- ur sinnar sem hefur alltaf verið henni hulin. Ég var bara að klára leiklistar- skólann þannig að það er frábært fyr- ir mig að fá tækifæri til að leika í bíó- mynd svona snemma á ferlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.