Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 62
I will be your accident if you will be my ambulance,
and I will be your screech and crash if you will be my crutch and
cast,
and I will be your one more time if you will be my one last chance,
oh fall for me.
– Þessa undarlegu ástarjátningu er að finna í laginu Ambulance af fyrstu plötu TV on the Radio.
34 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR
Í spilaranum hjá ritstjórninni
James Brown: 50th Anniversary Collection, Dirty Mood Booster: Narcoleptic
Dream, TV on the Radio: Desperate Youth, Blood Thirsty Babes, Nina
Nastasia: Dogs, Björk: Medúlla og Cooper Temple Clause: Kick Up the Fire,
And Let the Flames Break Loose.
Slowblow er undarleg hljóm-
sveit um margt. Þrátt fyrir að
hafa verið starfandi frá árinu
1994 heldur hún nær aldrei tón-
leika, aldrei hljómsveitaræfing-
ar og hefur ekki verið neitt sér-
staklega iðin að láta á sér bera
eða við útgáfu. Auk þess hafa
liðsmenn ekki búið í sama land-
inu frá því að fyrsta breiðskífan
kom út. Samt vita tónlistar-
grúskarar af þeim og fylgjast
spenntir með því þegar skjald-
bakan hreyfir sig. Slowblow er
svo sannarlega réttnefni.
Sveitin er dúett þeirra Orra
Jónssonar ljósmyndara og Dags
Kára Péturssonar kvikmynda-
gerðarmanns. Fyrir fæðingu
Slowblow störfuðu þeir saman í
nýbylgjurokksveitinni Rose-
bud. Félagarnir eru sérvitrir
þegar kemur að upptökum og
þverneita að hljóðrita nema á
gamla mátann, á segulband. Þá
er oftast stuðst við frumstæð
upptökutæki sem bjóða mest
upp á 16 hljóðrásir.
Fram til ársins í ár höfðu þeir
aðeins gefið út tveir breiðskífur,
Quicksilver Tuna árið 1994 og
Fousque árið 1996. Báðar plötur
fengu lof gagnrýnenda en svo
var eins og sveitin hefði horfið
af yfirborði jarðar. Gusgus fékk
svo eitt lag sveitarinnar, Is
Jesus Your Pal?, að láni á fyrstu
breiðskífu sinni Polydistortion,
sem kom út hér á landi árið
1996.
Aftur heyrðist svo til hennar
í myndinni Nói Albinói, fyrstu
mynd Dags Kára í fullri lengd, í
fyrra en tónlistin við myndina
skilaði sér ekki í búðir fyrr en á
þessu ári. Aðeins nokkrum
vikum síðar kom svo út þriðja
eiginlega plata Slowblow, sem
ber nafn sveitarinnar. Hún er
þó fyrsta eiginlega breiðskífa
Slowblow sem fær dreifingu í
Bandaríkjunum og Evrópu,
fyrir utan Nóa. Einnig gaf
Smekkleysa nýverið á ný út
tvær fyrstu breiðskífur sveit-
arinnar hér á landi.
„Við vissum það alveg frá
upphafi að okkur langaði aldrei
að reka þetta sem einhverja
hljómsveit,“ útskýrir Orri en
sveitin er nýkomin heim frá
Bandaríkjunum eftir stutt tón-
leikaferðalag með Múm. „Við
erum báðir að gera aðra hluti
líka. Tónlist er eitthvað sem við
getum ekki hætt að gera. Okkur
finnst einmitt fínt að halda
þessu mikið fyrir okkur.“
Orri segir þá félaga hafa
unnið þannig að þeir semji laga-
hugmyndir hvor í sínu lagi sem
þeir svo klári þegar þeir ná að
hittast. Þá loki þeir sig af inni í
skúr og klári lögin saman. Upp-
tökur hefjast svo þegar þeir
„nenna að demba sér í þær“,
eins og hann orðar það sjálfur.
„Núna erum við að gera tón-
listina við nýju myndina hans
Dags. Það er dönsk framleiðsla
sem heitir Voksne mennesker.“
Orri segist búast við því að
eldri breiðskífur Slowblow fái
líka dreifingu fyrir utan land-
steinana innan skamms. Það er
frekar skemmtileg saga hvern-
ig þeir fengu samninginn sinn.
„Við komust í samband við
þýskan gæja sem á Mobile-
fyrirtækið. Hann kom í heim-
sókn hingað til lands og kíkti á
okkur þegar ég var að taka upp
Múm-plötuna síðustu í Galtar-
vitanum. Ég bakaði fyrir hann
pönnukökur og hann samþykkti
að gefa okkur út. Ég mæli með
þeirri leið ef þið eruð í vand-
ræðum, ég myndi gleyma þess-
um demópælingum,“ segir Orri
að lokum.
Sá sjaldgæfi viðburður að
Slowblow haldi tónleika verður
svo að veruleika á laugardag og
sunnudag. Þá heldur sveitin
tónleika í Bæjarbíó í Hafnar-
firði ásamt félögum sínum í
Múm.
biggi@frettabladid.is
Hægt hreyfist Slowblow
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
SLOWBLOW Dúett Dags Kára og Orra hefur verið frjór á árinu og gefið út tvær breiðskífur.
Sveitin heldur svo tónleika ásamt Múm í Bæjarbíó, Hafnarfirði, á laugardag og sunnudag.
The Magnetic Fields: i
„Aðdáendur Belle and Sebastian ættu að falla
kylliflatir fyrir þessari nýju plötu. Hér er varla veik-
an blett að finna og platan rennur í gegn eins og
bjór á föstudagskveldi. Verulega smekkleg plata
sem á líklegast eftir að eldast vel.“
BÖS
The Prodigy: Always Out-
numbered, Never Outgunned
„Á þessari plötu er bara eitt gott lag, Hot Ride þar
sem Juliette Lewis vitnar skemmtilega í Burt
Bacharach, restin hljómar bara eins og Howlett
hafi sótt afgangslög í gamla Prodigy-lagerinn og
skellt þeim á plötu. Ein stærstu vonbrigði ársins,
algjört rúnk.“
BÖS
Isidor: Betty Takes a Ride
„Betty Takes a Ride er skemmtileg plata og ein af
þeim betri sem ég hef heyrt á árinu frá íslenskum
flytjanda. Helstu einkenni eru mikil spilagleði og fjöl-
breytni, þar sem maður veit sjaldnast hvað gerist
næst.“
FB
The Roots: The Tipping Point
„Ég hef lesið nokkra dóma þar sem gagnrýnendur
kvarta sáran yfir því að þetta sé of „poppuð“ plata frá
sveitinni. Ég er ekki einn þeirra, ég elska popp og
svona vil ég hafa góðar poppplötur. Takk fyrir mig.“
BÖS
Animal Collective: Sung
Tongs
„Þrátt fyrir að vera súrari en sítróna er hrein unun
að renna þessari plötu í gegn. Hún getur vissulega
verið erfið áheyrnar á köflum, og maður þarf að
gretta sig einstaka sinnum, en það er vel þess virði.
Það er einkennilegur, en vingjarnlegur andi yfir
henni allri, dálítið eins og að sjá manneskju frosna í
klaka á ströndinni í Nauthólsvík á heitasta degi árs-
ins... eða var það bara enn eitt flassbakkið?“
BÖS
The Album Leaf: In a Safe
Place
„Það er ekkert undarlegt að Sigur Rósar menn hafi
laðast að tónlist Jimmys. Þetta er ambient-elektró-
rokk sem auðveldlega er hægt að líkja við þeirra
eigin tónlist. Þó er öllu léttara yfir The Album Leaf
og lítið um skammdegisdramatík. Eiginlega bara
þvert á móti, því af tónlistinni að dæma hefur
Jimmy greinilega liðið mjög vel hérna.“
BÖS
Singapore Sling: Life Is Kill-
ing My Rock’N’Roll
„Töffararnir í Singapore Sling eru við sama hey-
garðshornið á þessari nýju plötu sinni. Letilegt
eyðimerkurrokkið, vælandi feedback í bakgrunni
og einfaldleikinn; allt er þetta til staðar. Breytingin
er ekki mikil frá því á síðustu plötu og kannski ekki
mikil þörf á því. Hún virkaði nefnilega vel og skap-
aði sveitinni sinn eigin stíl. Það helsta sem var að
þar voru svipaðar lagasmíðarnar sem leiddi til þess
að platan varð þreytandi til lengdar. Sama er uppi
á teningnum hér.“
FB
The Hives: Tyrannosaurus Hives
„The Hives hljóma á nýju plötunni eins og þeir
hljómuðu á fyrri plötunni. Þegar ég tók viðtal við
þá á Hróarskeldu sögðu þeir mér að þeir hefðu
þróað hljóm sinn heilmikið á þessari plötu, en það
er bara ekki satt. The Hives hljóma enn eins og
hópur ofvirkra kaffidrekkandi kórdrengja frá smá-
bæ í Svíþjóð sem trúa því að þeir séu The Ramo-
nes endurfæddir.“
BÖS
Brúðarbandið: Meira!
„Tónlistin er pönk út í gegn með einföldum hljóm-
um og einfaldri úrvinnslu. Enginn snilldar hljóð-
færaleikur, söngur eða eitthvað slíkt heldur meira
reynt að gera hlutina nægilega góða til að þeir
komist til skila og að skilaboðin komist á framfæri.
Þetta er nokkuð skemmtileg plata og augljóst að
Brúðarbandið hefur líka skemmt sér vel.“
FB
ISIDOR Gagnrýnandi Fréttablaðsins segir
frumraun Isidor, Betty takes a ride, vera
eina af betri plötum sem hann hafi heyrt á
árinu frá íslenskum flytjanda.
PLATA VIKUNNAR