Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 129 stk. Keypt & selt 28 stk. Þjónusta 42 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 18 stk. Tómstundir & ferðir 12 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 47 stk. Tilkynningar 2 stk. Nýjar vörur í IKEA BLS. 7 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 26. ágúst, 239. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.53 13.29 21.04 Akureyri 5.30 13.14 20.56 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Brynja Valdís Gísladóttir leikkona. „Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni,“ segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. „Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri.“ Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. „Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall,“ segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vef- síðunni brynjavaldis.com. lilja@frettabladid.is Hið sérstaka í skápnum: Gluggatjöld verða buxur ferdir@frettabladid.is „Tveggja og þriggja skóa ferðir“ eru fram undan hjá Úti- vist, að sögn Lóu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra. Um næstu helgi verður gengið á Bláfell á Biskupstungaafrétti og aðra helgi á Högnhöfða og að Brúarskörð- um í Biskupstungum. Þá helgi 2.- 5. september er líka hraðferð um Laugaveginn og telst það lokaferð sumarsins. Það er göngugarpa- ferð sem endar í Básum og þar verður þá líka hópur á vegum Útivistar í svokallaðri grill og haustlitaferð sem verður þá bú- inn að ganga um svæðið í fylgd góðs fararstjóra og njóta fagurrar náttúru og samveru við ferða- félaga. 3.-5. september er líka jeppaferð í Kerlingafjöll og þaðan verður gengið um fjöllin. Lóa segir góða skapið og nestið ómissandi í allar ferðir og minnir fólk á að klæða sig eftir veðri. Golfpakkaferðir sem Iceland Express og GB ferðir bjóða upp á í haust til Englands hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur og virð- ist nú uppselt í flestar þeirra. Þó er enn ekki úr vegi að reyna að bóka sig á vefinn icelandex- press.is eða hafa samband við Iceland Express í síma 550 0600. Helgarferð til Englands krydduð með toppleik í enska boltanum er kjörin leið til að umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf, er skoðun Harðar Hilmars- sonar, framkvæmdastjóra ÍT ferða í Íþróttamiðstöð- inni Laugardal. Hann segir ferðaskrifstofuna annast allan undirbúning og skipulag slíkra ferða og er að sjálfsögðu að miða sig á næsta keppnis- tímabil. Hann býður upp á ferðir á heimaleiki Man. Utd. á Old Traf- ford í deild, bikar og Evrópu- keppni og einnig verður beint leiguflug til Manchester nokkrum sinnum í vetur. Þá eru til sölu miðar á heimaleiki Bolton, Chel- sea, Liverpool og fleiri félaga. Yfir- leitt verður að kaupa gistingu eða flug og gistingu með miðunum. Nánari upplýsingar er að finna á itferdir.is. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM Lyftarahjólbarðar í úrvali á flestar gerðir lyftara, loftfylltir eða gegnheilir, svartir eða hvítir strikafríir. Vélar og þjónusta, Reykjavík sími 5 800 200. Akureyri sími 461 4040. Fjord skemmtibátur. L. 7,25 m, Br. 2,95 m. Eldhús, WC, Olíukynding, svefnpláss fyrir 4-5, GPS, VHF, dýptarmælir o. m. fl. Vél: VP diesel 260 hp. Glæsilegur bátur í toppstandi. Uppl. í síma 893 6109. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is Brynja Valdís gerði góð kaup á útimarkaði í Brussel þar sem hún fjárfesti í karrígulum buxum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Valdís Harrysdóttir myndlistarmaður gerir fallegar og óvenjulegar skálar úr grænmeti. Þær urðu fréttnæmar þegar Clinton fyrrverandi Banda- ríkjaforseti féll fyrir þeim og fjárfesti í nokkrum slíkum í heimsókn sinni hingað til lands á þriðjudaginn var. „Skálarnar eru unnar úr grænmeti, einkum þó hreðkum og kúrbít. Ég hef verið að búa til pappír úr græn- meti í næstum tíu ár og geri svo ýmsa nytjahluti úr honum. Grænmetið er skorið niður í sneiðar og soðið og litað og síðan er þetta þurrkað og pressað og límt saman. Hljóm- ar eins og mataruppskrift,“ segir Valdís og hlær. Valdís útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrir tíu árum og gerir bæði listaverk og nytja- hluti. Hún telur ekki að innkaup Clintons eigi eftir að skipta sköpum fyrir skálarnar hennar. „Skálarnar verða nú ekk- ert endilega kallaðar Clinton-skálar nema bara núna í nokkra daga en mér finnst þetta allt mjög skondið. Koma hans í Kirsuberjatréð vekur at- hygli og það er gott því hér er margt fallegt til sölu, bæði handverk og listmunir.“ ■ Clinton-skálarnar: Gerðar úr hreðkum og kúrbít Listakonan með skálar eins og þær sem Clinton keypti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.