Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 4
4 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Kæra send til ríkissaksóknara: Kærir lögreglu fyrir að stofna lífi sínu í hættu KÆRA Vélhjólamaður hefur kært lögreglumann í Reykjavík fyrir að hafa stofnað lífi sínu og limum í hættu. Hilmar Ingimundarson, lögmaður vélhjólamannsins, segir lögregluna hafa farið yfir á öfug- an vegarhelming til að stöðva vél- hjólamanninn sem kom á móti lög- reglubílnum á Ægisíðunni. Málið var kært til lögreglunnar í Reykjavík sem áframsendi mál- ið til ríkissaksóknara. Lögreglan er vanhæf til að rannsaka kærur á hendur sínum starfsmönnum og félögum. Hilmar segir með ólík- indum að lögreglumaður hafi ætl- að sér að stöðva mótorhjól á ferð með þessum hætti. Hann segir lögregluna hafa fyrr um kvöldið hafa verið að eltast við vélhjól á mikilli ferð en þeir hafi ekki vitað hvort um sama hjól hefði verið að ræða eða ekki. „Hann var alltof seinn að bremsa og lenti á lög- reglubílnum sem var á öfugum vegarhelming. Hann hlaut skrám- ur og mar og hjólið fór mjög illa,“ segir Hilmar. Lögreglumaðurinn segist hafa sett viðvörunarljósin á en vélhjóla- maðurinn kannast ekki við það og hefur Hilmar farið fram á rann- sókn. Í tetrakerfinu á að vera hægt að sjá hvar lögreglubílar eru stadd- ir, á hvaða hraða og hvort þeir séu með viðvörunarljósin á. Slysið varð 31. maí og fór Hilmar fram á rann- sóknina 10. júní þar sem upplýsing- ar úr tetrakerfinu væru ekki geymdar nema í tvo mánuði. ■ Jón Steinar vill bæta störf Hæstaréttar Hjördís Hákonardóttir og Eiríkur Tómasson íhuga að sækja um stöðu hæstaréttardómara. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. Jón Steinar Gunnlaugsson segir of mikið álag á hæsta- réttardómara og þeir hafi ekki nægan tíma fyrir hvert mál. HÆSTIRÉTTUR Hjördís Hákonar- dóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, og Eiríkur Tómas- son, lagaprófessor við Háskóla Íslands, íhuga að sækja um stöðu hæstaréttardómara en umsóknarfrestur rennur út á morgun. Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður hefur þegar sent inn umsókn sína. Hjördís og Eiríkur sóttu um stöðu hæstaréttardómara þegar hún var auglýst síðast en Ólafur Börkur Þorvaldsson var þá ráð- inn. Í kjölfarið sendu þau, auk Ragnars H. Hall hæstaréttarlög- manns sem einnig sóttist eftir embættinu, kvörtun til umboðs- manns Alþingis vegna ráðning- arinnar á þeim forsendum að Ólafur hafi ekki verið hæfasti umsækjandinn. Umboðsmaður úrskurðaði að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Í úr- skurði sínum hvatti hann jafn- framt Al- þingi og dómsmálaráðherra að taka af- stöðu til þess hvort þörf væri á því að endurskoða fyrirkomulag um skipun hæstaréttardómara og jafnvel að breyta lögum sem um það gilda. Hördís Hákonardóttir kærði jafnframt ráðninguna til kæru- nefndar jafnréttisráðs sem komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hefði brotið gegn jafnréttislögum með því að ráða Hjördísi ekki í stöðuna. Hjördís staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga að sækja um. „Ég vil þó ekki gefa það upp fyrr en á föstudag hvort af því verður, en það kemur til greina,“ sagði hún. Eiríkur Tómasson sagði að það kæmi til greina að hann sótti um. „Ég útiloka það ekki en hef ekki tekið ákvörðun af eða á,“ sagði hann. Jón Steinar Gunnlaugsson var spurð- ur hvort hann muni reyna að koma á breytingum á störfum Hæstaréttar í samræmi við þá gagnrýni sem hann hefur við- haft opinberlega um Hæstarétt, verði hann ráðinn. „Ef ég fæ þetta starf, sem er óljóst ennþá, mun ég vinna að því að bæta störf réttarins í góðu samstarfi við þá dómara sem þar eru fyrir. Ég geri ráð fyrir því að allir vilji gera eins vel og hægt er,“ segir Jón Steinar. Spurður hvað það væri helst sem hann vildi bæta segir hann að ansi mikið starfsálag sé á hæstaréttardómurum, meðal annars vegna þess hve mörg mál séu þar dæmd. „Það væri verðugt að huga að því hvort hægt væri að draga úr álagi svo hvert og eitt mál fái lengri tíma. Hægt væri til dæmis að bæta stöðuna með fjölgun aðstoðar- manna dómara en sú ákvörðun er ekki á valdi réttarins sjálfs,“ segir hann. sda@frettabladid.is BANDARÍKIN, AP Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, er ósam- mála George W. Bush forseta um að banna eigi hjónabönd samkyn- hneigðra. „Frelsi þýðir frelsi fyrir alla,“ sagði Cheney á framboðs- fundi í Davenport í Iowa. Bush vill breyta stjórnarskránni þan- nig að hjónabönd samkyn- hneigðra verði bönnuð. Cheney, sem segist virða skoðun Bush í málinu, vill að ríkin sjálf ákveði hvort samkynhneigðum verði leyft að giftast. Á fundinum í Davenport sagði Cheney fjölskyldu sína vera vel inni í málum samkynhneigðra því dóttir hans væri lesbísk. Talsmenn réttindabaráttu sam- kynhneigðra fögnuðu yfirlýsingu Cheney og sögðu hana sína að repúblikanar væru klofnir í mál- inu. Íhaldssamir repúblikanar gagnrýndu hins vegar yfirlýsing- una og sögðu hana gefa væntan- legum kjósendum í forsetakosn- ingunum misvísandi skilaboð um stefnu flokksins í málinu. Cheney sagði skoðun sína persónulega og ekki hafa áhrif á stefnu Hvíta hússins í málinu. ■ Fylgdist þú með úrslitakeppninni í stangarstökki kvenna á Ólymp- íuleikunum? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að endurfjármagna íbúðalán þín með nýju láni frá bönkunum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 23% 77% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is SETNINGARATHÖFN Fjölmenni var við setningu ráðstefnunnar í hátíðarsal Háskólans í gær. Alþjóðleg ráðstefna: Gestir frá 35 löndum RÁÐSTEFNA Alþjóðleg ráðstefna um lífsiðfræðileg álitamál var sett í hátíðarsal skólans í gær. Á ráð- stefnunni, sem standa mun fram á laugardag, verður fjallað um gagnagrunna og lífsýnabanka en einnig afleiðingar læknavísind- anna fyrir greiningu og meðferð sjúkdóma. Tæplega þrjúhundruð manns frá 35 löndum sækja ráðstefnuna og þar verða flutt 150 erindi í 41 málstofu. Siðfræðistofnun Há- skóla Íslands stendur fyrir ráð- stefnunni sem markar lok evr- ópska lífsiðfræðiverkefnisins ELSAGEN sem Siðfræðistofnun hefur séð um undanfarin ár með styrkjum frá ESB. ■ Dick Cheney ósammála Bush um réttindi samkynheigðra: Vill ekki banna hjóna- bönd samkynhneigðra CHENEY OG LYNNE Dick Cheney og eiginkona hans Lynne. Cheney sagði á fundi að dóttir hans væri samkynhneigð. ÁREKSTUR LÖGREGLUBÍLS OG VÉLHJÓLS Segir lögreglumann hafa ekið í veg fyrir vélhjólamann með því að fara yfir á rangan vegar- helming. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON: Vill bæta störf Hæstaréttar verði hann ráðinn sem dómari. Vill minnka starfsálag á dóm- ara svo hvert og eitt mál fái betri tíma. HJÖRDÍS HÁKONARDÓTTIR Íhugar að sækja um stöðu hæstaréttar- dómara. EIRÍKUR TÓMASSON Var í gær ekki búinn að ákveða hvort hann ætlaði að sækja um. Smáralind: Krakkadag- ar í gangi SKEMMTUN Í dag hefjast Krakka- dagar í Smáralind og munu þeir standa yfir fram til sunnudagsins 29. ágúst. Mikil dagskrá verður í boði þessa daga fyrir smáfólkið. Bárður og Birta úr Stundinni okk- ar verða á vappi um verslunar- miðstöðina. Fígúrur úr Latabæ koma við á laugardaginn og verða þá jafnframt síðustu forvöð á að versla fyrir Lató peninga. Þess utan verður ýmislegt fleira um að vera, andlitsmálun, sippó, snú-snú og allir sem koma fá blöðrur. ■ FRÁ SMÁRALIND Mikið verður þar um að vera fyrir smáfólk- ið næstu daga enda sérstakir Krakkadagar í gangi fram á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.