Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 22
Það var eins og straumur færi um íslenskt þjóðlíf meðan Bill Clinton,fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Hillary, eiginkona hans, dvöldu hérá landi á þriðjudaginn. Gleði og ánægja skein úr andliti allra sem þau hittu, hvort sem um var að ræða fyrirmenn þjóðarinnar eða fólk á förnum vegi. Þetta stafar ekki af því að Íslendingar séu óvenju uppnæmir fyrir frægu fólki heldur hafa þau hjón með framgöngu sinni og viðhorfum skap- að sér álit og aðdáun sem engan veginn er bundin við okkur Íslendinga. Þannig var eftir því tekið á flokksþingi bandarískra demókrata á dögunum, þar sem John Kerry var útnefndur forsetaefni, að Clinton var sá ræðu- manna sem mest hreif þingfulltrúa. Ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna meðan hann talaði og eftir að hann lauk máli sínu. Clinton-hjónin létu falla óvenju hlý og uppörvandi orð um Ísland, Íslendinga og íslenskt þjóðfélag meðan þau dvöldu hér. Vissulega er þekkt að nafnkunnir erlendir gestir sem hingað koma láti sér um munn fara ýmiss konar yfirborðsorð í kurteisisskyni. Af sveitamennsku, sem enn loðir við okkur, er stundum gert meira úr þeim en efni standa til. En ummæli forsetahjónanna fyrrverandi um Ísland eru áreiðanlega ekki í þessum flokki. Það dylst engum sem við þau talar að þeim finnst íslenskt þjóðskipulag, þar sem saman fer lýðræði, frjáls markaðsbúskapur og öflugt samfélagslegt öryggisnet ásamt nútímalegri heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir alla, til fyrirmyndar. Þetta er það kerfi sem þau hafa þráð og barist fyrir að Bandaríkin skapi sér. Bandaríkjamenn eiga sterkt markaðskerfi en þá vantar mikilvægar samfélagslegar stoðir í kerfi sitt sem við Íslendingar höfum. Áhugi Bills Clinton á Þingvöllum og sögu þingræðis hér á landi var greinilega ekki heldur nein sýndarmennska. Náttúra og saga Þingvalla er alþjóðlegur segull fyrir Ísland. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna að staðurinn verði flokkaður með heimsminjum styrkir þá stöðu enn frekar. Þetta þurfum við Íslendingar að notfæra okkur meira en gert hefur verið, ekki þó til þess að skara eld að eigin köku, heldur eigum við að nýta tákngildi staðarins í þágu mikilvægra baráttumála alþjóðasam- félagsins. Ef Þingvellir kveikja með Bill Clinton hugsun um lýðræði og þingræði er líklegt að svo verði með fleiri. Þetta þýðir þó ekki að við eigum að fara að byggja einhverja ráðstefnuhöll við Lögberg eða á Völl- unum; fegurð, sérstaða og aðdráttarafl Þingvalla felst í hinni óspilltu náttúru og tign staðarins annars vegar og hins vegar hugsjóninni eða hugmyndinni sem staðurinn er orðinn tákn fyrir. Þótt Bill Clinton sé ekki lengur einn af leiðtogum heimsins er hann maður sem fer víða og á er hlustað. Og Hillary Clinton er tvímælalaust ein- hver áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Bandaríkjanna nú um stundir og um- ræðan um hana sem hugsanlegan forseta Bandaríkjanna eftir fjögur ár ristir djúpt. Velvilji þeirra í garð Íslands, svo áhrifamikil sem þau eru á heimsvísu og velmeinandi og skynsöm í skoðunum, er mikill fengur fyrir land og þjóð. Vonandi hafa þau fundið á stuttri dvöl sinni að velviljinn er gagnkvæmur og að Íslendingar fagna hverri heimsókn þeirra. ■ Í framlínunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformað- ur Samfylkingarinnar, sýndi í fyrradag að hún er ekki dauð úr öllum æðum þótt ýmsir áhrifamenn reyni markvisst að skáka henni til hliðar í íslenskum stjórn- málum. Henni tókst það sem engum öðrum í stjórnarandstöðunni tókst, að fá einkafund með Clinton-hjónun- um og setja sig þannig í fram- línu íslenskra stjórnmála. Má segja að þar hafi hún skotið for- manni sín- um og svila Össuri Skarphéðinssyni ref fyrir rass og hafi alveg efni á því að ljóma af ánægju eins og sjá má á ljósmyndinni af henni og Bill Clinton sem Morgunblaðið birti í gær. Hafa ber í huga í þessu sambandi að í kringum Ingibjörgu Sólrúnu er ekki lengur neitt „batterí“, hvorki ritarar né pólitískir aðstoðarmenn, þannig að það hefur alveg oltið á hennar eigin framtaki að ná fundinum með Clinton-hjónunum. Bústað handa Clinton? Athyglisvert er hve mikla ánægju og gleði heimsókn Clinton-hjón- anna vakti hjá almenningi sem ráðamönnum landsins. Jafnvel heilsa forsætisráð- herra tók stórstígum framför- um að hans eigin sögn. Í ljósi þessa og þeirra orða Bills Clinton að hann sé mikill aðdáandi íslenskrar sögu og Þingvalla sérstaklega vaknar sú spurning hvort það gæti ekki talist skynsamleg fjárfesting að kaupa handa þeim hjónum sumarhús í þjóð- garðinum. Þau mundu þá væntanlega leggja leið sína oftar hingað og ekki ólíklegt að þau mundu bjóða með sér áhrifa- og valdamönnum sem gagn og gaman væri að fá í heimsókn. Svo ekki sé minnst á þá stöðu sem upp kæmi ef frú Clint- on yrði forseti Banda- ríkjanna eftir fjögur ár, en það er ekki talið útilokað. Menntun borgar sig – nei, hún margborgar sig. Þess vegna sæk- ir sífellt fleira fólk á öllum aldri allra handanna skóla nú orðið, svo að skólarnir eru bókstaflega að springa. Hvað er að gerast? Upp- námið stafar af því, að almanna- valdið, sem heldur úti skólunum langflestum, annar ekki lengur sí- aukinni eftirspurn eftir menntun og hefur ekki heldur hirt um að örva einkaframtak til að brúa bil- ið milli framboðs og eftirspurnar. Hvað felst í því, að menntun margborgi sig? Menntun er eins og önnur fjárfesting: hún gefur af sér arð, sem hægt er að mæla í gallhörðum prósentum líkt og vexti af inneign í banka. Nú bið ég lesandann að draga andann djúpt: arðurinn af fjárfestingu í man- nauði er fundinn með því að taka fyrst tekjuaukann og annan hags- auka, sem menntunin gefur af sér (t.d. minni hættu á atvinnumissi), og draga síðan frá útgjaldaauk- ann, þ.m.t. tekjumissinn á náms- árunum og annan námskostnað, og reikna muninn, þ.e. ávinning- inn, sem álag ofan á þær tekjur, sem viðkomandi hefði haft, hefði hann ekki farið í skólann, eða hún. Þannig fæst sú niðurstaða, að framhaldsskólamenntun skilar að jafnaði 11% arði í OECD-löndum. Framhaldsskólamenntun eykur m.ö.o. tekjur manna að greiddum sköttum um 11% umfram þær tekjur, sem þeir hefðu ella haft. Háskólamenntun skilar einnig um 11% arði skv. samantekt í menntamálaskýrslu OECD. Þetta er mun meiri ávöxtun en þekkist á hlutabréfamarkaði til langs tíma litið, að ekki sé talað um skuldabréf, enda gefa þau jafnan minna af sér til lengdar en hluta- bréf. Afköst menntunar eru að sönnu ólík eftir löndum. Þau eru einna mest í Bandaríkjunum og Bretlandi, m.a. af því að þar er minna gert að því af hálfu al- mannavaldsins en víða annars staðar að draga úr kjaramun með skattheimtu og almannatrygging- um. Launamunur háskólamanna og annarra í Bandaríkjunum hefur tvöfaldazt s.l. 20 ár. Karlar með há- skólapróf höfðu 66% hærri laun en karlar með framhaldsskólapróf 1978, og 1998 var launamunurinn kominn upp í 118%. Svipað á við um kvenþjóðina: bandarískar kon- ur með háskólapróf höfðu 55% hærri laun en konur með fram- haldsskólapróf 1978, og 1998 var munurinn kominn upp í 98%. Það er engin furða, að 61% karla fyrir vestan og 81% kvenna sækja nú háskóla af einhverju tagi (tölurnar eru frá 2000), borið saman við 56% karla og 38% kvenna 1970. Hlutföll kynjanna hafa snúizt við: konurnar eru nú miklu fleiri en karlar í bandarísk- um háskólum eins og hér heima. Hvers konar menntun ber mestan arð? Nú þykknar þráður- inn. Rannsóknir sýna, að atlæti – menntun! – barna skiptir einna mestu máli fyrstu tvö ár ævinnar. Þessi frumbernskuár er heilinn í mótun, og þroski heilans virðist ráðast m.a. af þeirri uppörvun, sem börnum bjóðast á þessu þroskaskeiði. Á fyrri tíð sáu for- eldrar sjálfir um börn sín fyrstu árin, eða ömmurnar og afarnir, og áttu ekki í önnur hús að venda. Börn ólust upp innan um sitt heimafólk og fengu sjaldan minni eða lakari hvatningu en þau þurftu á að halda. Nú er það al- gengt, að foreldrar sendi hálfs árs gömul börn eða yngri á dagheim- ili. Foreldrarnir geta þá gengið í skóla eða unnið fyrir sér frekar en að vera heima með börnunum. Feður og mæður hagnast á þessu fyrirkomulagi, ef arður menntun- arinnar eða vinnulaunin eru meiri en dagheimilisgjöldin, svo sem al- gengast er, en þá er hagur barn- anna stundum borinn fyrir borð. Helzt þarf þó atlætið á barna- heimilinu að vera a.m.k. jafngott og heima. Foreldrar, sem kjósa að vera í skóla eða vinna úti og gætu sjálf veitt börnum sínum betra at- læti en er í boði á dagheimilum eða barnaheimilum, hagnast á kostnað barna sinna. Börnin fá ekki rönd við reist. Af þessu má ráða, hversu brýnt það er að búa svo að barna- heimilum, að foreldrar þurfi helzt ekki að búa börnum sínum lakara atlæti þar en þau ættu kost á heima. Þetta er hægt með því að skoða og skilgreina barnagæzlu sem menntun frekar en geymslu, fella barnaheimilin eftir þessu að skólakerfinu og verja miklu meira almannafé til þeirra en nú tíðkast til að tryggja starfsfólki þeirra góða menntun og góð kjör. En þetta er samt ekki nóg. Börn þurfa einnig að eiga greiðan að- gang að barnaheimilum, þar sem foreldrar greiða – með eða án að- stoðar almannavaldsins eftir at- vikum – það verð, sem upp er sett fyrir þjónustuna. Þannig er hægt að binda endi á biðraðirnar, sem marka dagvistunarmálin í dag og spítalana og gera nú jafnvel vart við sig í framhaldsskólum og há- skólum, svo að til vandræða horf- ir. Og þannig er e.t.v. hægt að stemma stigu fyrir því, að for- eldrar sendi sumir börnin sín án vandlegrar umhugsunar eða jafn- vel vitandi vits í dagvistun, þar sem börnin fá lakari þjálfun og þjónustu en foreldrarnir sjálfir, eða betri – og dýrari! – barna- heimili, gætu veitt. ■ 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Velvilji Clinton-hjónanna í garð Íslands er fengur fyrir land og þjóð. Velkomin aftur kæru hjón Hver á að sjá um börnin? ORÐRÉTT Steinhissa Ég skil ekki af hverju þið eruð komin að hitta mig, hálfdauðan og hálfhættan. Davíð Oddsson forsætisráðherra sló á létta strengi þegar Clinton-hjónin sóttu hann heim í Skerjafjörðinn á þriðjudaginn. Fréttablaðið 25. ágúst. En ef hann hefði verið sekur? Lögreglan ók niður saklausan laganema. Fyrirsögn á forsíðu DV. DV 25. ágúst. Öll meðul notuð? Í Kastljósþætti í sl. viku var rætt við Halldór Ásgrímsson um brottvikningu Sivjar [Friðleifs- dóttur] úr ríkisstjórn, og vakti það athygli að ráðherrann beygði ekki nafn hennar rétt. Því vaknar sú spurning hvort um ásetning hafi verið að ræða. 061230-3949 í bréfi til Velvakanda. Morgunblaðið 25. ágúst. Hvað gæti skýrt það? Ekki varð allt vitlaust þegar ég varð ekki ráðherra. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra á heimasíðu sinni í tilefni af Sivjarmálinu. DV 25. ágúst. List út af fyrir sig Birtingarmyndir góðærisins eru margvíslegar og sumar gefa frekar tilefni til að hugsa um þenslu og ofþenslu en aðrar. Óðinn vissi varla hvort betur átti við hlátur eða grátur þegar fyrir augun bar frétt þess efnis að KB banki byði nú vaxtalaus lán til listaverkakaupa. ... Ekki kemur fram í fréttinni hvort tekið er veð í hinu keypta listaverki. En greinilegt er að nægt framboð er á lánsfé um þessar mundir og bankastofnanir þurfa að beita hugvitsamlegum aðferðum til þess að koma fjármunum sínum til góðra verka. Óðinn, pistlahöfundur Viðskiptablaðs- ins, um nýjasta tilboðið á lánamark- aðinum. Viðskiptablaðið 25. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Velvilji Clinton-hjónanna í garð Íslands, svo áhrifa- mikil sem þau eru á heimsvísu og velmeinandi og skynsöm í skoðunum, er mikill akkur fyrir land og þjóð. Vonandi hafa þau fundið á stuttri dvöl sinni að velviljinn er gagnkvæmur og að Íslendingar munu fagna hverri heimsókn þeirra. ,, SJÁÐU BETUR Í VETUR! SKÓLADAGAR Gleraugnasalan Laugavegi 65 S: 551 8780 www.gleraugnasalan.com gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG BÖRN OG BARNAGÆZLA ÞORVALDUR GYLFASON Rannsóknir sýna, að atlæti – menntun! – barna skiptir einna mestu máli fyrstu tvö ár ævinnar. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.