Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR ÍA MÆTIR HAMMARBY ÍA og FH leika í Evrópukeppni félagsliða. ÍA mætir Hammarby frá Svíþjóð klukkan 17 á Akranesvelli og FH mætir skoska lið- inu Dunfermline í Skotlandi klukkan 18.45. Í Landsbankadeild kvenna tekur Stjarnan á móti KR klukkan 20. DAGURINN Í DAG SKÚRIR Á VÍÐ OG DREIF Einkum síðdegis. Rofar eitthvað til á milli, síst þó með vesturströndinni. Hiti víðast 10-17 stig. Sjá síðu 6 26. ágúst 2004 – 231. tölublað – 4. árgangur ● heimili ● ferðir ● tíska Buxur úr gardínum Brynja Valdís Gísladóttir: ● 55 ára í dag Undirbýr stórafmæli hljómsveitarinnar Loga Hermann Ingi Hermannsson: ▲ SÍÐA 26 SKÓLAGJÖLD GÆTU MARG- FALDAST Samein- ing Tækniháskólans og Háskólans í Reykja- vík gæti þýtt margföld skólagjöld í þeim fyrr- nefnda. Menntamála- ráðherra segir ekkert benda til að skólagjöld fæli efnaminni nem- endur frá. Sjá síðu 6 VILL BÆTA STÖRF HÆSTARÉTTAR Jón Steinar Gunnlaugsson ætlar að reyna að bæta störf hæstaréttardómara verði hann skipaður dómari. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. Sjá síðu 4 KORPÚLFSSTAÐIR HUGSANLEGA SELDIR Stefán Jón Hafstein, borgarfull- trúi R-listans, segir að það komi til greina að selja Korpúlfsstaði. Skóflustunga að nýj- um Korpuskóla var tekin í gær. Sjá síðu 2 ÓVÍST HVORT VEXTIR LÆKKI Ný lán bankanna hafa þegar haft áhrif á ávöxtunar- kröfu á markaði til lækkunar. Hækkandi stýrivextir vinna á móti og ekki víst að vextir bankanna lækki frekar í bráð. Sjá síðu 8 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 46 Tónlist 38 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 30 Sjónvarp 48 Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. SAMKEPPNI Vélamiðstöðin ehf., sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fengið greiddar um 350 milljónir úr borgarsjóði fyrir verkefni sem ekki voru boðin út. Framundan er stórt útboð á vegum Sorpu að verðmæti um 600 milljónir króna og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja sem líklegust eru til að hreppa verkið. Haustið 2002 var Vélamiðstöð Reykjavíkur breytt í Vélamiðstöð- ina ehf. Síðan þá hefur fyrirtækið fengið fjölmörg verkefni án útboðs hjá eiganda sínum, Reykjavíkur- borg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa greiðslur úr borgarsjóði vegna þessara verk- efna numið um 350 milljónum króna. Meðal verkefna sem fyrir- tækið hefur fengið með þessum hætti eru sorphreinsun, snjómokst- ur og vélaleiga. Einkaaðilar sem keppa á þessum markaði hafa kvartað yfir þessu og bent á að fyrirtæki í eigu hins opin- bera njóti betri kjara á lánamarkaði en önnur fyrirtæki. Þá sé alls óvíst hvort markaðsverð ráði greiðslum til fyrirtækisins frá opinberum að- ilum þegar því eru fengin verkefni án útboðs. Samkeppnisstaðan sé því mjög ójöfn. Stjórnarformaður Vélamið- stöðvarinnar er Stefán Jóhann Stef- ánsson sem áður var formaður stjórnar Innkaupastofnunar, auk hans sitja í stjórn fyrirtækisins Björn Ingi Sveinsson borgarverk- fræðingur og Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitunnar. Í gær voru opnuð tilboð í verkefni á veg- um Sorpu og átti Vélamiðstöðin lægsta boð í einn hluta þess. Stjórn- arformaður Sorpu, Alfreð Þor- steinsson, er jafnframt stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur, ann- ars eigenda Vélamiðstöðvarinnar. Framundan er 600 milljóna króna útboð í flutning og véla- vinnu fyrir móttöku Sorpu í Gufu- nesi og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja og kemur verkið í hlut eins þeirra. borgar@frettabladid.is Verk fyrir hundruð milljóna án útboðs Vélamiðstöðin ehf., sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hefur fengið verkefni fyrir 350 milljónir króna hjá borginni án þess að verkefnin hafi verið boðin út. Ójafn leikur, segja einkaðilar. Opið til 21.00 í kvöld EINKAVÆÐING Líklegt er að Lands- síminn verði seldur fyrir áramót, að sögn Stefáns Jóns Friðriksson- ar, deildarsérfræðings í fjármála- ráðuneytinu og starfsmanns einkavæðingarnefndar. „Það er erfitt að segja ná- kvæmlega hvort það verði á þessu ári eða hvort einkavæðingarferlið dragist yfir á næsta ár,“ segir Stefán. „Það ætti ekki að þurfa að taka langan tíma.“ Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir mjög heppilegt að selja Landssímann fyrir áramót: „Í vor var mjög góður tími fyrir sölu og ég held að hann sé ekki síðri núna.“ Stefán segir að útboð á ráðgjöf sem verði einkavæðingarnefnd til halds og trausts eigi eftir að fara fram. Það gerist á næstu vik- um. Einnig þurfi að fara yfir ýmis grunnatriði um hvernig Síminn ætli að standa að þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt, þegar það sleppir af honum hönd- um. Það ætti heldur ekki að taka langan tíma. Stefán telur að 40 til 50 millj- arðar fáist fyrir 99% hlut ríkis- ins í Símanum. „Það er gróft áætlað og ómögulegt að segja hvernig markaðurinn tekur í fyrirtækið á endanum.“ Undir það tekur Edda Rós: „Símafyrir- tæki erlendis hafa ekki hækkað mikið frá síðasta söluferli en þau hafa reyndar verið í erfið- leikum sem Landssíminn hefur ekki verið í.“ ■ Reikna með 40 til 50 milljörðum fyrir Símann: Landssíminn í útboð fyrir áramót FRAMSÓKNARKONUR RÆÐA BAKSLAG Í JAFNRÉTTISMÁLUM FLOKKSINS Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra og ritari Framsóknarflokksins, mættu á fund Landssambands framsóknarkvenna ásamt 130 öðrum flokksmönnum. Á fundinum ákváðu konur að efla tengslanet sitt og leita eftir áhrifastöðum innan flokksins. Sjá nánar síðu 2 VEÐRIÐ Í DAG Ástralskt lestarfyrirtæki: Milljónir í leigubíla FERÐALÖG Ástralska lestarfyrirtækið Railcorp greiddi sem nemur fimm milljónum króna í leigubíla á síð- asta ári í sárabætur til farþega sem lentu í „meiriháttar töfum“ í ferðum sínum með lestum Railcorp. Árið hefur reynst Railcorp erfitt. Lestir félagsins hafa ítrekað verið seinar, skortur hefur verið á lestar- stjórum og oftar en einu sinni hefur orðið að fresta ferðum vegna þess. Þá hefur verið gripið til þess ráðs að panta leigubíla fyrir þá verst stöddu og nema hæstu reikningarnir tæp- um 15 þúsund krónum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.