Fréttablaðið - 26.08.2004, Side 51

Fréttablaðið - 26.08.2004, Side 51
Trúlega hefur verið búið að ákveða það strax við stjórnarmyndun á sl. ári, að Siv ætti að víkja en beðið með að opinbera það. Brottvikning Sivjar veldur ólgu í Framsókn Það hefur legið í loftinu um nokkurt skeið, að Halldór Ásgrímsson for- maður Framsóknarflokksins ætlaði að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkis- stjórninni 15. september nk., þegar Framsókn missir einn ráðherra vegna samninga við Sjálfstæðis- flokkinn. Nítjánda ágúst sl. lét Hall- dór höggið ríða og tilkynnti ákvörð- un sína á fundi þingflokks Fram- sóknar. Látið var líta út sem þetta væri ákvörðun þingflokksins en í rauninni var það formaður Fram- sóknar sem réði þessu. Allir ráðherrar Framsóknar að Siv undanskilinni studdu ákvörðun formannsins, svo og formaður þingflokksins, Hjálmar Árnason, og formaður fjárlaganefndar, Magnús Stefánsson. Allir þessir menn eiga allt sitt undir formanni flokksins. Kristinn H. Gunnarsson var ekki sáttur við þessa ákvörðun formannsins. Hann lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali eftir fundinn, að það væri of lítið að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði Framsókn- ar. Líklegt má telja, að Jónína Bjartmars hafi einnig verið ósátt við ákvörðun formannsins. Og Siv sjálf lýsti því yfir, að hún væri ósátt við afgreiðslu málsins. Það var viðurkennt, að ágreiningur hefði verið um ákvörðun formanns flokksins í þingflokknum. Mikil ólga er í Framsókn vegna máls þessa. Fjörutíu áhrifamiklar konur í Framsóknarflokknum birtu auglýsingu í Fréttablaðinu, þar sem þær skoruðu á þingflokk Framsóknarflokksins að skerða ekki hlut kvenna í ráðherraliði Framsóknar. Forustumenn sam- taka kvenna innan Framsóknar hafa lýst hinu sama yfir og sagt, að samkvæmt lögum Framsóknar- flokksins ættu konur að hafa 40% embætta flokksins. Þær voru undir því marki áður en Siv var vikið úr stjórninni og fara langt undir það mark eða niður í 20%. Fleiri áhrifamiklir aðilar innan Framsóknar hafa látið hið sama í ljós. En forusta Framsóknar hefur blásið á allar mótmælaraddir. For- maður flokksins hafði fyrir löngu ákveðið málið og því varð ekki breytt. Engin rök hafa verið flutt til stuðnings því, að Siv ætti frem- ur að víkja en einhver annar ráð- herra. Ekki hefur verið unnt að rökstyðja það, að hún væri verri ráðherra eða hefði minni hæfileika en hinir ráðherrar Framsóknar. Geðþóttáakvörðun virðist hafa ráðið í máli þessu. Helst virðist sem það hafi ráðið, að þeir skyldu sitja sem væru þægir forustunni. Trúlega hefur verið búið að ákveða það strax við stjórnar- myndun á sl. ári, að Siv ætti að víkja en beðið með að opinbera það. Hvers vegna? Jú, til þess að allir ráðherrar Framsóknar væru óöruggir með sig og því þægari. Þetta eru úreltar stjórnunarað- ferðir. Nútíma stjórnunaraðferðir byggjast á samráði og opnu lýð- ræði en ekki pukri og einræðistil- hneigingum. ■ 23FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2004 Í fótspor Djengis Khan Ef marka má kínversku fréttastofuna Xinhua þá er Davíð Oddsson ekki eini þjóðarleið- togi sögunnar sem hefur verið listhneigður. Tengis Bayaryn, prófessor við háskólann í Innri Móngólíu, sem er hluti af Kína, hefur uppgötvað skjal frá 1219 sem mun vera undirritað af valdamesta heimsvaldi sög- unnar, sjálfum Djengis Khan (en nafn hans er einmitt heiðurstitill sem merkir „heims- valdur“). Bréfið var sent Chang Chun, kunn- um sérfræðingi í hinum daóíska sið sem bjó í Hindu Kush. Að sögn Bayaryn ber það þess merki að vera samið af Djengis Khan sjálf- um og er því vísbending um að heimsvald- urinn hafi ekki verið ólæs og óskrifandi eins og áður hefur verið talið, enda varð mong- ólskt ritmál ekki til fyrr en á 13. öld. Sverrir Jakobsson á murinn.is Grikkir réðu við leikana Ferðin inn í Ólympíulandið er mér ógleym- anleg og örugglega öllum öðrum, sem hana hafa farið, hvert svo sem erindi þeirra hefur verið. Mestu skiptir auðvitað þátttaka íþróttamannanna sjálfra og ekki þarf annað en sjá ljómann í andliti þeirra að sigri unn- um til að sjá, hve mikils virði er, að fá þetta einstæða tækifæri til að sýna, hvað í manni býr. Fyrir leikana að þessu sinni var því spáð, að Grikkir mundu ekki ráða við þetta risa- stóra verkefni. Eftir því sem ráðið verður af fréttum, þegar leikarnir eru hálfnaðir, var hér um órökstuddar hrakspár að ræða. Megi takast að ljúka leikunum árið 2004 á farsæl- an hátt! Björn Bjarnason á bjorn.is „Skilningsríkir“ stjórnmálamenn Eitt af því sem Vefþjóðviljinn hefur kveinkað skattgreiðendum undan, eru skilningsríkir stjórnmálamenn. Það er að segja, stjórn- málamenn sem þrýstihópar telja að „hafi skilning á mikilvægi“ þess málefnis sem agiterað er fyrir. Það að stjórnmálamaður „hafi skilning á mikilvægi íþrótta“ þýðir ein- faldlega að hann lætur undan þegar íþrótta- álfarnir mæta til hans og heimta ný „íþrótta- mannvirki“. Vefþjóðviljinn á andriki.is Deilur magnast án stéttabaráttu Fram eftir 20. öldinni einkenndust pólitískir flokkadrættir í flestum lýðræðisríkjum af stéttabaráttu. Efnafólk var líklegra til þess að kjósa hægriflokka á meðan þeir sem minna höfðu milli handanna studdu vinstriflokka. Bandarísk stjórnmál voru engin undantekn- ing. Demókrataflokkurinn sótti þá stærstan hluta af sínum stuðningi til verkafólks. Stuðningur við Repúblikanaflokkinn var meiri þeim mun ofar sem komið var í tekju- stigann. Á síðustu áratugum hefur þetta samband milli tekna og stuðnings við ákveðna stjórmálaflokka nánast horfið í Bandaríkjunum. Samt hefur lítið sem ekkert dregið úr hugmyndafræðilegum deilum milli Demókrata og Repúblikana. Að margra mati hafa deilur milli flokkanna jafnvel auk- ist á síðustu 10 árum eða svo. Jón Steinsson á deiglan.com BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN RÁÐHERRAKAPALLINN ,, AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.