Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 54
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, viggó rúnar einarsson verslunarstjóri, Heimahaga 9 Selfossi verður jarðsunginn frá Selfosskirkju 28. ágúst kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda Elísa Berglind Adolfsdóttir, Jón Ingi Smárason, Lovísa Dögg Viggósdóttir, Hlynur Freyr Viggósson, Daniel Ingi Jónsson, Viggó Rúnar Sigurðsson. „Ég geri nú ekkert voðalega mikið af því að halda upp á afmælin mín en það kemur fyrir,“ segir Hermann Ingi Hermannsson tón- listarmaður. „Það var þó tekið vel á því fyrir fimm árum, þegar fimmta tugnum var náð. Þá hélt ég upp á það hjá Jóa á Fjöru- kránni.“ Hermann ætlar ekki að efna til slíkrar stórveislu að þessu sinni en heldur sínum nánustu dulítið hóf. Hópurinn sá er enda stór, fimm börn og fimm barna- börn. Hermann fluttist tólf ára til Vestmannaeyja og fimmtán ára var hann kominn í Loga sem varð ein vinsælasta hljómsveit landsins. Fjörutíu ár eru liðin frá stofnun Loga og er meiningin að halda mikla afmælisveislu í Höllinni í Eyjum á sjálfan afmælisdaginn, ellefta sept- ember. Við það tækifæri verður sveitinni afhent platínuplata en ný- lega kom upp úr dúrnum að tveggja laga platan Minning um mann sem kom út fyrir tæpum fjörutíu árum seldist í um átján þúsund eintökum. „Jú, jú, ég er alltaf eitthvað að spila,“ svarar Hermann Ingi að- spurður. „Ég spila bæði einn og með fleirum og þá helst á árshá- tíðum, í brúðkaupum og af- mælum. Svo er ég alltaf annað slagið á Fjörukránni. Annars fer mesti tíminn nú um stundir í æfingar fyrir Logaafmælið.“ Minning um mann er sjálfsagt þekktasta lagið sem Hermann hef- ur sungið og hann segist sjaldnast komast hjá því að grípa í það. „Það virkar alltaf,“ segir hann. Hermanni er minnisstæð af- mælisgjöf sem stór hluti ættar hans stóð saman að vegna fimm- tíu ára afmælisins. „Þau slógu saman í langspil, létu raunar smíða það fyrir mig. Ég gríp í það heima en tími ekki að fara með það úr húsi.“ Hermann komst ekki á hljóm- leika Deep Purple en ætlar að sjá Van Morrison í Laugardalshöll- inni þann annan október enda í miklu uppáhaldi. „Hann er algjör snillingur.“ ■ 26 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR JOHN WILKES BOOTH Þessi leikari sem er frægastur fyrir að hafa myrt Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna, fæddist á þessum degi árið 1838. ANDLÁT Ingólfur Viktorsson loftskeytamaður frá Flatey á Breiðafirði, Lynghaga 7, Reykja- vík, lést mánudaginn 23. ágúst. Jón Jónsson frá Brjánsstöðum, á Skeiðum, lést mánudaginn 23. ágúst. Jósefína Kristjánsdóttir, Hæðargarði 29, lést mánudaginn 23. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Ólafur Oddgeir Guðmundsson, Túngötu 18, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju. 13.30 Guðni Kárason frá Presthúsum í Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 Baldvin Bjarnason, dvalarheimil- inu Hvammi, Húsavík, verður jarð- sunginn frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Jóhanna Ásdís Sophusdóttir, Vallarbraut 15, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 15.00 Karl Theódór Sæmundsson byggingameistari og kennari, Afla- granda 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Þorsteinn Thorarensen bókaútgefandi er 77 ára. Helgi Hróbjartsson kristniboði er 67 ára. Ævar Kjartansson útvarpsmaður er 54 ára. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur er 54 ára. Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður for- sætisráðherra er 37 ára. Þennan dag árið 1920 fengu banda- rískar konur rétt til þess að kjósa. Í gildi gekk stjórnarskrárbreyting, þar sem kveðið er á um að ekki megi banna bandarískum ríkisborgurum að kjósa á grundvelli kynferðis. Konur höfðu þá barist áratugum saman fyrir kosningarétti, bæði í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum þar sem skipulögð hreyfing kosn- ingaréttarkvenna varð til um miðja 19. öld. Að þeirri hreyfingu stóðu aðallega konur sem höfðu þá þegar tekið virkan þátt í stjórnmálum, einkum í baráttu gegn þrælahaldi eða í bindindishreyfingunni. Í byrjun 20. aldar tók bandarískt þjóðfélag örum breytingum. Konur fóru að vinna meira utan heimilis, þær hlutu betri menntun og áttu flestar færri börn en áður hafði tíðkast. Árið 1916 samþykktu konur síðan að taka upp róttækari aðferðir í bar- áttu sinni. Í stað þess að leita beint til ráðamanna með kröfur sínar fóru þær að standa vakt fyrir utan Hvíta húsið, halda kröfugöngur og stunda borgaralega óhlýðni af ýmsu tagi. Þetta bar loks þann árangur að þingið samþykkti stjórnarskrár- breytingu árið 1918, sem síðan tók gildi þann 18. ágúst árið 1920 eftir að Tennessee ríki varð 36 ríkið til þess að staðfesta breytinguna. Hlutirnir voru samt ekki eins hraðir að gerast í þá daga. Staðfest- ingarskjalið var sent með járnbraut- arlest til höfuðborgarinnar og kom þangað ekki fyrr en snemma morg- uns þann 26. ágúst. Bainbridge Colby undirritaði skjalið klukkan átta að morgni, og þar með var þetta bar- áttumál komið í höfn. ■ ÞETTA GERÐIST KOSNINGARÉTTUR KVENNA VARÐ AÐ VERULEIKA Í BANDARÍKJUNUM 26. ágúst 1920 „Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.“ - Þetta gullkorn er komið frá Abraham Lincoln en afmæl- isbarn dagsins forðaði honum frá langlífi með byssukúlu. Bandarískar konur fá að kjósa ÞETTA GERÐIST LÍKA 1847 Lýst er yfir í Afríku stofnun Líberíu, sjálfstæðs lýðveldis fyrrverandi þræla frá Bandaríkjunum. 1944 Charles de Gaulle kemur til Parísar daginn eftir að hernámi Þjóðverja lauk. 1974 Breski rithöfundurinn Christopher Isherwood fæðist. 1957 Sovétríkin skýra frá því að tilraun með langdrægt flugskeyti hafi tekist eins og best varð á kosið. 1957 Bílaframleiðandinn Ford sendir frá sér fyrstu bifreiðina af tegundinni Edsel, sem sló aldeilis ekki í gegn á markaðnum. 1970 Jimi Hendrix opnar hljóðver í New York. 1978 Albino Luciani, kardináli frá Feneyjum, er kjörinn 264. páfi kaþólsku kirkjunnar. Hann tekur sér nafnið Páll sjötti. 1980 Fimm hundruð kílógramma sprengja finnst í hóteli í Nevada í Bandaríkjunum. Sprengjan var dulbúin sem ljósritunarvél og sprakk þrátt fyrir tilraunir til þess að aftengja hana. Undirbýr 40 ára afmælishátíð Loga Afmælisbarn dagsins: Hermann Ingi Hermannsson 55 ára Englakórinn er kór lítilla barna, aðeins þriggja til sex ára, sem Natalia Chow stofnaði í Hafnarfirði fyrir einu ári. Nú er annað starfsár kórsins að hefjast, og Natalia stefnir að því að halda tónleika strax í desember, bæði í Hafnarborg og Hásölum. „Ég er búin að vera einn vetur með kórinn og við héldum tón- leika í vor í Hásölum fyrir fullum sal. Það tókst mjög vel. Krakk- arnir sungu öll lögin sem við æfð- um í vor og foreldrarnir voru mjög ánægðir.“ Síðasta vetur var kórinn fyrir þriggja til fimm ára börn, en að þessu sinni verður kórnum skipt í tvo aldurshópa. Í yngri hópnum verða 3-4 ára börn, en 5-6 ára börn í eldri hópnum. „Þannig get ég haft aðeins erfiðara efni fyrir eldri hópinn.“ Natalia kennir börnunum grunntækni í söng, bæði öndun, raddbeitingu og þjálfun í tón- hæðum. Hún kennir þeim einnig nótnalestur og lætur þau nota ásláttarhljóðfæri. „Ég reyni líka að vekja áhuga þeirra á klassískri tónlist með því að leyfa þeim að hlusta á tón- list.“ Verkefnið næsta vetur verður að hlusta á Pétur og úlfinn. Natalia segir þeim söguna um leið og þau hlusta á verkið, og notar mikið myndir til þess að auðvelda þeim skilninginn.“Í vetur ætlum við líka að syngja mjög skemmtileg lög. Þau eru ekki bara á íslensku heldur líka á frönsku, þýsku, spænsku, ensku og fleiri málum. Svo kenni ég þeim líka nótnalestur gegnum að spila á ásláttarhljóðfæri.“ ■ Syngja eins og englar NATALIA CHOW OG ENGLAKÓRINN Starfsemi Englakórsins er að hefjast á ný eftir sumarfrí. HERMANN INGI HERMANNSSON Tónlistarmaður er 55 ára í dag og undirbýr stórafmæli hljómsveitarinnar Loga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.