Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 8
8 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Sonur Margaretar Thatcher: Grunaður um valdarán SUÐUR-AFRÍKA, AP Lögreglan í Suð- ur-Afríku handtók í gær Mark Thatcher, son Margaretar Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, grunaðan um að taka þátt í samsæri um valda- rán í Miðbaugs-Gíneu. Thatcher, sem er 51 árs, var handtekinn í Höfðaborg og mætti í dómsal síðar um daginn þar sem honum var birt ákæra. Lögmaður Thatcher segir hann handtekinn grunaðan um að fjármagna þyrlukaup sem átti að nota við valdaránið. Thatcher kveðst sýkn saka af ákærunni. Nítján aðrir hafa verið kærðir í Miðbaugs-Gíneu fyrir aðild sína að valdaráninu og 70 málaliðar eru undir grun í Zimbabwe. Yfirvöld í Mið- baugs-Gíneu vilja fá Thatcher framseldan. Miklar olíuauðlind- ir landsins eru taldar helsti hvati samsærismannanna. Thatcher hefur starfað í olíu- bransanum undanfarin ár og kom- ist í kast við lögin áður. Hann bjó í Bandaríkjunum þar til fyrir tveimur árum en flutti þá til Suð- ur-Afríku. Hann var meðal annars grunaður um ólöglega vopnasölu á meðan móðir hans var enn for- sætisráðherra. ■ Óvíst um lækkun vaxta nýju lánanna Ný lán bankanna hafa þegar haft áhrif á ávöxtunarkröfu á markaði til lækkunar. Hækkandi stýrivextir vinna á móti og ekki víst að vextir bankanna lækki frekar í bráð. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur nýju lánin auka þensluna í samfélaginu. Þau styðji við hækkanir á fasteignaverði og auki enkaneyslu. LÁNAMARKAÐUR Skiptar skoðanir eru um hvort útlánavextir íbúða- lána muni lækka mikið meira en nú er þrátt fyrir lækkun ávöxtun- arkröfu. Ávöxtunarkrafa á mark- aði hefur lækkað ávöxtunarkröfu á markaði. Sérfræðingar á mark- aði gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Margir velta því sér hvort vextir af lánum bankanna muni lækka enn frekar. Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunnar, segir að ekki sé sjálfgefið að vext- irnir lækki þótt ávöxtunarkrafan fari niður. Við lækkun ávöxtunar- kröfu lækki fjármagnskostnaður bankanna vegna skuldabréfaút- gáfu. „Hins vegar eru um 70 pró- sent þess fjár sem bankarnir afla sér háð stýrivöxtum Seðlabank- ans.“ Stýrivextir Seðlabankans eru á uppleið og spáð er hækkandi vöxtum í viðskiptalöndum okkar. „Undirliggjandi vextir fara lækk- andi en venjulegur íbúðareigandi þarf ekki að verða svo mikið var við það.“ Tryggvi Þór segist gera ráð fyrir að hörð samkeppni muni áfram ríkja á þessum markaði. „Það sem við erum að sjá eru af- leiðingar einkarekins bankakerfis og frelsis á fjármagnsmarkaði. Það var hægt að gera þetta fyrr en þá vantaði viljann. Það má segja að KB banki hafi kastað stríðshanskanum með nýju lánun- um.“ Tryggvi segir að ef Íbúða- lánasjóður ákveði að bregðast við af fullum krafti, þá verði erfitt fyrir bankana að keppa við hann. Hann segir að þótt KB banki hafi kannski ekki mikið upp úr lánun- um sem slíkum, þá fái bankinn góða umræðu um sjálfan sig í kaupbæti með því að taka frum- kvæðið. Tryggvi telur að þessi nýju lán auki á þensluna í samfélaginu, styðji við hækkanir á fasteigna- markaði og auki einkaneyslu. „Þetta hefur áhrif á einkaneysluna, sér- staklega hjá fólki sem keypti í upp- hafi hækkana á fasteignamarkaði.“ Hann segir að margir freistist ef- laust til að bæta ofan á núverandi skuldir með lánum á lægri vöxtum. „Það kæmi manni ekkert á óvart ef það gerðist.“ hafliði@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI ÍSLENSKRA EINKALEYFISUMSÓKNA HJÁ EINKALEYFASTOFUNNI: 1990 17 umsóknir 1994 22 umsóknir 1998 41 umsókn 2002 60 umsóknir Heimild: Einkaleyfastofan – hefur þú séð DV í dag? Stjörnulögfræðingur óttast um líf og limi fjölskyldu sinnar Bátasmiður hótar Helga Jóhannessyni lífláti – sat áður inni fyrir að rassskella lögmann Aukin samkeppni í útlánum: Stimpilgjald ríkisins markaðshindrun VIÐSKIPTI Stimpilgjald ríkisins vegna nýrra lána virkar að mati sérfræðinga sem markaðshindrun í vaxandi samkeppni um endur- fjármögnun lána. „Bankarnir eru búnir að lækka lántökugjöld sín úr tveimur prósentum niður í eitt,“ segir Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar. Stimpilgjald vegna nýrra lána er 1,5 prósent og dregur því úr hagkvæmni þess að endurfjármagna lán á lægri vöxt- um. „Stórir aðilar gefa ekki út skuldabréf heldur gera lánasamn- inga með allsherjar tryggingu á bakvið. Þar með sleppa þeir við stimpilgjaldið. Það eru bara stórir aðilar sem sleppa við stimpilgjald- ið en almenningur þarf að borga þetta stimpilgjald sem þekkist ekki í nágrannalöndunum.“ Jafet segir að þetta sé klár- lega markaðshindrun á markaði þar sem aukin samkeppni er í vaxtakjörum. Ákveðinn hópur er því að borga hærri vexti en ella vegna þess að stimpilgjaldið étur upp ávinninginn af lækkandi vöxtum. ■ THATCHER MÆÐGININ Thatcher er grunaður um að fjármagna kaup á þyrlu sem nota átti við valdarán í Mið- baugs-Gíneu. DREGUR ÚR ÁVINNINGI Jafet Ólafsson segir stærri aðila koma sér hjá stimpilgjaldi með því að gera lánasamninga í stað þess að gefa út skuldabréf. AUKIN NEYSLA Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir að ekki kæmi sér á óvart þótt einhver hópur þeirra sem endurfjármagna húsnæði með nýjum lánum nýti svigrúmið til aukinnar neyslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Akureyri: Frítt í strætó SVEITARSTJÓRNARMÁL Á Akureyri hyggjast menn nota aðrar aðferðir við að fjölga farþegum með strætis- vögnum en á höfuðborgar- s v æ ð i n u . Verða á næst- unni borin út ókeypis mán- aðarkort í strætisvagna bæjarins og standa vonir til að með því sé hægt að slá tvær flug- ur í einu höggi; fjölga farþegum og um leið kynna fyrir fólki nýjar leið- ir strætisvagna bæjarins. Hafa ver- ið gerðar talsverðar breytingar á leiðakerfinu fyrir norðan og fækkar þar með leiðum úr tíu í fjórar. Al- mennt er ódýrara að ferðast með strætisvögnum á Akureyri en í höf- uðborginni og stendur ekki til að breyta gjaldinu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.