Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 10
10 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ALNÆMISSPÍTALI Í VÍETNAM Forseti Víetnams færir hér alnæmissjúk- lingi á spítala gjöf. Forsetinn hefur ásamt öðrum frammámönnum í landinu heim- sótt spítala fyrir alnæmissjúka í Hanoi til marks um að stjórnvöld ætli að sporna við sjúkdómnum. FUGLALÍF Ljósmyndasafn allra tegunda fugla sem sést hafa á Suð- austurlandi verður sett upp á netinu samhliða fuglaathugunar- stöð sem er í undirbúningi á Höfn. Í stöðinni eiga að fara fram talningar, merkingar, skráningar og alhliða rannsóknir á fuglalífi á Suðaustur- landi í samráði við Náttúrufræði- stofnun Íslands, segir Brynjúlfur Brynjólfsson, forsvarsmaður Fé- lags fuglaáhugamanna. „Helsta hugsunin er að halda áfram og byggja ofan á starf Hálfdáns Björnssonar frá Kví- skerjum í Öræfum. Hann hefur skoðað og rannsakað fugla í um 60 ár.“ Brynjúlfur og fuglaáhugamenn á Höfn hafa fengið sveitarfélagið Hornafjörð, Háskólasetrið á Höfn, Frumkvöðlasetur Austurlands, Fram- haldskólann í Austur-Skaftafellssýslu og Menningarmiðstöð Hornafjarðar og ýmsa einstaklinga í lið með sér. Albert Eymundsson, bæjarstjóri í Hornafirði, segir áhuga Brynjúlfs og félaga hafa smitað út frá sér. „Ég finn aukinn áhuga á fuglalífi í kringum mig sem er tilkominn vegna þessara athugana.“ Brynjúlfur segir miklar vonir bundnar við að stöðin geti hafið starfsemi snemma á næsta ári. „Við erum að berjast við að fá eitt stöðu- gildi. Hversu margir starfsmenn koma þar að er enn óákveðið enda ekki fast í hendi.“ ■ SKÓGARÞRÖSTUR Spörfuglar eins og skógarþrestir eru veiddir í sérstök net til merkinga. Á Höfn er hug- myndin að setja upp fuglaathugunarstöð til markvissra rannsókna. Ráðunautar Evrópu- sambandsins: Vilja aðildar- viðræður við Tyrkland HOLLAND, AP Ráðunautar hollensku ríkisstjórnarinnar, sem fer með forsæti í Evrópusambandinu um þessar mundir, leggur til að aðild- arviðræður við Tyrkland verði hafnar innan tveggja ára. Ríkisstjórnin telur þó óráðlegt að setja ákveðin tímamörk við aðildarviðræður til að vekja Tyrkjum ekki falskar vonir. Evrópusambandið hefur lofað þær umbætur sem átt hafa sér stað í Tyrklandi undanfarið, en enn sé margt ógert. Mannréttindabrot, kúgun kvenna og tjáningarhelsi sé enn of mikið til að Tyrkland geti gengið í Evrópusambandið. ■ Fellubylur í Kína: Hundruð þúsunda flýja heimili sín KÍNA, AP Um 320 þúsund manns við strendur Kína hafa þurft að yfir- gefa heimili sín eftir að fellibylur- inn Aere gekk yfir í gær. Bylurinn hafði áður farið yfir Taívan og orðið að minnsta kosti fimm að bana. Aere fór á land í gærmorgun, sunnan við Shanghai. Götur eru á kafi í vatni og járnrusli sem rifnað hefur upp. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast vegna bylsins. Bátar hafa verið festir tryggi- lega við hafnir sínar og vinnuvélar og áhöld hafa verið færð í skjól. Iðnaðarmenn eru beðnir um að fresta öllum framkvæmdum þar til fellibylurinn er genginn yfir. ■ FLÚIÐ UNDAN STORMINUM Íbúar við strendur Kína flýja í öruggt skjól. IÐNAÐUR Íslenskum iðnaði er best borgið innan Evrópusambandsins; að mjólkuriðnaði undanskildum, segir Vilmundur Jósefsson, for- maður Samtaka iðnaðarins. „Við erum að bíða okkur til tjóns en við gerum okkur grein fyrir að aðild að sambandinu er ekki á döfinni á næstunni,“ segir Vilmundur. Hrókering Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar á ráðuneytum utanríkis- og forsætisráðherra hafi engin áhrif á þróun samskipta við sambandið: „Það virðist ekki vera vilji hjá meirihluta þjóðinnar að fara þessa leið eins og er vegna sjávar- útvegsins. Ég á ekki von á því að nein meginbreyting verði.“ Gylfi Magnússon, deildarstjóri viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir aðild breyta litlu fyrir iðnaðar- og þjón- ustugreinar, sem hafi nú þegar opinn aðgang að mörkuðum sam- bandsins en miklu fyrir sjávar- útveg og landbúnað. Ekki sé rétt að að láta sjávarútveg ákvarða aðild að sambandinu. Neytendur myndu hins vegar hagnast væri stefna sambandsins í landbún- aðarmálum tekin upp hér á landi. „Hlutfallslegt vægi sjávarút- vegs hefur farið minnkandi og allt útlit er fyrir að það haldi áfram. Hann skapar rétt um eða undir 40% í gjaldeyristekjur og um 10% í vinnuafli. Það verður að taka tillit til þess að ekki er hægt að láta ákvörðun um aðild að sam- bandinu byggja aðeins á ákvörð- unum um sjávarútveg. Þess utan liggur ekki fyrir hvernig íslenskum sjávarútvegi yrði borgið innan sambandsins en ekki fæst úr því skorið nema með aðildarviðræðum,“ segir Gylfi Magnússon. Gylfi segir landbúnaðarstefnu Evrópusambandins hafa verið harðlega gagnrýnda fyrir kostnað sem hún leggi á neytendur og skattgreiðendur í sambandinu: „Ef við gengjum í sambandið yrðum við væntanlega að taka stefnuna upp. Það verður að skoða í ljósi þess að við erum sjálf með stefnu sem er ef eitthvað er verri en stefna Evrópusambandsins frá sjónarhóli neytenda og skatt- greiðenda.“ gag@frettabladid.is Iðnaðurinn mun skaðast utan ESB Það er mat formanns Samtaka iðnaðarins. Deildarstjóri viðskipta- og hag- fræðideildar HÍ segir ekki rétt að sjávarútvegur stöðvi viðræður. GYLFI MAGNÚSSON Segir ekki rétt að að láta sjávarútveg ákvarða aðild að Evrópusambandinu. HRÓKERINGAR HAFA ENGIN ÁHRIF Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að hrókeringar Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórninni hafi engin áhrif á þróun samskipta við Evrópusambandið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÍRAK, AP Æðsti sjíaklerkur Íraks, Ali Husseini al Sistani, hefur snúið aftur til landsins frá Bretlandi og hvetur fólk til að fara til Najaf til að binda enda á átökin sem staðið hafa þar í um þrjár vikur. Harðar skærur standa enn í Najaf milli íraskra og bandarískra hersveita annars vegar og hins vegar skæruliða sem halda sig við grafreit í borginni. Íraska lög- reglan hefur lokað borgarhlutanum þar sem átökin eru og hindra bíla í að fara inn á svæðið. Írösk yfirvöld segja stuðningsmenn sjíaklerksins Muqtada al Sadr vera að þrotum komna. Bandaríkjamenn fullyrða að al Sadr hafi sjálfur flúið borgina fyrir nokkrum dögum. Al Sistani hefur verið undir læknishöndum í Bretlandi síðan í ágústbyrjun en snýr heim til að stöðva frekari blóðsúthellingar í Najaf, að sögn talsmanna hans. Íraska lögreglan biður fólk ekki að fara til Najaf fyrr en al Sistani sjálfur er kominn þangað og hefur gefið frekari fyrirskipanir, ellegar stefni það lífi sínu í voða. ■ Æðsti klerkur Íraks: Stillir til friðar í Najaf AL SISTANI KEMUR TIL ÍRAKS Bílalest sjíaklerksins kemur til Írak frá Kúvæt. Al Sistani hefur verið staddur erlendis frá því að átökin í Najaf hófust. Súdanskir flóttamenn: Óeirðir við skrifstofur SÞ EGYPTALAND, AP Um 40 súdanskir mótmælendur og 60 egypskir lög- reglumenn slösuðust í mótmælum fyrir framan skrifstofur flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna í Kaíró í gær. Um 500 súdanskir flóttamenn í Kaíró mótmæltu aðgerðaleysi Sameinuðu þjóðanna við skrif- stofurnar og kröfðust þess að þær sendu friðargæslulið til Darfur- héraðs til að tryggja öryggi borgara og afvopna arabískar vígasveitir. Egypska óeirðalögreglan skaut táragasi að mannfjöldanum og brutust út allsherjaróeirðir í kjöl- farið. Fimmtán mótmælendur voru handteknir. ■ ÓEIRÐIR Á GÖTUM KAÍRÓ Egypska óeirðalögreglan skaut meðal annars táragasi að mótmmælendum við skrifstofur flóttamannahjálpar SÞ. Reisa fuglaathugunarstöð á Höfn: Rannsóknir á fuglum verða markvissar M YN D /B RY N JÚ LF U R B RY N JÓ LF SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.