Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 2
Vanskil lána: Ekki minni síðan 2000 EFNAHAGSMÁL Vanskil í íslenska lánakerfinu voru 2,2 prósent af heildarútlánum í lok júní í ár. Um áramót var vanskilahlutfallið 3,1 prósent. Fram kemur á heimasíðu Fjár- málaeftirlitsins að vanskil í lánakerfinu hafi ekki verið minni síðan árið 2000. Hjá einstaklingum minnkuðu vanskil úr 5,5 prósentum í 4,6 pró- sent, en vanskil fyrirtækja lækk- uðu úr 2,5 prósentum í 1,7 prósent. Í lok júní námu vanskil í lána- kerfinu 25,6 milljörðum króna en voru 29,5 milljarðar króna í árs- lok. Á þessu ári hafa útlán hækkað mjög á sama tíma og vanskil hafa minnkað - bæði hlutfallslega og í heildina. ■ 2 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Orkuveitan keypti ljósleiðara og seldi Línu.net: Borgaði 400 milljónir á milli VIÐSKIPTI Orkuveitan seldi sjötíu prósenta hlut sinn í Línu.net á 280 milljónir króna til Og Vodafone. Þá keypti hún sex prósenta hlut Og Vodafone í ljósleiðarakerfinu á milli sjö og átta hundruð milljónir. Og Vodafone fékk því milli fjögur og fimm hundruð milljónir króna þegar gengið var frá viðskiptunum. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, vildi ekki staðfesta tölur úr samningunum. „Og Vodafone á eftir að senda til- kynningu inn á Verðbréfaþing og verður að fá tækifæri til þess,“ sagði hann og taldi einkennilegt ef menn í trúnaðarstörfum væru farnir að leka samningum fyrir- tækja. „Lína.net er bara einn þáttur í löngum samningi og alls ekki hægt að stilla því þannig upp að verið sé að borga með fyrirtækinu.“ Tap Línu.nets í fyrra nam, samkvæmt, ársreikningi tæpum 130 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir því að þeir sem legið hafa yfir tölum fyrirtækisins hafi líka skoðað sex mánaða uppgjörið. Þar kemur fram að tapið er nánast horfið og stefnir í hagnað á árinu. Þannig að ekki er verið að selja þess vegna,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að stjórnendur Orkuveitunnar meti ljósleiðarakerfið á um fjóra millj- arða króna og að tekjur fyrirtækis- ins og aðildarfélaga af rekstri kerf- isins hafi numið um fimm hundruð milljónum á síðasta ári. ■ Þorskur í hrefnum fyrir norðan Þorskur hefur fundist í hrefnum norðan við landið. Það staðfestir með óvíkjandi hætti að þorskur er hluti fæðu hrefna, segir hvalasérfræðing- ur. Hve stór sé ekki vitað og skýrist við lok vísindaveiða árið 2006. VÍSINDI Þorskur hefur fundist í magainnihaldi hrefna norðan við landið við vísindaveiðar Hafrann- sóknastofnunarinnar. Þorskur virðist því vera reglulegur hluti af fæðu hrefnu hér við land, segir Gísli Víkingsson hvalasérfræð- ingur. „Um 44 þúsund hrefnur eru við Ísland á sumrin. Út frá því og vit- neskju um hvað dýrin þurfa sér til viðurværis er talið að hrefnur éti um tvær milljónir tonna af ein- hverri fæðu en við vitum ekki nægilega vel hver hún er,“ segir Gísli. Hann segir vísindaveið- arnar eiga að svara því. Enn sé ekki tímabært að segja til um hversu mikið af þorski hrefnur éti enda einungis um einum þriðja rannsóknanna lokið. „Fyrir fram höfðum við mjög litla þekkingu á fæðu hrefna. Það litla sem við vissum var byggt á samtals 60 magasýnum á 20 ára tímabili úr strönduðum, rotnuðum hvölum eða þeim sem höfðu drepist í netum. Það eru ekki góðar sýnatökur en það litla sem þær skiluðu var þó að þorskur var á meðal fæðutegundanna. Það er hlutur sem gæti haft mikla efna- hagslega þýðingu ef rétt er. En sýnin voru svo fá að við töldum að það gæti hafa verið tilviljun. Nú höfum við fengið það staðfest að þorskur virðist vera reglulegur hluti af fæðu hrefnu hér við land,“ segir Gísli Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segir ekki tímabært að draga ályktanir af niðurstöðu hvalrannsóknanna. „Engar álykt- anir verða dregnar eða ákvarð- anir teknar nema að rannsókninni lokinni,“ segir Árni. Hann segir rannsóknirnar gerðar þar sem rökstuddar grunsemdir hafi verið um að hrefnan neytti það mikils fiskjar að það gæti haft áhrif á efnahag landsins. Til hvaða að- gerða grípa eigi reynist grun- semdirnar réttar liggi ekki fyrir. Gísli segir að vetrartíminn verði nýttur til að vinna úr sýn- unum sem safnað hafi verið. Næsta vor verði fyrstu niðurstöður rannsóknanna kynntar. Þó með þeim fyrirvara að rannsóknunum sé ekki lokið og frekari veiðar geti styrkt eða hrakið niðurstöðurnar. gag@frettabladid.is Veðurstofa Íslands: Vætusamt næstu daga VEÐUR „Það er ennþá svo hlýtt að það er nær lagi að tala um síðsum- arlægðir yfir landinu,“ segir Björn Sævar Einarsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands og telur fullsnemmt að tala um haustveður vegna þess að hitastig sé enn tiltölulega hátt. Dumbungur var yfir landinu í gær og von á svipuðu veðri í dag og jafnvel lengur. „Það lítur út fyr- ir vætu og rigningu næstu daga enda hafa margir orðið til þess að óska eftir slíku fyrir gróður og vatnsból. Þeim verður að ósk sinni enda verður að líkindum vætu- samt um allt land út vikuna. ■ Andlát: Gunnar G. Schram látinn ANDLÁT Gunnar G. Schram laga- prófessor er látinn. Hann var 73 ára að aldri. Gunnar kvæntist Elísu Steinunni Jónsdóttur árið 1957 og eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti hann dóttur. Gunnar lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1956 og dokt- orsprófi í þjóðarétti frá háskólanum í Cambridge 1961. Eftir doktorspróf var hann ráðinn ritstjóri Vísis þar sem hann var til ársins 1966 þegar hann réðist til starfa í utanríkis- ráðuneytinu. Hann varð lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1970 og prófessor fjórum árum síðar. Árið 1987 var Gunnar kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi og gegndi því starfi til 1991. ■ ■ VIÐSKIPTI Jú, hún var eiginlega alveg ótrúlega skrýtin. Þægilegt að hún skildi koma. Elmar Dan Sigþórsson batt enda á mikla marka- þurrð KA manna þegar hann skoraði fyrsta mark þeirra í rúmlega sjö leikjum. Ekkert annað lið í sögu efstu deildar karla hefur þurft að bíða jafn lengi eftir marki. SPURNING DAGSINS Elmar, var þetta ekkert skrýtin tilfinning UPP ÚR KAFI Komið hefur upp úr kafinu að hrefna éti þorsk norðan við landið. GÍSLI VÍKINGSSON Segir enn ekki ljóst hversu mikið hrefnur éti af þorski. Fjöldi veiddra dýra sé ekki nægilegur til að fá marktæka niðurstöðu. Hún fáist við lok veiða á 200 dýrum árið 2006. VÍSINDI Rannsókum á hrefnum verð- ur haldið áfram í haust. Sextán 200 þúsund króna merki verða fest á bak hrefna. Annars vegar tíu merki sem sýna staðsetningu þeirra. Hins vegar sex merki sem safna upplýs- ingum um köfunarhegðun dýranna. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun- inni, segir rannsóknina hluta af hrefnurannsóknum síðustu tveggja sumra og eigi að svara viðverutíma hvalanna hér við land. Einnig sé verið að glíma við eina veigameiri spuningu hvalvísinda um allan heim: Hvar skíðishvalir haldi sig á veturna. Þegar hafi tveimur merkjum verið komið fyrir á baki hrefna úr minnsta hrefnuveiði- bátnum, Nirði. „Við erum í samstarfi við danska vísindamenn sem hanna merkin. Þeim er skotið með loft- byssu í bakið á dýrunum. Merkin eru með krókum sem festast í spik- inu á þeim og síðan ná þau, ef vel gengur, sambandi við gervihnetti,“ segir Gísli. Gísli segir merkin enn á þróun- arstigi: „Menn hafa í áratugi reynt að finna hinu réttu lausn fyrir hval- ina. Bæði þola merkin illa hnjask og því erfitt að skjóta þeim svona. Þetta er mun erfiðara en með dýr eins og ísbirni sem hægt er að svæfa og koma merkinu haganlega fyrir. Hvalina getum við ekki fangað og haldið. Þeir eru auk þess í kafi yfir 95 prósent tímans.“ ■ Sextán sendum komið á bak skíðishvala: Vísindarannsóknum haldið áfram HVALARANNSÓKNIR Gísli Víkingsson er hér með starfsfélögum sínum frá Náttúrufræðistofnun Grænlands: Mikkel Villum Jensen, iðnhönnuði merkjanna, og Arne Geisler. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L GUNNAR G. SCHRAM ALLTAF Í SKOÐUN Fjármálaeftir- litið lætur ekki uppi hvort bol- magn íslenskra banka til að bjóða langtímalán á 4,4 prósent vöxtum sé sérstaklega til athugunar. Fjár- málaeftirlitinu er skylt að fylgjast með hvort fjármálastofnanir séu líklegar til að standast skuldbind- ingar sínar. Ragnars Hafliðason, aðstoðarfor- stjóra Fjármálaeftirlitsins, segir skuldbindingar fjármálastofnana í sífelldri skoðun. OG VODAFONE Heimildir Fréttablaðsins herma að Og Vodafone hafi fengið á milli fjögur og fimm hundruð milljónir króna í milligjöf vegna kaupanna á Línu.net. Morðin í Silkeborg: Sendur í geðrannsókn DANMÖRK Líklegt er talið að Danny Jensen, maðurinn sem skaut tvo menn til bana á skemmtistað í Silkeborg í Dan- mörku aðfaranótt sunnudags, hafi skotið þá í afbrýði- semiskasti, að sögn dönsku lög- reglunnar. Mennirnir tveir sem voru skotnir voru 33 og 35 ára. Þeir höfðu gefið sig á tal við sautján ára gamla unnustu árásarmannsins, en hann er sjálfur 22 ára gamall. Jensen var handtekinn skömmu eftir skotárásina og var hann yfirheyrður í gær. Þá hefur jafnframt verið ákveðið að Danny Jensen sæti geðrannsókn. Tugir vitna voru að árásinni og yfirheyrði lögreglan fjölda þeirra gær. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.