Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 8
8 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Olíuhækkanir undanfarinna mánaða komið sérlega illa við smærri fyrirtæki: Gengi Bandaríkjadals bjargaði málum OLÍUVERÐ „Dollarinn hefur verið mun lægri en í fyrra og það hefur bjargað mörgum verktakanum frá því að lenda illa í því,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlaðbæ-colas, en fyrirtæki hans er eitt það umfangsmesta í malbikunarframkvæmdum hér á landi. Stígandi olíuverð í allt sumar hefur haft mikil áhrif á rekstur verktaka hér á landi þar sem út- boð fara venjulega fram í byrjun ársins. „Við hér gerum ráð fyrir slíkum breytingum sem geta orð- ið á verði olíu en fáir bjuggust við slíkum hækkunum sem orðið hafa. Gróft reiknað hefur kostn- aður aukist í rekstrinum vegna þessa um fimm prósent frá árinu á undan og það munar um slíkt hjá smærri fyrirtækjum.“ Sigþór er þess fullviss að lágt gengi dollarans sem vegið hefur á móti hækkun olíuverðsins hafi komið í veg fyrir stór áföll innan greinarinnar. „Á sama tíma í fyrra var dollarinn í 80 krónum en hefur verið kringum 70 í ár og það hefur bjargað því sem bjargað varð.“ ■ FASTEIGNAVIÐSKIPTI Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabank- anna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. „Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu,“ segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig laga- setningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lána- möguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breyt- ingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóð- hagsstærða. „Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrð- ina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhús- næði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjár- magna einkaneyslu eða eitthvað annað,“ segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bund- in ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjár- mögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkj- andi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjöl- farið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið. thkjart@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ ÚTFLUTNINGUR BÚVARA Hringamyndunarnefnd vill Sigurð Einarsson burt og skipta Samkeppnis- stofnun í tvennt – hefur þú séð DV í dag? Forsvarsmenn KB banka hóta að flytja starf- semina úr landi LESTARKERFIÐ ENDURBÆTT Kín- verk stjórnvöld hafa samið við þrjá útlenda verktaka um að end- urbæta lestarkerfi landsins. Lest- arkerfið hefur ekki staðist álagið sem orðið hefur í kjölfar gríðar- legra efnahagslegra umbóta í landinu. Miklar tafir hafa orðið á lestarsamgöngum vegna van- kanta í kerfinu og hefur það komið mörgum fyrirtækjum, sem treysta á lestarflutninga, mjög illa. Verkefnið er metið á um 70 milljarða króna. APAR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Ví- etnamska apategundin Delacour’s langur er í mikilli útrýmingar- hættu. Talið er að stofninn telji einungis um 300 dýr og segja sér- fræðingar að ef ekki verði gripið til aðgerða til að vernda tegund- ina verði hún útdauð innan tíu ára. Aparnir eru ofsóttir af veiði- mönnum sem selja apana dýru verði til Kína þar sem bein og líf- færi þeirra eru notuð í lyf. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Á ÞÓRSMERKURVEGI Erlendur ferðamaður velti bíla- leigubíl á Þórsmerkurvegi í gær- dag. Maðurinn nauðhemlaði þegar kind hljóp fyrir bílinn en lausamöl er á veginum og bíllinn valt. Maðurinn slapp án meiðsla en bíllinn skemmdist töluvert. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I MALBIKUN Í NÓATÚNI Margir verktakar hafa orðið að taka alfarið á sig kostnað vegna hækkandi olíuverðs undanfarna mánuði. ■ ASÍA HÁKON RÓBERT JÓNSSON HJÁ KJÖREIGN Segir að ekki sé komin í gang uppsveifla á fasteignamarkaði þrátt fyrir nýja lánamöguleika bankanna. Hann á von á því að fólk bíði um hríð og sjái hvernig mál þróist. ARNÓR SIGHVATSSON, AÐALHAGFRÆÐINGUR SEÐLABANKANS Telur hugsanlegt að nýir lánamöguleikar auki einkaneyslu. Hugsan- lega hafa lánin styrkjandi áhrif á gengi krónunnar til skamms tíma en veikingu, sökum aukinnar einkaneyslu, til lengri tíma litið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ekki komin sveifla á fasteignamarkaði Líklegt er að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun hag- stærða. Fasteignasali segir fólk vera smeykt við að binda sig til langs tíma og bíði eftir aðgerðum Íbúðalánasjóðs og Alþingis. ÚTFLUTNINGUR SKINNA, GÆRA, ULLAR OG FIÐURS Á SÍÐASTA ÁRI Nautgripa og hrosshúðir 357,1 tonn Refa- og minkaskinn 29,1 tonn Gærur, saltaðar 80,7 tonn Ull 1.145,3 tonn Dúnn 2,2 tonn Heimild: Hagstofa Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.