Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 26
10 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orð- inn lífsstíll,“ segir Sigrún Ander- sen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. „Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leið- beiningar frá hlaupara í fjölskyld- unni.“ Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. „Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana,“ segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsu- rækt eins og eróbikk og spinning. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég húkkaðist alveg.“ Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. „Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar,“ segir Sigrún að- spurð. „Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég nýt þessa félagsskapar í botn.“ Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. „Það er ný og skemmtileg lífsreynsla,“ segir hún hlæjandi. „En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið er bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. „Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta svo miklu skemmtilegra.“ ■ Ert þú að fullnægja þinni daglegu próteinþörf ?? Fáðu persónlega Próteingreiningu og prógram sérsniðið að þínum þörfum hjá okkar lífsstílsleiðbeinendum. www.heilsufrettir.is/augljos Bylting í þyngdarstjórnun - Próteinmæling !! Díana 18 kg Halldóra 20 kg Rósalind 16 kg Nýjar rannsóknir frá Banda- ríkjunum sýna að æfingar gerð- ar í 10 mínútur þrisvar á dag geta gert meira til að draga úr hjartasjúkdómum en 30 mínút- ur samfellt af sömu æfingun- um. Rannsóknirnar sýndu að æf- ingar gerðar með vissu millibili lækkuðu magn af vissri hlut- lausri fitu í blóðinu sem er slæm fyrir hjartað og gerðu það mun meira en samfelldar æf- ingar. Hins vegar segja þeir sem að rannsókninni stóðu að ekki megi lesa of mikið í þetta og halda að samfelldar æfingar geri ekkert gagn. Sú niðurstaða sem er merkilegust er að stutt- ar æfingar með vissu millibili eru líka góðar og skipti mestu máli að finna tíma sem manni best hentar til að stunda líkams- rækt. ■ Við erum öll því marki brennd að vera óánægð með líkama okkar. En ekki eru allir eins og allir geta verið fallegir á sinn hátt. Hér á eftir fylgja nokkrar aðferðir til að bæta líkamsímyndina og líða bet- ur í sjálfum sér. -Settu þér raunhæf markmið Það er ekki raunhæft að vilja líta út eins og renglulegur unglingur þeg- ar þú ert foreldri á fimmtugsaldri. Raunhæft markmið er að líta vel út og líða vel eftir aldri og líkams- gerð. Það þýðir að við eigum að stefna að því að hafa frelsi til að gera það sem við viljum (geta hreyft okkur eðlilega, komist upp stigana og jafnvel á fjöll ef vill) og líða vel í líkamanum og okkur sjálf- um frekar en að ná einhverjum ákveðnum tölum á vigtina. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að fólk sem er feitlagið og í formi lifir lengur og bet- ur en þeir sem eru grann- vaxnir og stun- da enga lík- amsrækt. -Taktu sjálfa/-n þig í sátt Fyrsta skrefið til að bæta líkams- ímynd okkar er að skoða líkama okkar eins og hann er og án þess að gagnrýna og dæma. Líkaminn okk- ar hefur jú fylgt okkur þetta lengi og öll merki á honum segja sögu okkar. Kannski berum við ör eftir áverka eða merki þess að við höf- um einhvern tíma gengið með barn. Allt er þetta hluti af því hver við erum, því sem lífið hefur kennt okkur og þeirri reynslu sem við búum yfir. Og því ber að fagna. -Breyttu því sem þú getur breytt Sama hvað þú reynir þá breytir þú ekki hæð þinni eða líkamsgerð. En þú getur þjálfað og styrkt vöð- vana, rétt úr bakinu og gert teygjuæfingar svo þú verðir liðu- gri og sjálfsöruggari. Þú getur líka breytt líkamshlutföllunum með því til dæmis að styrkja axl- irnar sem mótvægi við breiðar mjaðmir. -Sættu þig við það sem þú færð ekki breytt Þú þarft að semja frið við þá lík- amshluta sem valda þér mestu hugarangri. Vandamálið er ekki endilega fólgið í þessum líkams- hlutum heldur í þeirri staðreynd að þeir ræna þig sjálfstrausti og sálarró. Hér er góð aðferð til að ná sáttum við þá hluta okkar sjál- fra sem okkur finnast hvað ófríð- astir: Slakaðu á, lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líkamshlutann sem fer í taugarnar á þér, risa- stóran svo hann fyllir út í sjón- deildarhringinn. Minnkaðu hann þangað til hann er orðinn pínu- pínulítill og hverfur loksins. Kall- aðu svo strax fram góða endur- minningu sem lætur þér líða vel. Brostu breitt og opnaðu augun. Endurtaktu þessa æfingu reglu- lega. -Fagnaðu þeim lík- amshlutum sem þú ert óánægð/- ur með Stattu fyrir fram- an spegilinn og beindu athyglinni að þeim líkams- hluta sem þú ert óánægð/-ur með. Þrýstu honum fram og dillaðu hon- um. Settu uppáhaldstónlistina þína á og dansaðu til heiðurs stóru bumbunni þinni, litlu brjóstunum, ljótu hnjánum eða hverju því öðru sem þér kann að þykja ljótt við þig. Sjáðu hvað lík- ami þinn er fallegur og mikið krafta- verk og fáðu bæði þig og al- heiminn til að elska þig eins og þú ert. -Búðu til þín eigin viðmið Búðu til myndasafn af fólki sem lít- ur út eins og þú í staðinn fyrir að horfa á myndir af ómögulega fal- legu fólki allan daginn. Mundu líka að myndunum af fallega fólkinu er yfirleitt breytt í tölvunni svo ekki einu sinni Kate Moss lítur út eins og Kate Moss í alvörunni. Þú getur slegið orðin „stórt nef“, „flatur rass“ eða „blómlegur kroppur“ inn á leitarvélar á ýmsum tungumálum og þar eru myndir af fólki sem er alveg eins og þú og stundum finnur þú meira að segja síður sem fjalla um hvað líkamshlutinn sem þú þol- ir ekki er stórkostlegur. Með þessu getur þú búið til þinn eigin heim þar sem þú ert eðlileg/-ur og mátt alveg vera eins og þú ert. Horfðu á myndir af venjulegu fólki í bland við „fallega fólkið“ og sjáðu hvað allir geta verið fallegir og þú líka. -Réttu svo úr þér, brostu og elsk- aðu sjálfa/-n þig og viti menn: líf- ið verður auðveldara og skemmti- legra. ■ Hjartað: Margt smátt gerir eitt stórt Gott er að gera æfingar við hvaða tækifæri sem gefst. Sigrún er húkkuð á skokkinu: Lúxus- og nautnaferð snerist upp í heilsuferð Sigrún Andersen nýtur hverrar stundar í hlaupahópnum, sem hún segir sérlega skemmti- legan félagsskap, og svo getur hún borðað það sem henni sýnist án þess að þyngjast. Stjarnan Venus: Allir geta verið stjörnur. Venus frá Willendorf er lofgjörð til frjósemi kvenna. Fegurðin í speglinum Venus eftir Reubens skoðar sig í speglinum. - mest lesna blað landsins Á MIÐVIKUDÖGUM Sparnaður, hlutabréf, lífeyrir ofl. Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.