Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 14
14 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR GRÆTUR SON SINN Sextug bosnísk kona heldur á mynd af syni sínum sem hvarf ásamt þúsundum annarra í stríðinu á Balkanskaga, sem stóð frá 1992 til 1995. Fjöldi fólks tók þátt í minningarathöfn til heiðurs þeim sem hurfu í stríðinu. Athöfnin fór fram í Sarajevó. Forsætisráðherrar léku sér í fótbolta á Sardiníu: Berlusconi lenti í samstuði við Blair ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, gengur nú haltur eftir að hafa leikið sér í fót- bolta við hús sitt á Sardiníu. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að ástæðan fyrir meiðslum Berlusconi sé Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands. Þegar Blair hafi verið í heimsókn hjá Berlusconi fyrr í mánuðinum hafi þeir spilað fótboltaleik þar sem fimm voru í liði. Þegar leikurinn stóð sem hæst á Blair að hafa tæklað Berlusconi með þeim afleið- ingum að ítalski forsætisráðherr- ann meiddist á vinstra hné. Verkur- inn versnaði með tímanum og end- aði það með því að Berlusconi þurfti að fara til læknis. Þegar blaðamenn spurðu Berlusconi út í atvikið vildi hann lítið tjá sig um það heldur sagði bara: „Þið vitið að vinstri hlutinn er alltaf með einhver vandræði.“ Breskir fjölmiðlar hafa líka gert sér mat úr þessu atviki for- sætisráðherranna á Miðjarðar- hafseyjunni. Hins vegar hafa svörin frá Downing-stræti 10 verið fremur rýr. „Það sem gerist í einkaferðum forsætisráðherrans er hans einkamál,“ sagði starfs- maður á skrifstofu ráðherrans. ■ Erlendir ökumenn valda hækkun iðgjalda Þegar erlendir ferðamenn á bílaleigubílum lenda í slysum er tjónið á ábyrgð bílaleigunnar vegna slysatrygginga. Bílaleigur vilja að kerfinu verði breytt í samræmi við það sem er algengast erlendis. Framkvæmdastjóri FÍB segir núverandi fyrirkomulag skila sér í hækkun iðgjalda. Erlendir ökumenn lenda talsvert í slysum hér á landi og segir lög- regla á landsbyggðinni það ekki síst vera vegna þess að þeir eru óvanir íslenskum vegaaðstæðum. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra er á bílaleigubílum. Sjóvá-Almennar tryggja um það bil 85 prósent af bílaleiguflota landsins. Samkvæmt upplýsing- um frá þeim urðu fyrstu sex mán- uði ársins slys á 100 ökumönnum í bílaleigubílum sem félagið tryggir. Af þeim voru 52 með er- lent ríkisfang. Einar Guðmundsson, hjá tjóna- deild Sjóvár-Almennra, bendir á að þessar tölur segi ekki alla sög- una því það vanti tölur fyrir júlí og ágúst. Væru þær teknar með myndi hlutfall slasaðra ökumanna með erlent ríkisfang hækka. Hækkandi iðgjöld Frá árinu 1987 hefur íslenskum bif- reiðaeigendum verið gert skylt að kaupa tvenns konar vátryggingar: Annars vegar ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem ökumaður veldur öðrum og hins vegar slysatrygg- ingu ökumanns. Slysatryggingin bætir ökumanni það tjón sem hann verður fyrir undir stýri, jafnvel þótt hann beri sjálfur ábyrgð á því. Slysatryggingin miðar við tekju- grunn ökumannsins og það tjón sem hann verður fyrir með tilliti til starfsorku í framtíðinni. Hún nær til allra bifreiðaeigenda og bílateg- unda. Erlendir ferðamenn sem leigja bíl á Íslandi þurfa því ekki að greiða sérstaklega fyrir slysa- tryggingu því hún fylgir bílnum. Verði þeir fyrir slysi undir stýri fá þeir greiddar bætur í samræmi við íslenskar reglur og það bitnar ekki á iðgjöldum þeirra heldur tryggingarkostnaði bílaleigunnar. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir þetta koma fram sem hluta af tjónakostnaði tryggingafélags viðkomandi bíla- leigu. Það hafi áhrif á iðgjalda- þörf félagsins og skili sér í út- gjöldum til neytenda. Þórunn Reynisdóttir, hjá bíla- leigunni Avis, segir Ísland vera eina landið af þeim 170 sem Avis er með útibú í þar sem fyrirkomu- lagið er með þessum hætti. Al- gengast sé í Evrópu að þeir sem leigja bíl tryggi sig sjálfir og há- mark slysatryggingar sé yfirleitt um tólf milljónir króna. Leigutakar tryggi sig sjálfir Þórunn telur að eðlilegra sé að leigutaki bíls sjái um að tryggja sig en að tryggingafélag beri þá ábyrgð. „Það þarf annars ekki mikið til að hleypa öllu kerfinu í uppnám,“ segir hún og nefnir sem dæmi franskan lækni sem lamað- ist eftir bílveltu fyrir nokkrum árum. Bílaleigu læknisins var gert að greiða 70 milljónir króna í bætur. „Það er fljótlegt að reikna að íslenskar bílaleigur geta ekki borið svona tjón miðað við þann vöxt sem er í ferðaþjónustunni. „ Þórunn segir fordæmi fyrir því að láta leigutaka bera ábyrgð á slysatryggingunni. „Þeir sem leigja bíl á rekstrarleigu eða kaupleigu eru gerðir ábyrgir fyrir tryggingum og persónulegur bónus þeirra hækkar ef það verð- ur tjón á bílnum. Við höfum bent á að það sama eigi að gilda um bíla- leigubíla.“ Runólfur Ólafsson hjá FÍB tekur undir orð Þórunnar og segir kerfið einnig ósanngjarnt gagnvart samkeppnisstöðu bílaleigna. Þær geti verið gerðar ábyrgar fyrir nokkru sem þær beri ekki ábyrgð á. Þóra Hjaltested, lögfræðingur hjá viðskiptaráðuneytinu, segir þessu ekki saman að jafna. Árið 1998 var lögum breytt þar sem eigendur ökutækja eða varan- legir umráðamenn voru gerðir ábyrgir fyrir slysatryggingu ökumanns. Í tilfelli rekstrarleigu er leigjandi bílsins varanlegur umráðamaður. Bílaleigur eru hins vegar taldir eigendur bíla sinna og varanlegir umráða- menn. Skyldutrygging sem kostnaðarliður Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga, segir að verði breytingar gerðar á lögboðnum slysatryggingum ökumanna verði þær að ná til allra, ekki aðeins bílaleiga. Hann bendir einnig á að ís- lenska fyrirkomulagið sé ekki einsdæmi. Það sé sambærilegt við það sem tíðkist á öllum Norðurlöndunum að Danmörku undanskilinni. Sigmar segir afstöðu trygg- ingafélaganna vera þá að fyrir- tæki verði að hlíta lögum og fyr- irtæki verði að haga rekstri sínum í samræmi við reglur. Tryggingafélögum sé skylt að selja slysatryggingar og bílaeig- endum að kaupa þær. „Slysa- tryggingin er eins og hver annar kostnaðarliður, skattar, skyldur og lögboðin gjöld. Fyrirtæki verða væntanlega að leggja saman þessa kostnaðarliði og reikna út leigugjaldið í sam- ræmi við það.“ Runólfur Ólafsson hjá FÍB er ekki sammála. „Bílarnir sjálfir eru föst stærð og auðvelt að meta. Slysin eru hins vegar stærð sem erfitt er að meta því slysatryggingar taka mið af tekjugrunni tjónþolans. Eitt slys getur vegið þungt í tjónakostn- aði lítils fyrirtækis og það er erfitt að taka þau inn í dæmið sem fastan kostnaðarlið.“ Ráðuneyti kannar breytingar Þórunn Reynisdóttir hjá Avis seg- ir bílaleigur hafa þrýst á stjórn- völd undanfarin fjögur ár en við- brögð hafi verið lítil. Þá hafi tryggingafélögin einnig verið treg til samstarfs. Sigmar Ármannsson hjá SÍT segir það ekki í verkahring trygg- ingafélaganna að gera breytingar á lögunum, heldur standi það á lög- gjafarvaldinu og viðkomandi fagráðuneyti. „Almennt eru trygg- ingafélögin á móti því að fólk sé skyldað til að kaupa tryggingar nema brýn nauðsyn krefji. Það var afstaða Alþingis á sínum tíma að ökumenn skyldu alltaf eiga rétt á bótum jafnvel þótt þeir bæru ábyrgð á slysinu sjálfir.“ Hann segir það ekki víst hvort trygginga- félög myndu missa spón úr aski sín- um ef lögunum yrði breytt. „Vænt- anlega myndu einhverjir vilja kaupa þessa tryggingu, en ef til vill myndu þeir sem síst skyldu, ungt fólk og efnalítið, sleppa því.“ Þóra Hjaltested hjá viðskipta- ráðuneytinu segir að um þessar mundir sé verið að kanna hvaða áhrif breytingar á slysatrygg- ingum ökumanns í tilfelli bíla- leiga myndu hafa í för með sér og er búist við niðurstöðum fyrir áramót. Hún segist ekki vita hvort norræna tryggingakerfið sé al- gengt meðal annarra Evrópulanda en bendir á að almennt miði Ísland réttarkerfi sitt við Norður- löndin. ■ SJÁLFSTÆÐIS MINNST Átta orustuþotur sýndu listir sínar í gær í tilefni af því að 82 ár voru liðin síðan landið varð sjálfstætt lýðræðisríki. Ungir menn í Framsókn: Hafna sölunni EINKAVÆÐING Félag ungra fram- sóknarmanna í Skagafirði hafnar sölu Símans. „Ef af sölunni verður getum við íbúar landsbyggðarinnar gleymt því að lokið verði við upp- byggingu dreifikerfa Símans. Hvað þá að dreifikerfi framtíðar- innar verði lögð til okkar, því getum við líka gleymt. Núna á þeim tímum sem tækni, samskipti og hraði skifta æ meira máli í okkar samfélagi er það undarlegt að menn ætli að selja Símann og þar með útiloka dreifðari byggðir landsins frá því að sitja við sama borð og aðrar byggðir landsins,“ ritar Ingi Björn Árnason á vefsíðu félagsins og áréttar höfnun fé- lagsins frá aðalfundi. ■ SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON Stjórnarformaður Norðurljósa. Tímaritamarkaður: Norðurljós skoða Fróða VIÐSKIPTI Skarphéðinn Berg Stein- arsson, stjórnarformaður Norður- ljósa, segir að óformlegar við- ræður hafi átt sér stað milli Norð- urljósa og Fróða áður en Prent- smiðjan Oddi keypti Fróða. Um það hvort Norðurljós hafi í hyggju að kaupa útgáfu tímarita Fróða af Odda segir Skarphéðinn: „Við höfum áhuga á að hefja út- gáfu tímarita og hvort það verður með því að setja á stofn tímarit eða kaupa einvher sem eru á markað- inum. Við sjáum talsverð tækifæri í því að gefa út tímarit.“ ■ Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR BERLUSCONI OG BLAIR Berlusconi er mikill fótboltaáhugamaður og á meðal annars AC Milan, eitt stærsta lið Ítalíu. Blair er líka mikill íþróttaáhuga- maður. Hans uppáhaldslið er Newcastle. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SLYS Á ERLENDUM ÖKUMÖNN- UM Á LEIGÐUM BÍLUM SEM SJÓVÁ-ALMENNAR TRYGGJA FYRSTU SEX MÁNUÐI ÁRSINS BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING LÖGBOÐNAR SLYSATRYGGINGAR 20 15 10 5 0 jan. feb. mars apríl maí júní

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.