Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 12
12 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÁNÆGÐIR INNFLYTJENDUR Skip með 160 innflytjendum kom til hafnar í eyjunni Lampedusa nálægt Sikiley í gær. Innflytjandi frá Pakistan virðist vera mjög sáttur við að vera kominn á leiðar- enda. Patreksfjörður: Eldur kviknaði í bílskúr LÖGREGLA Eldur kviknaði í bíl- skúr við Strandgötu á Patreks- firði á sunnudagskvöld. Húsráð- endur urðu eldsins varir, en bíl- skúrinn og íbúðarhúsið sem stendur aðeins um metra frá skúrnum, eru úr timbri. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna þess að börn hafi verið að fikta með eldspýtur. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði gekk slökkvistarf mjög vel, en aðeins liðu um tutt- ugu mínútur frá því að tilkynnt var um eldinn þar til að slökkvi- starfi var lokið. Eigandi bílskúrsins hljóp strax til og lokaði bílskúrnum til að hindra súrefnisflæði að eld- inum. Skúrinn var svo ekki opn- aður fyrr en slökkviliðið kom á staðinn örfáum mínútum síðar. Viðbrögð eiganda skúrsins voru hárrétt, að sögn lögreglu og auð- velduðu slökkvistarfið til muna. Eldurinn náði ekki að íbúðar- húsinu, en mikið tjón varð á bíl- skúrnum við brunann, bæði sökum elds, sóts og reyks. ■ Frambjóðandi Moskvu kosinn með yfirburðum Alu Alkhanov var kjörinn forseti Tsjetsjeníu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Aðrir frambjóðendur og mannréttindasamtök kvarta undan því að víðtækt kosningasvindl hafi verið í gangi sem tryggði Alkhanov forsetaembættið. GROSNÍ, AP Rússneskum stjórn- völdum varð að ósk sinni þegar Alu Alkhanov var lýstur sigur- vegari tsjetsjensku forsetakosn- inganna með nær 74 prósent greiddra atkvæða. Þessi helsti yfirmaður lögreglunnar í Tsjetsjeníu naut stuðnings stjórnvalda í Moskvu og hafa stjórnarandstæðingar kvartað undan víðfeðmu kosninga- svindli. Alkhanov tekur því við for- setaembættinu sem Akhmad Kadírov gegndi þegar hann var ráðinn af dögum í maí. Kadírov varð sá fjórði af síðustu fimm forsetum landsins til að verða ráðinn af dögum meðan hann gegndi embætti. Embættið hlýtur því að teljast eitthvað það hættulegasta sem völ er á. Rússar vonast til þess að Alkhanov takist að draga mátt- inn úr aðskilnaðarsinnum sem hafa háð vopnaða uppreisn gegn Rússum meira og minna síðasta áratuginn. Viðhorf almennings til hans er þó öllu blendnara. Sumir vonast til að honum takist að koma á friði, aðrir telja hann aðeins lepp Moskvustjórnar. Það er ekki nýtt að alvarlegar athugasemdir séu gerðar við kosningar í Tsjetsjeníu. Kosn- ingunum þegar Akhmad Kadírov var kjörinn forseti í fyrra var lýst sem farsa sem ætti lítið skylt við lýðræðislegar kosningar. Kjörstjórn segir að um 80 prósent atkvæðabærra manna hafi greitt atkvæði í kosningunum á s u n n u d a g . Aðrir hafa bent á að lítið hafi verið um að vera á sumum kjörstöðum. Kvartað hefur verið undan því að þrýst hafi verið á kjósendur að kjósa Alkhanov á sumum kjörstöðum og að miklum fjölda tilbúinna atkvæðaseðla með nafni Alkhanov hafi verið smyglað í kjörkassana. Að einu leyti líktust kosning- arnar mjög r ú s s n e s k u m k o s n i n g u m síðustu ára. Alkhanov var sífellt í sjón- varpsfréttum meðan á kosn- i n g a b a r á t t - unni stóð en þar var varla eða ekki minnst á mótframbjóðend- ur hans. Vladimír Pútín Rúss- landsforseti hefur notið svipaðrar meðferðar heima við. ■ Útboð Ríkiskaupa: Frestað í þrígang VIÐSKIPTI Ríkiskaup hafa auglýst opnun tilboða 14. september vegna kaupa á eldsneyti og olíum fyrir skip og flugvélar ríkisins, en því hefur verið frestað þrisvar. Ástæða frestsins er innan Ríkis- kaupa sögð stafa af sumarfríum starfsmanna. Þar vilja menn ekki kannast við að lög um að hæfi bjóðanda hafi áhrif á útboðið. Samkeppnis- stofnun opinberar í október niður- stöður sínar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna Esso, Olís og Skeljungs. Talið er víst að öll félögin sendi inn tilboð.■ Snæfellsnes: Barnabílstóll og belti björguðu LÖGREGLA Móðir og ungur sonur hennar slösuðust lítillega þegar bíll þeirra valt skammt frá Dals- mynni á sunnanverðu Snæfells- nesi. Óhappið átti sér stað um klukkan sjö á sunnudagskvöld. Móðirin missti stjórn á bílnum og í kjölfarið fór hann tvær til þrjár veltur í vegkant- inum. Bíllinn staðnæmdist svo að lokum um tvo metra fyrir utan veginn. Mikil mildi þykir að mæðginin slösuðust ekki alvar- lega, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Stykkishólmi björguðu bílbelti og barnabílstóll því að ekki fór verr. Mæðginin voru flutt til að- hlynningar á Sjúkrahúsið í Stykkishólmi, en drengurinn fékk vægt höfuðhögg við velt- una. Bíllinn er talinn gjörónýtur og var fluttur af vettvangi með kranabíl. ■ UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi TÖK NÁMSKEIÐ TÖK tölvunám er 90 stunda tölvunám hjá NTV sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til að fá TÖK skírteini. Námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel Access - PowerPoint - Póstur - Internetið TÖK er skammstöfun á al- þjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvukunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs. Það þýðir að þú kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. TÖK-skírteini er mikill styrkur á vinnumarkaðinum jafnt hér- lendis sem erlendis. Morgunnámskeið: Byrjar 6. sept. og lýkur 8. okt. Kennt á mán., mið. og fös. frákl. 8:30-12:30 Kvöldnámskeið: Byrjar 6. sept. og lýkur 9. okt. Kennt á mán. og mið. frá kl. 18 til 22 og lau. kl. 13-17. ELDUR Í BÍLSKÚR Slökkvistarf gekk vel á Patreksfirði og var lokið um tuttugu mínútum eftir að tilkynnt var um eldinn. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /T ÍÐ IS VEL Á VERÐI Gríðarlegur viðbúnaður var meðan á kosningunum stóð vegna ótta við árásir aðskilnaðarsinna. Einn lést þegar sprengja sem hann bar sprakk. VANDI TSJETSJENÍU • Nær þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru atvinnulausir. • Rafmagn og símaþjónusta þekkjast varla. • Tugir þúsunda hafa flúið land. • Hundruð hafa horfið, bæði af völdum • Rússa og uppreisnarmanna. NÝI FORSETINN „Mikilvægasta verkefnið er að koma á röð og reglu, feta brautina til friðar,“ sagði hinn 47 ára Alu Alkhanov eftir að hann var kjörinn forseti Tsjetsjeníu. Alkhanov fékkst við löggæslu framan af starfsævi sinni og varð innanríkisráðherra í fyrra. Ólíkt fyrri forsetum Tsjetsjeníu hefur hann aldrei tilheyrt þeim sem vilja sjálf- stæði frá Rússlandi. Eftir að fyrri innrás Rússa í Tsjetsjeníu lauk flutti hann til Rússlands og sneri ekki aftur fyrr en Pútín sendi herinn þangað aftur árið 1999.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.