Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 10
HEILBRIGÐISMÁL Jóhannes M. Gunn- arsson, settur forstjóri Landsspít- ala - háskólasjúkrahúss segir að spítalinn muni leita leiða til að auka útselda þjónustu, innan þeirra marka sem heimildir leyfi. Samkvæmt sjö mánaða rekstraruppgjöri er spítalinn kominn 139 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,9%. Launagjöld eru 0,6% um- fram áætlun og rekstrargjöld 1,9% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf er 2,4% umfram áætlun. Rekstur flestra sviða eru innan áætlunar. Þegar kostnaðar- liðir eru bornir saman við fyrra ár kemur í ljós að kostnaður við lækninga-, og hjúkrunarvörur eykst um 8,1% á milli ára og rannsóknarvörur hækka um 4,3%. Kostnaður vegna S- merktra lyfja eykst um 12,4% en lækkar vegna annarra lyfja um 1,6%. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga. Aukningin var 2,9% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Aukn- ingin var mest í dagdeildarað- gerðum á augum en þar hefur eftirspurnin vaxið hvað mest. Einnig jukust aðgerðir í al- mennum skurðlækningum, augn- lækningum, barnaskurðlækn- ingum, bæklunarlækningum, þvagfæraskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Í næsta hefti Stjórnunarupplýsinga verð- ur birt þróun biðlista eftir þjón- ustu spítalans. Legudögum á bráðadeildum hefur fækkað um 7,1%. Sjúkl- ingum á gjörgæsludeildum fjölg- ar umtalsvert, eða um nær 30% en legudögum fjölgar um 7% þar. Meðallegutími á gjörgæslu- deildum styttist úr 2,9 dögum í 2,4 daga. Meðallegutími á spítal- anum í heild styttist úr 8,9 dögum í 8,2 daga. Ef aðeins er litið til meðallegutíma á bráða- deildum sjúkrahússins þá stytt- ist hann úr 5,1 dögum í 5,0 daga. Varðandi útselda þjónustu spítalans sagði Jóhannes for- ráðamenn spítalans telja þjóð- hagslega hagkvæmt að auka hana. Mikilvægt væri að reyna að nýta afkastagetu tækja og þess mikla búnaðar sem á spítal- anum væri eins mikið og mögu- legt væri. Varðandi fyrirhugaðan frek- ari niðurskurð um 700 milljónir króna sagði Jóhannes, að vel hefði tekist til á þessu ári. Reynt yrði að ná frekari sparnaði, en ef ná ætti rekstrinum niður um aðrar 7 - 800 milljónir, eins og stjórnvöld hefðu lagt upp með á síðasta ári, þá kæmi það veru- lega niður í þjónustumagninu. „Starfsmenn eru að leggja meira á sig en áður,“ sagði hann „og sums staðar er það á ystu mörkum.“ jss@frettabladid.is 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Bandaríkjamenn óttast hryðjuverk líkt og grandaði flugvélum í Rússlandi: Sprengiefni með handfarangri WASHINGTON Ekki er leitað sérstak- lega að sprengiefni í handfarangri flugfarþega í Bandaríkjunum. Bandaríska dagblaðið USA Today greindi frá þessu í gær í kjölfar þess að sprengiefni hefði fundist í handfarangri tveggja kvenna sem talið er að hafi grandað tveimur rússneskum farþegaflugvélum í síðustu viku. Douglas Laird, sérfræðingur í öryggismálum fyrir bandaríska flugfélagið Northwestern, segir gat í öryggiskerfi flestra banda- rískra flugvalla. Sprengiefnis sé leitað í almennum farangri en handfarangur bara gegnumlýstur. Ekki sé víst að sprengiefni sjáist í gegnumlýsingum. Þá segir hann að farþegar geti mögulega komist í gegnum öryggiskerfi flugvallanna með sprengiefni inni á sér því málmleitarhlið sem farþegar þurfi að fara í gegnum greini ekki sprengiefni. „Við megum ekki vera of örugg um að hér séu öryggismál í góðum lagi eftir endurskoðun í kjölfar 11. september,“ segir Laird. Sérstakur búnaður sem greinir lykt af sprengiefni hefur verið tekin í gagnið á fimm flugvöllum í Bandaríkjunum. Flugvellirnir eru hins vegar ekki þeir stærstu því búnaðurinn er í Tampa, San Diego, Providence, Rochester og Biloxi. Stjórnvöld segja að enn sé verið að kanna hvort búnaðurinn virki sem skyldi. ■ Landspítali eykur útselda þjónustu Landspítalinn leitar leiða til að auka útselda þjónustu, að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar setts forstjóra. Rekstur spítalans er nú 0,9 prósent fram úr fjárheimildum eftir sjö mánaða uppgjör. BUSH Á FLUGVELLINUM Í DAYTON Sérfræðingur í öryggismálum hjá flugfélag- inu Northwestern deilir á stjórnvöld. LANDSPÍTALINN Er 0,9 prósentum fram yfir fjárheimildir tímabilsins, að því er sjö mánaða rekstraruppgjör sýnir. Jan. 25 49 74 76 ,6 99 ,5 10 9, 5 13 9 Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí REKSTUR LSH UMFRAM FJÁRHEIMILDIR 2004 Í MILLJÓNUM KRÓNA RANNSÓKN Rétt um tvö ár eru lið- in frá því að húsleit var fyrst gerð í höfuðstöðvum Baugs, 28. ágúst 2002, vegna meintra fjársvika Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og Tryggva Jónssonar gagnvart Baugi. Síðan þá virðist sem rannsóknin hafi vafið upp á sig. Skömmu eftir húsleitina í höf- uðstöðvum Baugs voru gerðar húsleitir hjá Baugi í Bandaríkjun- um og í hlutdeildarfélagi fyrir- tækisins í Færeyjum. Næsta hús- leit var gerð á vegum skattrann- sóknarstjóra í nóvember í fyrra. Lagt var hald á gögn eftir ábend- ingum frá efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra. Í vor sótti síðan lögreglan í Lúxemborg gögn um Baug í banka Kaupþings í Lúxem- borg. Rannsóknin beinist ekki að fyr- irtækinu sjálfu heldur að þeim Jóni Ásgeiri, þáverandi stjórnar- formanni, og Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra. Báðir hafa þeir neitað allri sök. „Rannsóknin er enn í fullum gangi, án þess að ég vilji segja til um hvenær henni kunni að ljúka,“ segir Jón H. Snorrason, yfir- maður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. ■ flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.200 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 1. - 7. sept. Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 56 99 08 /2 00 4 EGILSSTAÐA 6.300 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. Baugsrannsóknin: Tvö ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N B R IN K JÓN H. SNORRASON Jón H. segir Baugsrannsóknina enn vera í fullum gangi. En hann vill ekki segja til um hvenær henni kunni að ljúka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.