Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 20
31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR www.worldclass.is 8vikna námskeiðhefjast 1. september Skráning er hafin á eftirtalin námskeið: • Lokaðir aðhaldshópar 3x í viku; morgun-, dag- og kvöldtímar Innifalið: Þrír lokaðir hóptímar, frjáls aðgangur í alla opna tíma á stundaskrá og æfingaáætlun í tækjasal hjá þjálfurum World Class í Laugum og Spönginni. Aðgangur að Laugardals- lauginni. Kennarar: Ellen Elsa Sigurðardóttir, Guðrún Tómasdóttir og Rósa Guðmundsdóttir. Sjá úrval opinna tíma á www.worldclass.is www.worldclass.is Laugar s. 553 0000 A P a lm an na te ng sl Á hverju hausti þegar dagskrá líkamsræktarstöðv- anna verður ljós kemur fram hvað það er sem við- skiptavinirnir sækjast helst eftir. Sólrún Birgisdóttir hjá Iceland spa & fitness segir að mýkri línur virðast vera að koma í tímana þar sem æfingarnar séu að mýkjast og má sjá mikla aukningu í jóga og Bodybalance sem samanstendur af jóga, Pilates og Tai chi. „Mér finnst eins og fólk vilji fara að fá aðeins mýkri leikfimi og er hugræn leikfimi eftirsótt. Auk þess er dansinn að koma sterkur inn og danstímarnir orðnir fjölsóttir,“ segir Sólrún. „Það má greina pínulítið afturhvarf til níunda ára- tugarins þegar Jane Fonda-leikfimin var vinsælust,“ segir Sólrún og í ár bjóða þau upp á tíma sem heitir Dirty Dancing og eru með æfingar og tónlist í anda þess tíma sem sú bíómynd var vinsæl. Iceland spa & fitness reynir að koma til móts við alla viðskiptavini sína og hefur námskeið sem heitir Í form eftir 50 sprottið úr því. „Við fundum fyrir því að eldri kon- urnar fundu sig ekki alveg í stelpunámskeiðunum hjá okkur og þær vilja jafnvel aðrar áherslur en þær yngri. Við bjóðum því þessa tíma og hafa þeir farið vel í þennan aldurshóp og þær gjörsamlega finna sig,“ segir Sólrún. ■ Sólrún Birgisdóttir segir fólk sækjast orðið meira í hugræna leikfimi. Hugræn leikfimi eftirsótt: Mýkri línur í tísku FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Harpa Guðmundsdóttir lærði Alexandertækni í London og hefur kennt Íslendingum þessa tækni um nokkurra ára bil. „Alexandertækni er líkamsbeitingartækni sem leikari að nafni Alexander fann upp í lok 19. aldar. Hann var mikill Shakespeare-leikari en missti rödd- ina og gekk á milli lækna sem gátu ekkert gert fyrir hann. Hann fór að skoða líkamsbeitinguna sína þeg- ar hann fór með texta og tók þá eftir því að hann reigði höfuðið aftur og niður í búkinn og lokaði þar með flæðinu í hálsinum. Hann fór að skoða þetta bæði hjá sér og öðrum og tók eftir hvað líkamsstað- an skipti miklu máli hjá leikurum og listamönnum. Svo tók hann eftir því að þessi ranga líkamsbeiting olli spennu í líkamanum og að óþarfa spenna var sér- staklega áberandi hjá fólki sem vann störf sem höfðu endurtekningu í för með sér. Þessi óþarfa spenna sem við köllum fram ómeðvitað og með end- urtekningu veldur oft meiðslum og allskyns meinum eins og bakverkjum, hálsverkjum, höfuðverkjum og öðrum óþægindum. Alexander bjó til kerfi af æfing- um og hugtökum sem hann notaði með góðum ár- angri til að hjálpa fólki að kljást við þessi vandamál sín og sem við notum enn í dag.“ En hvernig kennir Harpa fólki að losa um þessa spennu? „Ég tek fólk í einkatíma og við skoðum hvernig viðkomandi hreyf- ir sig. Í tímanum lærir nemandinn að hreyfa sig upp á nýtt og fær meðvitund í líkamann um hvað er rétt og betra að gera. Tilgangurinn er að uppræta vitlaus hreyfingamynstur og kenna fólki að beita sér þannig að það fari sem best með líkamann og nýti orku sína til fullnustu. Þessi ómeðvitaða spenna sem við burð- umst öll með er gífurlega orkueyðandi. Fólki líður líka oft betur andlega eftir að læra að beita sér rétt. Við fæðumst með rétta líkamsbyggingu en svo lær- um við og tileinkum okkur ýmsa ósiði. Það er yndis- legt að sjá börnin því þau eru með svo fallega lík- amsbeitingu og svo mikil synd þegar maður sér þau læra ýmsa ósiði af umhverfinu og foreldrum sínum.“ En hvað tekur það langan tíma að tileinka sér þessa tækni? „Við erum að tala um að hnekkja gömlum ósiðum og þetta er vinna og val og fer eftir því hvað fólk er opið og tilbúið til að breyta. Þannig að það er ekki hægt að segja til um hvað þetta tekur langan tíma. Að ástunda Alexandertækni er lífsstíll og for- vörn.“ Harpa kennir Alexandertækni í Heilsuhvoli sem er í Borgartúni 33. brynhildurb@frettabladid.is Harpa Guðmundsdóttir kennir Alexandertækni: Bæði lífsstíll og forvörn Harpa Guðmundsdóttir kennir Alexandertækni í einkatímum. Tilgangurinn er að uppræta vitlaus hreyfingamynstur og kenna fólki að beita sér þannig að það fari sem best með líkamann og nýti orku sína til fullnustu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K AR L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.