Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 2004      Brautarholt 22 • Sími: 551 4003 www.thorshamar.is • thorshamar@thorshamar.is „Ég kenni fyrst og fremst dansleikfimi og notast mest við sambahreyfingar,“ segir Harpa Helgadóttir sjúkra- þjálfari sem kennir sambaleikfimi hjá Hreyfigreiningu og er að byrja að kenna bakleikfimi í vatni á Endurhæf- ingastöðinni við Grensás. Hennar sérgrein er manual therapy sem er sérhæfing í greiningu og meðferð á hrygg- og útlimaliðum og hún er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands í samvinnu við háskóla í Flórída. „Í vatninu er maður léttari. Þar sem þungi er tekinn af líkamanum og hægt er að nota mótstöðu frá vatninu við æfingar. Sá misskilningur er algengur að ekkert gerist í vatninu en hægt er að stjórna álaginu á lík- amann í vatni,“ segir Harpa. Vatnið er sérstaklega gott fyrir þá sem eru mjög slæmir í baki því þeir eiga auð- veldara með að hreyfa sig. „Það sem skiptir máli er að temja sér rétt hreyfi- mynstur sem dregur úr álaginu á hrygginn og stuðlar að réttri vöðvavinnu, réttri beitingu og réttu álagi. Í vatninu gerum við æfingar undir tónlist sem er bæði til að örva blóðstreymi, mýkja upp vöðvana og styrkja og liðka líkamann. Ég kenni fólki hagstætt stöðu- og hreyfimynstur sem fólk þarf að yfirfæra í hið daglega líf,“ segir Harpa og hlær bara þegar hún er spurð hvort það þýði að nemendur hennar taki sambaspor í tíma og ótíma. „Sambahreyfingar eru mjög góðar til að liðka upp stífa vöðva og eru þetta mjúkar danshreyfingar sem eru mjög skemmtilegar,“ segir Harpa sem hefur kennt dansleikfimina í ein 15 ár og er með dyggan hóp fólks sem sækir tímana til hennar ár hvert. Hún segir þó meirihluta þeirra vera konur en það slæðast með ein- staka karlmenn sem hafa gaman af því að dansa. Háls- og bakvandamál eru reyndar mun algengari hjá kon- um en körlum sem hafi sitt að segja. Að mati Hörpu er dansinn dásamlegur til að takast á við þessi vandamál jafnt í danstímum sem í vatninu. „Í vatnsleikfiminni notast ég við samba. Það er kannski ekki eins auðvelt að dansa í vatninu en undir suðrænni seiðandi tónlist er allt hægt.“ kristineva@frettabladid.is Bakleikfimi: Vatn og samba Harpa Helgadóttir lætur fólk taka smá sambaspor í vatninu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.