Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 31.08.2004, Qupperneq 46
„Jónas er einstakur maður og á það svo sannarlega skilið að um hann sé skrifað,“ segir rithöfund- urinn Gylfi Gröndal en hann er nú að leggja lokahönd á bók um píanóleikarann Jónas Ingimund- arson. „Jónas hefur margoft komið fram í fjölmiðlum en þar hefur hann fyrst og fremst rætt um tónlistina. Þetta er því í fyrsta sinn sem hann segir al- menningi frá ævi sinni, lífs- baráttu og æskuminningum.“ Þótt bókin sé fyrst og fremst ævisaga þá segir Gylfi hana jafn- framt fjalla um sögu tónlistar. „Jónas hefur komið fram við ótal mörg tækifæri, er mikill húmoristi og hefur frá ákaflega mörgu skemmtilegu að segja. Auk píanóleiksins hefur hann starfað sem kórstjórnandi og hann stýrði meðal annars Fóst- bræðrum um tíma. Það er Jónasi að þakka að fyrsta tónlistarhúsið reis á Íslandi en Salurinn, sem var byggður í heimabæ hans Kópavogi, er eina húsnæðið á Íslandi sem er hannað eingöngu með tónlistarflutning í huga.“ Gylfi segist því ekki eingöngu vera að skrifa bók um listamann heldur einnig ákaflega mikinn hugsjóna- og framkvæmdamann. „Jónas hefur unnið ötullega að útbreiðslu tónlistar og stóð til dæmis fyrir herferð meðal skóla- barna sem hann nefndi Tónlist fyrir alla. Hann nálgast tónlistina á skemmtilegan hátt og varð snemma frægur fyrir þann hæfi- leika að geta lýst tónlist með orðum. Að undanförnu hefur Jónas haldið vinsæl endurmennt- unarnámskeið á vegum Háskólans þar sem hann situr við flygilinn sinn, útskýrir tónlist og spilar um leið tóndæmi fyrir áhorfendur. Þannig fær hann fólk til að skilja tónlist og hlusta á hana öðruvísi en það hefur gert áður.“ Það var að frumkvæði Gylfa Gröndal sem ákveðið var að rita ævisöguna. „Jónas varð mjög undrandi þegar ég hringdi í hann því það hafði aldrei hvarflað að honum að skrifuð yrði um hann bók. Hann var ekkert ýkja hrif- inn af hugmyndinni í fyrstu en lét svo til leiðast.“ Ef allt gengur upp á lokasprettinum ætti ævi- saga Jónasar, sem ber vinnu- titilinn Á vængjum söngsins, að koma út hjá JPV útgáfu fyrir jólin. ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Vanderlei Lima Í Háskólanum á Akureyri í Sigerfjord í Lofoten í Noregi. Þrjár íslenskar myndir verða sýndar á stærstu stuttmyndahátíð heims sem haldin er í Los Angeles í september. Bjargvætturinn eftir Erlu Skúladóttur hefur þegar feng- ið inngöngu ásamt Peningum eftir Sævar Sigurðsson. Bragi Thor Hinriksson kom stuttmynd sinni, Síðustu kynslóðinni, inn í dag- skrána á dögunum og hyggst sækja hátíðina með aðalleikaran- um Hafsteini Gunnari Hafsteins- syni. Rúmlega 200 stuttmyndir eru teknar til sýninga og segir Bragi það mikinn heiður að koma Síðustu kynslóðinni í hóp bestu stuttmynda heims. Myndin hefur áður unnið til verðlauna á New York Short Film Festival í mars fyrir bestu kvik- myndatökuna en Bragi annaðist hana sjálfur auk þess að skrifa handrit, leikstýra og framleiða. Síðasta kynslóðin var einnig sýnd á Edduhátíðinni í fyrra og enn er svars að vænta frá fleiri hátíðum. Í þessari 19 mínútna löngu stutt- mynd Braga fer Hafsteinn Gunnar með hlutverk manns sem sunnu- dag nokkurn brýtur boðorðin tíu við litla hrifningu almættisins. „Maðurinn rekur sitt eigið fyrir- tæki, ekur um á Range Rover en á einum degi brýtur hann boðorðin öll með tiltölulega eðlilegum at- höfnum. Vegir guðs eru órannsak- anlegir og ég gef ekkert upp um hvernig fer,“ segir Bragi. Leikstjór- inn er sjálfmenntaður og hefur starfað við kvikmynda- og auglýs- ingagerð frá 12 ára aldri. Eftir kvikmyndahátíðina í Los Angeles bíða Braga ýmis verkefni en hann hefur skrifað handrit að kvikmynd í fullri lengd, unnið að nýrri stutt- mynd og sjónvarpskvikmynd sem nú er á fjármögnunarstigi. ■ SÍÐASTA KYNSLÓÐIN Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson brýtur boðorðin tíu í Síðustu kynslóðinni. Myndin hefur unnið til verðlauna fyrir kvikmyndatöku og verður sýnd á stærstu stuttmyndahátíð í heimi. 30 31. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR ... fá Ragnar Stefánsson og fé- lagar hans í samtökunum Lands- byggðin lifi fyrir grasrótarstarf til eflingu landsbyggðarinnar. HRÓSIÐ BÆKUR GYLFI GRÖNDAL ■ Er nú að leggja lokahönd á ævisögu eins ástsælasta píanóleikara landsins. STUTTMYND SÍÐASTA KYNSLÓÐIN ■ eftir Braga Thor Hinriksson á International Short Film Festival í Los Angeles. ■ TÓNLEIKAR í dag Tælensk eiginkona Fær ekki að kaupa sjúkratryggingu á Íslandi Júdóstjarna Gleypti pillu frá mömmu og féll á lyfjaprófi Sænskir veiðiþjófar Hundeltir af lögreglu á íslenskum hestum Upplýsingar í síma: 561 5620 frá 14-18 KENNSLA HEFST 13. SEPT Úti á Laugarnesi, þar sem sést yfir Sundin blá, stendur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Á hverju sumri eru haldnir þar sumartón- leikar á þriðjudagskvöldum. Síð- ustu tónleikar sumarsins verða í kvöld. Þar kemur fram Gruppo Atlant- ico, sem er tríó þeirra Hlífar Sig- urjónsdóttur fiðluleikara, Roberts La Rue sellóleikara og Adrienne Kim píanóleikara. Í kvöld ætla þau að flytja ásamt Signýju Sæmunds- dóttur sópran verk eftir Joseph Haydn, Johannes Brahms, Inessa Zaretsky og Hjálmar Helga Ragn- arsson. „Með Signýju ætlum við að flytja verk eftir Hjálmar, Vocalise, sem er fyrir fiðlu, sópran og píanó,“ segir Hlíf. „Við erum líka að fara með þetta verk til Danmerkur, án Signýjar samt. Ég fékk leyfi tónskáldsins til að færa söngröddina yfir í selló og það kom mjög vel út. Það er svo mikill söngur í sellóinu.“ Selló útgáfuna af Vocalise var frumflutt á Ísafirði á fimmtudags- kvöldið var. Sellóið fær þó ekki að koma nálægt Vocalisunni í kvöld, því þá verður það flutt í uppruna- legum búningi með fagurri sópran- rödd Signýjar. Tríóið Gruppo Atlantico varð til úti í New York þegar Hlíf var þar í framhaldsnámi fyrir fáeinum misserum. Þetta er í annað sinn sem tríóið kemur til Íslands, því það hélt tónleika í Sigurjónssafni fyrir um það bil ári. „Ég fór í framhaldsnám í einka- tíma hjá fiðlusnillingnum Gerald Beal, sem hafði verið nemandi Jascha Haifetz. Eftir að ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og verða einyrki frétti ég af þessum manni, sem hafði alltaf svörin við öllu sem ég þurfti að vita. Ég var hjá honum í þrjú ár og svo dó hann. Þetta var frábær tími. Hann var stórmerkilegur náungi.“ Að loknum tónleikunum í Sigurjóns- safni ætlar Gruppo Atlantico í tón- leikaferð til Danmerkur, þar sem haldnir verða tvennir tónleikar um næstu helgi. ■ Lárétt: 2 vandræði, 6 samhljóðar, 8 sár, 9 fugl, 11 komast, 12 ári, 14 alda, 16 hreyf- ing, 17 vatnselg, 18 fót, 20 keyr, 21 hreyf- ist. Lóðrétt: 1 gróður, 3 tveir eins, 4 þekkta, 5 lítil, 7 maturinn, 10 eins um t, 13 flana, 15 bleyta, 16 eins um l, 19 skóli. Lausn. Síðasta kynslóðin í Los Angeles Lárétt: 2baks,6rb,8aum,9örn,11ná, 12satan,14unnur, 16ið,17aga,18lim, 20ak,21iðar. Lóðrétt: 1grös, 3aa,4kunnuga,5smá, 7brauðið,10ntn,13ana,15raki,16ili, 19ma. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 JÓNAS INGIMUNDARSON Gylfi segir Jónas ekki bara listamann heldur líka ákaflega mikinn hugsjóna- og fram- kvæmdamann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R GRUPPO ATLANTICO Adrienne Kim, Signý Sæmundsdóttir, Robert la Rue og Hlíf verða með tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Haydn og Brahms við Sundin blá Ævisaga Jónasar Ingimundarsonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.