Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 17
 Freestyle og Jazzfunk Kraftmiklir tímar undir fjörugri tónlist. Allt það heitasta úr dansmenningu New York og London. Úrval danskennara með áralanga reynslu að baki. Aldursflokkar: 7-9 ára, 10 -12 ára, 13-15 ára, 16-19 ára, 20 ára og eldri. Byrjenda- og framhaldshópar. Jazz/Modern Nútímadans og jazzballett þar sem áhersla er lögð á að nemendur nái tökum á andstæðum í hreyfingum, snerpu og mýkt. Nemendur eru þjálfaðir í tækniæfingum og dansfimi til að styrkja og auka úthaldið. Salsa/Merenge/Mambó Suðrænir dansar, salsa í bland við mambó og merenge með tilheyrandi mjaðmahnykkjum og suður-amerískri tónlist. Tilvalið fyrir einstaklinga, pör og vini sem vilja ná tökum á grunnsporunum í þessum vinsæla dansi. Létt spor! Barnadansar Leyfum börnunum að uppgötva og skynja samhengið milli dans, tónlistar og hljómfalls. Tekin eru létt spor og farið í leiki. Lögð er áhersla á einbeitingu, athygli og sköpun. Aldursflokkar 5- 6 ára. Strákar og stelpur saman í hópi. Samkvæmisdansar Skemmtilegir og fjörugir tímar. Tilvalið fyrir pör sem vilja læra grunnsporin. Engar flækjur, bara fjör! Línudans - létt kúrekasveifla Línudansinn hefur notið gífurlegra vinsælda hvarvetna í heiminum. Dansinn á ekki síst vinsældum að fagna vegna tónlistarinnar sem margir hafa dálæti á, heldur einnig vegna einfaldra spora sem allir geta lært! Línudansinn hentar einstaklingum jafnt sem pörum. Skráning er hafin í síma 553 0000. Haustönn byrjar 6. september. Aðgangur í Laugardalslaugina, tækjasali og opna tíma í World Class. Sjá tímatöflu á www.worldclass.is Dansstúdíó Dansstúdíó World Class Besti tíminn getur gert kraftaverk BLS. 7 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 31. ágúst, 244. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.08 13.28 20.46 Akureyri 5.46 13.13 20.37 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Helga Hauksdóttir stundar dans til að halda sér í formi, ásamt því að hjóla og iðka jóga. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Lukka er búin að vera týnd síðan í júlí. Þrátt fyrir mikla leit og auglýsingar hefur hún ekki fundist, þeir sem hafa séð hana og hafa upplýsingar um hvar hana er að finna er bent á að hringja í síma 690 9571 eða hringja í lögregluna í síma 569 9000 og tala við Hafliða einnig er hægt að senda póst á foxfox21@hotmail.com FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is Hjartaáfall fyrir fertugt: Reykingar fimmfalda áhættu Hættan á að fá hjartaáfall fyrir fertugt er fimmfalt meiri hjá þeim sem reykja en hinum sem reykja ekki. Þetta sýna niðurstöður rann- sóknar sem tók til 23.000 manns sem fengu hjartaáfall á árunum 1985 til 1994 og lifðu það af. Í aldurshópnum 35 til 39 ára voru 4/5 reykingamenn. Konum sem reykja er enn hættara við hjartaáfalli en körlunum. Niðurstöðurnar byggja á gögnum frá MONICA rannsókninni þar sem kannaðir eru þættir sem auka líkur á hjarta- og æðasjúkdóm- um. Sú rannsókn tekur til sjúklinga á aldrinum 33 til 64 ára frá 21 landi. Vísindamennirnir sem að rannsókninni standa telja að þótt ungt fólk segist vel gera sér grein fyrir sambandinu milli reykinga og hjartasjúkdóma þá telji það oftast að hættan eigi einkum við um eldra fólk. Rannsóknarhópurinn telur því fulla þörf á að hefja her- ferð gegn reykingum sem beinist að ungu fólki og dregur fram þessar staðreyndir. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. „Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá fé- lagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum,“ segir Helga. „Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt.“ Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrar- tímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. „Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera.“ Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. „Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært,“ segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. „Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið.“ ■ Dansinn góð líkamsrækt: Að ógleymdri allri kátínunni Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 12 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 89 stk. Keypt & selt 13 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 10 stk. Húsnæði 31 stk. Atvinna 28 stk. Tilkynningar 2 stk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.