Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 4
4 5. september 2004 SUNNUDAGUR Óvíst hvort allt verði boðið út Ekki er hægt að segja til um hvort sparnaður ríkisins verði eins mikill og Reykjavíkurborg áætlar sér með útboði á fjarskiptaþjónustu, segir sérfræð- ingur fjármálaráðuneytisins. Útboðið verði í takt við stefnu stjórnvalda. VIÐSKIPTI „Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf,“ segir Stefán Jón Frið- riksson, sérfræðingur á sviði opin- berra innkaupa og útboða hjá fjár- málaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einka- væðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í und- irbúningi Ríkiskaupa. „Fjarskiptaþjónusta er ekki út- boðsskyld samkvæmt lögum um op- inber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórn- valda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga,“ segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínu- leigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkis- sjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. „Í útboði Reykjavík- urborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykja- víkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskipt- um. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað,“ segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, seg- ir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu út- boði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. „Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans get- ur ekki gengið að því vísu að ríkis- sjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið,“ segir Guð- mundur. Stefán segir að ekki verði beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrir- tækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði. gag@frettabladid.is HARMI LOSTIN Írösk kona harmi lostin eftir að bíla- sprengja drap á annan tug íraskra lög- reglumanna í borginni Kirkuk í gær. Bílasprengja í Írak: Sautján fórust ÍRAK Sautján fórust og fleiri en tuttugu særðust þegar bíla- sprengja sprakk í borginni Kirkuk í Írak í gær. Um sjálfs- morðsárás var að ræða þegar bíll- inn sprakk í loft upp nálægt lög- regluskólanum í Kirkuk, um leið og íraskir lögreglumenn voru á leið heim. Fjórtán þeirra létu lífið. Árásir á nýútskrifaða, íraska lög- reglumenn eru þekkt illvirki með- al uppreisnarmanna í Írak. Fyrr um daginn réðst banda- rískur her gegn uppreisnar- mönnum í Mosul. Eftir mikla bardaga lágu ellefu í valnum og fjörtíu voru illa særðir, mest óbreyttir borgarar, að sögn lækna í Mosul. ■ Björgunarsveitin Björgúlfur: Ekki gjald- þrota FJÁRMÁL Gjalþrotabeiðni á björgun- arsveitina Björgúlf á Stöðvarfirði hefur verið afturkölluð, en eins og greindi frá í Fréttablaðinu í liðinni viku var gjaldþrot sveitarinnar yf- irvofandi. Krafa sýslumannsins á Eskifirði á hendur björgunarsveit- inni vegna opinberra gjalda hefur nú verið leiðrétt og niðurfelld að megninu til. Björgunarsveitin hef- ur gert full skil við embættið. ■ Ætlarðu að heimsækja Þjóðminja- safnið fyrir áramót? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að skoða nýja safnið um Halldór Laxness á Gljúfrasteini? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 52% 48% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Vél nauðlenti á Rifi: Bilun í öðrum hreyfli FLUGATVIK Twin Otter-flugvél Flug- félags Íslands nauðlenti á flug- vellinum á Rifi um hádegisbilið í fyrradag eftir að bilunar varð vart í öðrum hreyfli vélarinnar. Taldi flugstjóra vænstan kost að lenda vélinni en hún var á leið frá Grænlandi með fjóra farþega auk tveggja áhafnarmeðlima. Voru lögregla og sjúkra- og slökkvilið kölluð til á flugvöllinn til öryggis en vélin lenti heilu og höldnu og sakaði engan. Farþeg- arnir voru fluttir landleiðina til Reykjavíkur. ■ ALÞINGI „Þetta er allt í réttum takti. Húsið á að vera komið í gagnið áður en þing hefst. Verkið er á áætlun,“ segir Frið- rik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, um endurbætur á þingsalnum, sem nú standa yfir. Áætlaður kostnaður við verkið var upphaflega 75 milljónir, en Friðrik segir ljóst að kostnaður muni fara fram úr áætlun, eink- um og sér í lagi vegna þeirrar tafar sem varð á verkinu þegar þing var kallað saman í sumar. „Töfin olli því að það þurfti aðeins að breyta um taktík,“ segir Friðrik. „Verktakarnir þurftu að stöðva sín verk og breyta allri tilhögun. Slíkt get- ur orsakað alls konar vanda- mál.“ Hann segir ljóst að sækja þurfi um aukafjárveitingu vegna þessa á haustþingi, en segir þó ekki liggja fyrir hver- su mikil sú fjárveiting þurfi að vera. ■ ÞINGSALURINN Iðnaðarmenn leggja nú allt kapp á að klára endurbætur á sal Alþingis fyrir upphaf þings. Kostnaður mun fara fram úr áætlun vegna tafa í sumar. Salurinn er nú alveg tómur, eins og sjá má, og því upplagt að ryksuga hann áður en lengra er haldið. Endurbætur á Alþingishúsinu: Töfin eykur kostnaðinn STEFÁN JÓN FRIÐRIKSSON Ekki verði beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N PÉTUR BLÖNDAL „Ég held að það hafi tekist nokkuð vel að koma í veg fyrir að íslenskum fyrirtækjum séu settir þrengri kostir en erlendum.“ Pétur Blöndal um viðskiptalög: Þurfum að vara okkur VIÐSKIPTALÖG „Það er alltaf ákveðin tilhneiging í því að ganga of langt í lagasetningum,“ segir Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og við- skiptanefndar um gagnrýni Björg- ólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbanka Íslands, á stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi væntanlega lagasetningu um við- skiptalífið. Björgólfur sagði í ræðu á málþingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna, í tengslum við fyrir- hugaða lagasetningu, að yfirvöld mættu ekki reisa viðskiptalífinu skorður. „Alþingi hefur lagt mikið upp úr því að gæta þess að við göngum ekki lengra í lagasetningum en EES-samningurinn gefur tilefni til. Ég held að það hafi tekist nokkuð vel að koma í veg fyrir að íslenskum fyrirtækjum séu settir þrengri kostir en erlendum. Við þurfum þó alltaf að vera á varðbergi gagnvart því,“ segir Pétur. ■ IÐNAÐUR Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða byggingu rafskautaverksmiðju í Hvalfirði með skilyrðum. Kapla hf. sótti um að reisa verksmiðjuna á Katanesi, austan við álver Norð- uráls. Hún verður rúmir 17.000 fermetrar og um 50 metra há þar sem hún rís hæst. Skipulagsstofnun telur að raf- skautaverksmiðjan muni ekki leiða til verulegra breytinga á mengun á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga, þar eru fyrir ál- verksmiðja Norðuráls og verk- smiðja Íslenska járnblendifé- lagsins. Engu að síður myndi verksmiðjan nær fylla losunar- heimild Íslendinga á koltvísýr- ingi sem getið er um í Kyoto- samningnum. Skipulagsstofnun telur því að áður en leyfi verði veitt þurfi að liggja fyrir hvaða mótvægisaðgerðum verði beitt til að vega upp á móti útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá verk- smiðjunni. Stjórn Landverndar telur að stjórnvöld eigi að hafna áform- um um verksmiðjuna vegna mik- illar mengunar sem frá henni hlýst. Í tilkynningu frá félaginu segir að verksmiðjan muni valda meiri losun heilsuspillandi efna en dæmi eru um hér á landi, efna sem séu mörg hver krabba- meinsvaldandi. Þá er bent á að verksmiðjan myndi losa jafn mikið af gróðurhúsalofttegund- um og fjórðungur bílaflota lands- manna. ■ Rafskautaverksmiðja í Hvalfirði: Skipulagsstofnun gefur grænt ljós FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FRÁ GRUNDARTANGA Rafskautaverksmiðjan yrði þriðja stóriðjan í Hvalfirði. Flugvellinum í LA lokað: Tækjabilun um að kenna FLUG Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles var um tíma lokað af ör- yggisástæðum á laugardag eftir tvö ótengd atvik. Annað hefur FBI ekki staðfest, en hitt varðaði há- vært hljóð sem reyndist vera vegna tækjabilunar. Hluti flug- stöðvarinnar var rýmdur og flug- vélum bannað að taka á loft. Veg- um til og frá flugvellinum var lok- að. Umferð um flugvöllinn er ein sú mesta í heiminum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.