Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 2
2 5. september 2004 SUNNUDAGUR Fáskrúðsfjarðargöngin: Ráðherrann tendraði síðustu sprenginguna SAMGÖNGUR Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sprengdi haft- ið í jarðgöngunum á milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar við hátíðlega athöfn í gær. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin eftir eitt ár. Unnið hefur verið við gangna- gerðina síðustu fimmtán mánuði og hafa um sjötíu til níutíu manns komið að verkinu. Göngin verða 5,7 kílómetra löng og verða þau tvíbreið. Þau munu stytta vega- lengdina á milli fjarðanna tveggja um þrjátíu kílómetra. Heima- menn hafa lengi talið gerð gangn- anna mikið hagsmunamál þar sem gamli vegurinn þykir varasamur, einkum í Skriðunum. Það mátti því greina mikla ánægju í fasi þeirra sem voru viðstaddir sprenginguna í gær. Sturla Böðvarsson tendraði sprengiþráðinn og varð skömmu síðar mikil sprenging. Ráðherr- ann sagði við þetta tilefni að fram- kvæmdin stækkaði atvinnusvæð- ið og stórbætti samgöngukerfi landsmanna í heild sinni. Verk- takakostnaður við göngin er áætl- aður um 3,2 milljarðar króna. Gíslatakan er stríðsyfirlýsing Gíslatakan í barnaskólanum í Beslan er sú stærsta í sögu Rússlands. Pútín Rússlandsforseti segir Rússa hafa sofnað á verðinum og sýnt hryðjuverka- mönnum linkind. Gíslatakan sé stríðsyfirlýsing við Rússland. HRYÐJUVERK Ættingar þeirra sem lentu í gíslingu hryðjuverkamanna í grunnskólanum í Beslan bíða nú í angist eftir því að heyra hvort dán- artíðnin muni hækka. Fleiri en 320 lík hafa verið dregin út úr skóla- byggingunni og erfitt að bera kennsl á mörg þeirra. Óttaslegnir íbúar bæjarins ráfa nú milli spítala og líkhúsa í leit að ófundnum börn- um sínum og ástvinum. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, heimsótti þá sem lifðu af og ættingja þeirra í Beslan um helg- ina og sagði klökkur að Rússar grétu allir sem einn með fjölskyld- um fórnarlambanna. Í sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar bað Pútín landsmenn að standa saman. Aðeins þannig væri unnt að sigra óvininn. Sagði hann Rússland aldrei mundu gef- ast upp fyrir hryðjuverkamönnum né nokkurn tímann láta að kröfum þeirra. Bætti hann við að alþjóð- legir hryðjuverkamenn hefðu með þessum atburðum lýst stríði á hendur Rússlandi og kynnti til sög- unnar ný úrræði og hert landamæraeftirlit. Forsetinn tal- aði með eftirsjá um strangt landamæraeftirlit gömlu Sovét- ríkjanna og sagði að við hrun þess hefði Rússland orðið óvarið land, bæði í austri og vestri. Stjórnvöld hefðu sofnað á verðinum, hætt að gefa gaum öryggis- og varnarmál- um og leyft spillingu að lita dóm- greindina þegar kæmi að lög- gæslu. Öruggt má telja að uppreisnar- menn í Tsjetsjeníu hafi misst sam- úð alþjóðasamfélagsins með gísla- tökunni. Pútín lýsti því yfir að Tsjetseníu yrði engin miskunn sýnd og kenndi hryðjuverkamönnunum alfarið um hörmuleg endalok gísla- tökunnar. Væri eitthvað við hann sjálfan að sakast væri það að hann hefði ekki verið nógu ákveðinn og strangur. „Við sýndum veikleika og feng- um að kenna á því fyrir vikið. Árás- in beindist gegn því sem er þjóðinni kærast – öryggi barna og er stríðs- yfirlýsing við rússnesku þjóðina.“ Hann sagði íbúa Beslan vera bugaða af sorg en að þeir hafi staðið þétt saman og óhikað hætt lífi sínu hver fyrir annan, jafnvel við hinar grimmilegustu aðstæð- ur. Vinna við hreinsun skólahús- næðisins í Beslan gengur hægt vegna hættu á frekari sprenging- um af völdum sprengna sem hryðjuverkamennirnir höfðu komið fyrir í byggingunni. Af þeim 322 líkum sem hafa fundist í skólanum eru 155 börn. thordis@frettabladid.is BÍÐA ÖRLAGA SINNA Nýleg mynd af frönsku fréttamönnunum Georges Malbrunot og Christian Chesnot. Vonir stóðu til að þeim yrði sleppt úr höndum mannræningja en örlög þeirra eru nú óljós. Frönsku gíslarnir í Írak: Mæta örlög- um sínum ÍRAK Forseti Íraks, Ghazi Yawer, hefur frestað fyrirhugaðri heim- sókn sinni til Frakklands vegna gíslatöku tveggja franskra blaða- manna í Írak. Spenna hefur vaxið milli landanna eftir að forsætis- ráðherra Íraks, Iyad Allawi, sagði í blaðaviðtali að Frakkar væru linir við hryðjuverkamenn og Chirac Frakklandsforseti yrði að taka ein- hverja ábyrgð á mannráninu þar sem hann væri andvígur alþjóðleg- um lausnum til varnar Írak. Frakk- ar segja ummælin vera ótæk. Vonir stóðu til að blaðamönnun- um Christian Chesnot og Georges Malbrunot yrði sleppt lausum þar sem mikilsmegandi klerkar höfðu sagt lausn þeirra aðeins spurning um tíma. Nú hafa mannræningj- arnir hins vegar sagt á íslamskri heimasíðu að ekki standi til að sleppa þeim, heldur muni þeir senn mæta örlögum sínum. Mannræningjarnir sem taldir eru vera úr íslamska hernum í Írak (IAI) hótuðu í upphafi að drepa gíslana ef Frakkland af- næmi ekki bann á skýluklúta ís- lamskra stúlkna í frönskum barna- skólum. Christian Chesnot starfar fyrir franska ríkisútvarpið og Georges Malbrunot fyrir dagblaðið Le Fig- aro. Þeim var rænt við störf sín í Írak í ágúst. ■ Nei, ég lýsi boltanum í gegnum skjáinn, bara. Síminn hefur eignast réttinn á enska boltanum með kaupum sínum á eignarhaldsfélagi sem á fjórðungshlut í Skjá einum. Snorri Már Skúlason lýsir leikjum úr enska boltanum á Skjá einum. SPURNING DAGSINS Snorri, muntu lýsa enska boltanum í gegnum símann í vetur? VÍÐTÆK LEIT LÖGREGLU Leitað var í bílum í næsta nágrenni Lyfju á Hringbraut í gær. Vopnað rán: Réðst inn í apótek RÁN Maður vopnaður loftbyssu réðst inn í Lyfju á Hringbraut á sjöunda tímanum í gær. Hann veittist að starfsmanni, náði lyfj- um og komst síðan undan á flótta. Lögreglan í Reykjavík hóf leit að manninum í bílum og görðum í nágrenninu. Hún hafði ekki borið árangur þegar blaðið fór í prent- un. Ekki er vitað hver maðurinn er, en talið er að hann sé á þrí- tugsaldri. ■ Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Fylgstu með á heimasíðu okkar www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Ferðir um jólin og janúar að fyllast! Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Tvö viðbótarherbergi á lúxustilboði í Hua Hin 10. okt í 2 vikur. Verð á mann í tvíbýli frá: 121.800 kr. með öllum sköttum! 2 vikur yfir jólin í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 159.600 kr. með öllum sköttum! 2 vikur í janúar í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 133.600 kr. með öllum sköttum! Tæland Tryggðu þér vetrarfrí hið fyrsta Skipverji: Féll fjóra metra SLYS Skipverji á grjótflutninga- pramma slasaðist mikið þegar hann féll fjóra metra um borð í pramm- anum í gær. Björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Ás- grímur S. Björnsson, ásamt hrað- björgunarbát Björgunarsveitarinn- ar Ársæls sóttu manninn þar sem pramminn var staddur skammt undan Gróttu á Seltjarnarnesi. Siglt var með hann að Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn, þaðan sem hann var fluttur á sjúkrahús. Skipverjinn reyndist vera með brotin rifbein og brotinn hryggjarlið. Að sögn læknis á Landspítala - háskólasjúkrahúsi telst maðurinn heppinn að skaðast ekki á mænu. Hann gengst nú undir meðferð á Landspítalann við Hring- braut. ■ VIÐSKIPTI Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verð- gildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarsson- ar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi síma- fyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja upp dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin,“ segir Skarp- héðinn. „Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnis- markaði. Þetta er sérkennileg for- gangsröðun.“ Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frum- varpinu og þá eru aðrar leiðir farn- ar til þess.“ Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan millj- arð króna með kaupunum á Fjörgný. Skarphéðinn vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðl- um, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvars- menn Landssímans í gær. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N HINSTA KVEÐJA Sprengingar og byssuskot urðu skólabörnunum í Beslan að bana þegar hryðjuverkamenn tóku skólann þeirra í gíslingu. Hér sést rússnesk móðir strjúka vanga lífvana stúlku sinnar innan um fleiri lík skólasystkina hennar. SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON Vísar því á bug að forsvarsmenn Norður- ljósa hafi reynt að koma í veg fyrir kaup Símans á hlut í Skjá einum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Stjórnarformaður Norðurljósa: Kaupin rýra verð Símans M YN D /A P STURLA BÖÐVARSSON Samgönguráðherra var vígalegur með hjálm á höfði í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.