Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 18
Góð samskipti að hlusta Margir eru duglegir við að tala og tjá sig
á vinnustað en gleyma að hlusta á aðra. Gott er að leggja við hlust-
ir og heyra hvað aðrir hafa að segja og hvað þeim finnst. Vanda-
málin leysast best ef allir fá tækifæri til að láta í sér heyra. Þetta
viðheldur góðum starfsanda og samskiptum manna á milli.
!"
#$%
&
Stöðuvörður
Laus er til umsóknar staða stöðuvarðar í
útideild Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.
Helstu verkefni stöðuvarðar felast í eftirliti
með bifreiðastöðum og notkun
gjaldskyldra bílastæða utanhúss,
álagningu stöðvunarbrotagjalda
og ritun umsaga vegna þeirra.
Leitað er að jákvæðum, stundvísum og
traustum einstaklingi sem fellur vel inn í
sterka liðsheild. Starfið er líkamlega erfitt
og er því gerð krafa um almennt hreysti og
gott úthald. Nauðsynlegt er að viðkomandi
búi yfir góðri færni í mannlegum samskipt-
um, sé reglusamur, áræðinn í framgöngu,
með bílpróf og hafi læsilega rithönd.
Æskilegt er að viðkomandi hafi gott vald á
ensku og einu norðurlandamáli.
Vinnutíminn er frá klukkan 09:00 til 18:45
og hentar starfið jafnt konum sem körlum.
Umsókn og nöfn tveggja meðmælenda
skal senda til Bílastæðasjóðs Reykjavíkur
fyrir 20. september merkt „Stöðuvörður“
b.t. Hauks Ástvaldssonar Hverfisgötu 14
101 Reykjavík. Hægt að nálgast umsóknar-
eyðublað í afgreiðslu okkar eða fá það
sent með rafpósti. Allar nánari upplýsingar
veitir Haukur Ástvaldsson aðalvarðstjóri í
síma 585-4500.
Bílastæðasjóður Reykjavíkur
Stefán Haraldsson
Starfsánægja:
Fólk er bara fólk
Launakönnun VR:
Hæfni starfs-
manna eykst
Hæfni félagsmanna VR á vinnumark-
aði þykir meiri nú en fyrir ári síðan,
að mati mikils meirihluta þeirra, en
innan við 3% telja hæfni þeirra hafa
minnkað. Þetta
kemur fram í
niðurstöðum
launakönnunar
VR sem kynnt
verður í heild
sinni þann 15.
september næst-
komandi. Í
könnunni var
spurt hvort fólki
fyndist hæfni þess á vinnumarkaði
hafa aukist, staðið í stað eða minnk-
að á árinu. Meirihlutinn svaraði því til
að hæfnin hefði aukist en voru það
ívið fleiri karlar en konur. Þá telja
fleiri yngri félagsmenn að hæfni þeir-
ra hafi aukist en þeir sem eldri eru.
Yfir 70% svarenda á aldrinum 25-29
ára telja sig hæfari nú en áður, en
aðeins helmingur starfsmanna yfir
fimmtugu.
Eftir því sem menntun eykst, því já-
kvæðari eru svarendur hvað þetta
varðar og mikill munur er á milli þeir-
ra sem lokið hafa masters- eða dokt-
orsnámi annars vegar og þeirra sem
eru með grunnskólapróf eða minna
hinsvegar. Af þeim sem lokið hafa
framhaldsskólanámi segir rúmlega
helmingur hæfni sína á vinnumark-
aðinum hafa aukist á árinu.
Starfsmenn VR
telja hæfni sína
hafa aukist frá
síðasta ári.
[ Hvernig verð ég... ]
símsmiður?
Símsmíði er kennd í Iðnskólanum í
Reykjavík og er námið 82 einingar og
skiptist á fjórar annir.
Námið hefst í grunndeild rafiðna sem
er tvær annir og eru allmargir skólar
víða um land
sem bjóða það
nám. Inntökuskil-
yrði í grunndeild
rafiðna er grunn-
skólapróf. Að
grunndeild lokinni þarf að gera tveggja
ára námssamning við símsmíðameist-
ara. Flestir þeir sem leggja út í sím-
smíðanám eru búnir að tryggja sér
samning áður en þeir hefja námið.
Nemendur á námssamningi ljúka verk-
legum hluta námsins á vinnustað en
bóklegum hluta á tveimur önnum í
Iðnskólanum í Reykjavík sem er eini
skólinn sem kennir bóklega námið. Að
loknu námi er tekið sveinspróf og fær
sá sem stenst það rétt til þess að kalla
sig símsmið.
Nám í símsmíði hefst í grunndeild raf-
iðna sem er sameiginleg öllum rafiðn-
greinum og þar eru kenndar almennar
greinar, svo sem íslenska, danska,
enska og stærðfræði, faggreinar eins og
efnisfræði, grunnteikning og rafmagns-
fræði og verklegar faggreinar eins og
málmsmíðar og mælingar. Grunndeild
þarf að ljúka með lágmarkseinkunn til
að hægt sé að hefja nám í símsmíði.
Hið eiginlega nám í símsmíði tekur þá
við, þ.e. fagnám og starfsþjálfun. Helstu
námsgreinar eru fínsmíði, línufræði og
símafræði.
Námið tekur þrjú til fjögur ár og fer
lengd námstímans eftir því hvernig
námskeið og fagnám raðast saman.
Námið er lánshæft meðan nemandi er
ekki á launum.
Möguleikar á framhaldsnámi eru til
dæmis nám í meistaraskóla eða tækni-
skóla og einnig er hægt að bæta ofan á
nám á tæknibraut til stúdentsprófs.
Starf símsmiða er fjölbreytilegt.
Símsmiðir leggja símastrengi frá inn-
takskassa og símalínur innanhúss fyrir
símtæki og annan notendabúnað, svo
sem mótöld, telextæki, faxtæki og tölv-
ur. Þeir annast bilanagreiningu og við-
gerðir á símastrengjum og línum. Þeir
skipuleggja uppsetningu tengigrinda og
prófa símalínur. Flestir símsmiðir starfa
hjá símafyrirtækjum og eru flestir búnir
að tryggja sér atvinnu áður en þeir leg-
gja út í námið með því að gera samn-
ing með meistarann.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
„Kröfurnar eru miklar um starfs-
ánægju og ef fólk er ekki ánægt í
vinnunni, þá segir það hiklaust
upp,“ segir Eyþór Eðvarðsson, MA
í vinnusálfræði, stjórnendaþjálfari
og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun,
sem sérhæfir sig í námskeiðum
fyrir fyrirtæki.
„Við erum alltaf að færast nær
því að átta okkur á hvað það er
sem gerir fólk ánægt í starfi. Svo
virðist sem mikilvægt sé að hafa
það í huga að fólk er bara fólk og
það á að koma fram við það sem
slíkt. Best er að koma eins fram
við alla, sama hvaða stöðu þeir
gegna, enda eru augljós tengsl á
milli starfsánægju og afkasta,“
segir Eyþór.
„Samskiptaþátturinn skiptir
miklu máli og fólk þarf að geta tal-
að saman og skilið hvert annað,“
segir Eyþór og leggur áherslu á að
það eigi við um alla á vinnustaðn-
um. „Stundum er þetta bara spurn-
ing um að brjóta ísinn,“ segir hann
en viðurkennir að það geti oft ver-
ið hægara sagt en gert og ef vand-
inn sé umfangsmikill geti þurft að
kalla til sérfræðihjálpar.
Eyþór segir að nokkur atriði
stuðli að starfsánægju fólks og
gott sé að gera sér grein fyrir því
hver þau séu. Starfsmaður þurfi að
vita tilgang sinn og kunna starf sitt
auk þess sem mikilvægt sé að vera
hluti af hópnum. „Við þurfum að
vera heiðarleg gagnvart því hvaða
starf hentar okkur þó svo að hlutir
eins og starfsöryggi hafi sitt að
segja. Að hafa tilgang skiptir sköp-
um og að finna að maður skipti
máli, auk þess sem fólk þarf að sjá
afrakstur af starfi sínu,“ segir Ey-
þór og telur það mjög mikilvægt
að fólki sé hrósað fyrir vel unnin
störf. Slæmt er að upplifa stöðnun
í starfi því þá hverfur tilgangurinn
og með því ánægjan, Því er mikil-
vægt að leggja sitt af mörkum og
sjá árangurinn.
„Við þurfum að muna að hver er
sinnar gæfu smiður og stundum
nægir að temja sér jákvætt viðhorf
til starfs síns og finna leiðir til að
gera vinnuna skemmtilega því ekki
hafa allir aðstöðu eða tækifæri til
að komast í draumastarfið. Þegar
starf er óspennandi skiptir góður
starfsandi öllu máli en ef starfið er
áhugavert skiptir starfsandinn
kannski ekki eins miklu máli. En
best er auðvitað þegar þetta tvennt
fer saman, spennandi starf og góð-
ur starfsandi.“
kristineva@frettabladid.is
Eyþór Eðvarðsson segir jákvætt viðhorf til
vinnunnar skila sér í meiri starfsánægju.