Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 5. september 2004 17 Bakleikfimi með mjúkri sambasveiflu Fer fram í glæsilegu húsnæði Hreyfigreiningar að Höfðabakka 9 kl. 16.10, 17.10 og 18.10 virka daga Kerfisbundin uppbygging æfinga sem bæta líðan í hálsi, herðum og baki Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari BSc. Sérgrein: Manual Therapy Skráning fer fram í síma 695-1987 Vefsíða: www.folk.is/breidubokin/ Jafnréttisviðurkenning 2004 Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2004. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. til Jafnréttisráðs, Hvannavöllum 14, 600 Akureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is YOGA með MAGGÝ Kennari: Margrét Skúladóttir Tímar mánud. og miðvikud. kl. 14.30-15.45 þriðjud. og fimmtud. kl. 10.00-11.15 Jógasetrinu Lótus Borgartúni 20 4. hæð Tímar mánud. og miðvikud. kl. 18.00-19.15 Saga Heilsa og Spa Nýbýlavegi 24 Kópavogi Rólegir og mjúkir tímar Hentar vel eintstaklingum með vefjagigt og síþreytu. SÝNINGAR LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR OG ÍS- LENSKA DANSFLOKKSINS Geitin - eða hver er Sylvía?, eftir Edward Albee. Héri Hérason, eftir Coline Serreau. Híbýli vindanna, leikgerð Bjarna Jónssonar á skáldverki Böðvars Guðmundssonar. Segðu mér allt, eftir Kristínu Ómarsdóttur. Terrorismi, eftir Presnyakov- bræður. Draumleikur, eftir August Strindberg. Screensaver, eftir Rami Be’er. Við erum öll Marlene Dietrich, eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hvratin. Open Source, eftir Helenu Jóns- dóttur. Frá fyrra ári verða Chicago, eftir Kander, Ebb og Fosse, Lína langsokkur eftir Astrid Lind- gren, Don Kíkóti eftir Cervantes, Belgíska Kongó, eftir Braga Ólafsson, Rómeó og Júlía, eftir Shakespeare og Paris at night, eftir Prévert. Á nýju leikári leggja stóru leikhúsin metnað sinn í ný íslensk leikrit og leikgerðir unnar upp úr vinsælum skáldverkum. Skemmtilega íslenskt Þá er leikárið að hefjast og stóru leikhúsin búin að birta verkefna- val vetursins, fjölbreytt og slatti af íslenskum verkum. Loksins, eftir áralangar umræður um tregðu leikhúsaforkólfanna til þess að hleypa inn íslenskum höfundum, eða þjálfa þá upp, eru íslensku verkin einmitt það sem þeir slá sér upp á. Íslensku verk- in eru greinilega stoltið í ár. Í Þjóðleikhúsinu eru fjölmarg- ir íslenskir höfundar og það eru með ánægjulegri tíðindum að ís- lenskir höfundar skrifi barna- leikrit ársins. Það er að verða dá- lítið þreytt að rúlla Astrid Lind- gren og Thorbjörn Egner aftur og aftur yfir hin stóru svið leik- húsanna. Klaufar og kóngsdætur þeirra Ármanns/Sævars/Þor- geirs er tvímælalaust ein af áhugaverðu sýningum vetrarins. Á Litla sviði Þjóðleikhússins verða þrjú ný íslensk verk, eftir höfundana Kristján Þórð Hrafns- son, Hávar Sigurjónsson og Jón Atla Jónsson. Allt verk sem ekki má missa af – en hvernig er það eiginlega, fer ekki að verða kom- inn tími á verk eftir þessa menn á Stóra sviðinu? Verk Kristjáns Þórðar, Böndin á milli okkar, fjallar um unga kvikmyndagerð- arkonu með stóra drauma sem er tilbúin að leggja allt undir. Ung- ur leikari sem á bak við ímynd vinsælda og velgengni á í mis- kunnarlausri baráttu við eigin hugsanir og tilfinningar. Spurn- ingar verksins eru áleitnar. Hversu langt er hægt að ganga til að láta að vilja annarrar manneskju? Hvað er að gefa af sjálfum sér? Hvað er að hafa stjórn á eigin lífi? Verk Hávars, Grjótharðir, fjallar um fimm karlmenn sem eru lokaðir inni. Þeir eru refsifangar og hafa brotið af sér gagnvart samfélag- inu. En þeir hafa líka framið glæpi sem ekki hefur verið dæmt fyrir. Verður líka refsað fyrir þá? Er hægt að fyrirgefa? Verk Jóns Atla, Rambó 7, fjallar um stjörnu sem vaknar upp hjá fimmtugum höstler og röltir nið- ur í eldhús. Þar situr Johnny við símann, Júlli sækó er týndur í Bosníu og svo kemur Pési burð- ardýr á sínum eilífa flótta undan handrukkurunum. Hvað íslensku verkin varðar, eru þau ekki síður áhugaverð í Borgarleikhúsinu. Híbýli vind- anna, leikgerð Bjarna Jónssonar á verkum Böðvars Guðmunds- sonar sem hrifu íslenska lesend- ur – og nýtt verk eftir Kristínu Ómarsdóttir sem fjallar um Guð- rúnu, sem er í hjólastól. Samt á hún betra með að fóta sig í lífinu en foreldrar hennar. Guðrún á sér draumaveröld og flýr á náðir hennar þegar foreldrarnir ætlast til of mikils. Þar taka Barbí og Mark hana að sér. Og versta val leikársins? Æ jú, Jesús Kristur Súper- stjarna. Leikhúsin mættu fara að hlífa áhorfendum við glansnúm- erum hippatímans. Lífið heldur áfram. sussa@frettabladid.is SÝNINGAR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Norður, eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Öxin og jörðin, leikgerð Hilmars Jónssonar eftir skáldsögu Ólafs Gunnarssonar. Mýrarljós, eftir Marina Carr Klaufar og Kóngsdætur, barna- leikrit eftir Ármann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason upp úr ævintýraheimi H.C. Andersen. Dínamít, eftir Birgi Sigurðsson. Jesús Kristur ofurstjarna, söngleikur eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Svört mjólk, eftir Vasílij Sígarov. Nítjánhundruð, eftir Marie Jones. Koddamaðurinn, eftir Martin McDonagh. Böndin á milli okkar, eftir Krist- ján Þórð Hrafnsson. Grjótharðir, eftir Hávar Sigur- jónsson. Rambó 7, eftir Jón Atla Jónsson. Frá fyrra ári eru Dýrin í Hálsa- skógi, eftir Thorbjörn Egner, Edith Piaf, eftir Sigurð Pálsson, Þetta er allt að koma, leikgerð Baltasars Kormáks eftir skáld- sögu Hallgríms Helgasonar og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Skrifaði leikverk um Guðrúnu sem flýr á náðir draumaveraldar sinnar þegar lífið verður yfirþyrmandi. KRISTJÁN ÞÓRÐUR HRAFNSSON Spyr hversu langt sé hægt að ganga til að láta að vilja annarrar manneskju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.