Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 36
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu var í einu orði sagt lélegt þegar það tók á móti Búlgörum í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gær. Eftir ágæta byrjun fjaraði algjörlega undan leik íslenska liðsins og Búlgarar unnu fyllilega verðskuldaðan sigur, 3–1. Það var ljóst strax í upphafi að hvorugt liðið ætlaði að taka mikla áhættu í leiknum. Þéttur varnarleikur var spilaður af beggja hálfu og sóknarmenn liðanna komust lítt áleiðis. Til marks um kraftleysið í sókninni átti Ísland ekki skot að marki fyrr en eftir 23 mínútur. Tíu mínútum fyrir leikhlé byrjaði að loga á aðvörunarljó- sunum en þá stakk Berbatov sér inn fyrir íslensku vörnina. Hristi Ólaf Örn Bjarnason auðveldlega af sér og skoraði fram hjá Árna Gauti í markinu en Árni hefði getað gert betur í markinu. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki gæfulega því Berbatov bætti við öðru marki á 49. mínútu eftir að Hermann hafði dottað í dekkuninni. Íslenska liðið var fljótt að koma sér inn í leikinn á ný og Eiður Smári minnkaði muninn úr vítaspyrnu sem Þórður Guðjónsson fiskaði, aðeins mínútu síðar. Opinn leikur og nægur tími eftir. Þetta mark virtist aftur á móti ekki nægja til þess að kveikja í íslenska liðinu og varamaðurinn Yanev innsiglaði sigur Búlgara á 62. mínútu. Markið skrifast þó algjör- lega á Árna Gaut en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum ekki að verja dapurt skot Yanevs sem þó var svo gott sem beint á hann. Hrikalegt slys. Íslenska liðið náði ekki að ógna búlgarska markinu að neinu viti það sem eftir lifði leiks. Helst bar til tíðinda á lokamínútunum að Brynjar Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald fyrir litlar sakir og þar af leiðandi snemmbúna kalda sturtu. Hverju sem veldur þá komst íslenska liðið aldrei upp úr fyrsta gírnum í gær. Liðið var passíft, sóknaraðgerðirnar hægar og fyrirsjáanlegar. Þetta var í raun algjört dútl allan leikinn og þar að auki var grimmdin lítil sem engin og ekki spilað á styrkleika liðsins. Heiðar Helguson fékk enga skalla í framlínunni, Gylfi náði aldrei takti við leikinn og Arnar Grétarsson var í raun aldrei þátt- takandi í leiknum líkt og Indriði Sigurðsson. Brynjar gerði sitt en var óskynsamur þegar hann fékk rauða spjaldið. Algjört óþarfabrot. Þórður Guðjónsson átti ágæta spretti en fékk boltann allt of sjaldan. Vörnin hefur oft átt betri daga en Kristján Sigurðsson stóð upp úr hjá varnarmönnunum. Eiður Smári reyndi hvað hann gat en komst lítið gegn þéttri vörn Búlgara. Íslenska liðið kolféll á fyrsta prófinu í þessum riðli og eftir tap á heimavelli er ljóst að liðið verður að taka stig á útivelli. Þessi frammi- staða var langt frá því að vera ásætt- anleg og vonandi að liðið hysji upp um sig í Búdapest á miðvikudag. henry@frettabladid.is 20 5. september 2004 SUNNUDAGUR Við auglýsum eftir... ...íslenskum knattspyrnuáhugamönnum. 20 þúsund sáu sér fært að styðja landsliðið í vináttulandsleik en um aðeins um 5 þúsund manns mættu til þess að horfa á mikilvæg- an leik gegn Búlgaríu. Landsliðið var slakt og stuðningsmennirnir ekki mikið betri. Stemning, eins og var í Dalnum í gær, er ekki til þess fallin að hjálpa liðinu að ná í mikil- væg stig. ,,Við vorum búnir að gera okkur miklar vonir eftir síðasta leik og það er ekki hægt að segja annað en að við höfum klikkað á þessu.” Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen hitti naglann á höfuðið eftir leikinn í gær.sport@frettabladid.is 0–1 Dimitar Berbatov 35. 0–2 Dimitar Berbatov 49. 1–2 Eiður Smári Guðjohnsen, víti 50. 1–3 Hristo Yanev 62. DÓMARINN Alain Hamer ákaflega smámunasamur BESTUR Á VELLINUM Dimitar Berbatov Búlgaríu TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–9 (6–5) Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 20–27 Rangstöður 3–11 GÓÐIR HJÁ ÍSLANDI Kristján Örn Sigurðsson Íslandi Þórður Guðjónsson Íslandi Jóhannes Karl Guðjónsson Íslandi 1-3 ÍSLAND BÚLGARÍA Lélegt í Laugardal Dauft og hægfara íslenskt landslið fékk skell gegn Búlgörum á Laugardalsvelli í gær. Frammistaðan lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Kristján Örn Sigurðsson: Ekki okkar dagur FÓTBOLTI „Þetta fór ekki nógu vel, altént fannst mér þeir ekki skapa sér það mörg færi en þeir nýttu þau vel. Þeir komust yfir og þá var erfitt fyrir okkur að sækja leikinn. Við þurftum að færa okkur framar og þá opnast leikurinn meira. Mér fannst við vera að standa okkur vel í fyrri hálfleik, við vorum að halda vel aftast og skapa færi inn á milli en við nýttum þau ekki en þeir sín. Mér líst mjög vel á leikinn gegn Ungverjum á miðvikudag- inn, þessi leikur er búinn og það er ljóst að við verðum að gera betur en í dag. Mér fannst samt margt gott í leiknum hjá okkur í dag en þetta var ekki dagurinn okkar,“ sagði Kristján Örn Sigurðsson. ■ DAPUR Árni Gautur Arason hefur sjaldan leikið eins illa með landsliðinu og í gær og var að vonum dapur í leikslok. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfara Íslands: Varnarleikurinn klikkaði FÓTBOLTI „Það sem klikkaði hjá okk- ur í dag var að varnarleikurinn var ekki nógu góður,” sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari. “Þegar agt er upp að fara í leikinn og fá ekki á sig mark, vitandi það að við munum náð góðum sóknum á milli sem geta gefið okkur færi, þá verður þetta ekki nógu gott þegar við byrjum á því að fá á okkur mark. Vitandi það líka að Búlgarar leggja leikinn upp með þeim hætti að þeir ætla að halda markinu hreinu. Þeir liggja aftar- lega á vellinum og eru flinkir að teygja á okkur og toga. Við erum alltaf á eftir í okkar aðgerðum, of seinir í tæklingar og komumst aldrei í þann slag sem hentar okk- ur. Það var slæmt þegar við fáum á okkur þetta mark, sem er í raun- inni fyrsta skot þeirra á markið. Áður erum við búnir að vera í færi þar sem Heiðar Helguson hefði getað skorað. Það náttúru- lega skipti sköpum í þessu að þeir voru fyrstir til að skora og gátu þar með farið í skotgrafirnar og beðið þar og þessi mörk sem við fáum á okkur eru afar slæm. Við hefðum getað komið í veg fyrir mörkin sem við vorum að fá á okkur.” Logi gat ekki annað en játað því að stemninguna hefði vantað. “Þetta er leikur liðsheildarinn- ar og það náðist aldrei að ná þeirri stemningu sem þetta lið þarf á að halda inn á vellinum. Við bjuggumst við því að Búlgararnir myndu spila með fjögurra manna vörn en þeir fóru út í meira svona 3-4-3 og lágu breitt úti með tvo vængmenn sem olli okkur smá vandræðum í upp- hafi en við náðum tökum á því. Það var ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.” ■ HAFÐU ÞETTA Heiðar Helguson komst ekkert áleiðis gegn Búlgörum í gær og var heppinn að fjúka ekki af velli þegar hann sparkaði í búlgarska markvörðinn á viðkvæman stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.