Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 34
Mikið fréttist af stórstjörnunni Madonnu þessa dagana og ný- fundna trú hennar í dulspeki kab- balah, eins og hún er kennd af rabbínanum Phillip Berg. Þakkaði hún meðal annars kabbalisma fyrir „listræna leiðsögn“ á plötu sinni Ray of Light, auk þess sem hún hefur styrkt Kabbalahmið- stöðina í London og Kabbalahskól- ann í New York um milljónir dala. Hún er ekki sú eina sem hefur sannfærst um boðskap Bergs, ein- nig hafa Barbara Streisand, Roseanne Barr, Demi Moore og Britney Spears sótt námskeið í Kabbalahmiðstöð þeirra feðga. Einnig var Jerry Hall þekktur fylgismaður Bergs en er sögð hafa snúið sér annað vegna leiða á að biðja vini sína um tíund fyrir Kab- balahmiðstöðina. Nýlega bárust svo fregnir af því að Madonna sé komin upp á kant við Berg-feðg- ana, sem hún segir hafa notfært sér frægð sína til að breiða út boð- skapinn, auk þess sem hún hafi orðið leið á því peningabetli þeirra. Skyndilausnir og hefndaraðgerðir Að finna Kabbalahmiðstöð Berg- feðganna er álíka erfitt og að finna Starbucks á ferð um heiminn. Fyrsta miðstöðin var sett á fót í Bandaríkjunum árið 1969, en nú má finna um fimmtíu slíkar víða um heim. Líkt og með Starbucks eru þær flestar í Bandaríkjunum en þær má einnig finna í Frakklandi, Kanada, Mexikó, Japan, Póllandi og Bretlandi. Enga slíka er að finna á Íslandi. Líkt og með Starbucks hafa þær verið sakaðar um að bjóða ein- ungis upp á skyndilausnir. Helsti lærifaðir Kabbalahmið- stöðvanna er rabbíninn Phillip Berg og hefur hann höfuðstöðvar sínar í Beverly Hills. Sjálfur segir Phillip að Kabbalahmiðstöðin hafi fyrst verið sett á fót í Jerúsalem, árið 1922, og vísar til skólans Yeshiva Kol Yehuda, sem stofnaður var af kabbalistanum Yehuda Ashlag sem var lærifaðir Yehuda Zvi Brand- wein, læriföður Bergs. Berg hitti Brandwein í Ísrael árið 1962 og hóf nám í skóla hans árið 1964. Phillip segist vera arftaki Brandweins og hans hefðar í kennslu á Kabbalah, þrátt fyrir mótmæli Avraham Brandweins, sem rekur skóla föður síns í Jerúsalem og hafnar öll- um tengslum við Berg. Avra- ham er ekki sá eini sem hefur mótmælt aðferðum Bergs. Haft er eft- ir rabbínum sem ekki tengjast Berg að kenningar hans dragi dár af lög- um gyðinga og að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af aðferðum hans til að draga til sín fylgismenn og peninga. Ekki trúa, reyndu Yehuda Berg, sem nú er orðinn einn af leiðtogum Kabbalahmiðstöðv- anna, segir gestum sínum að trúa engu sem þeir læra á námskeiðum miðstöðvarinnar. Aðrir leiðbeinend- ur miðstöðvanna kyrja sama söng- inn. Í stað þess að treysta á trúna er fólki ráðlagt að láta sjálft á það reyna hvernig kabbalah hefur áhrif á líf þeirra, vegna þess að áhrifin séu mjög einstaklingsbundin. Í við- tali við tímaritið Village Voice sagði hann: „Leyndardómur þess að ná langt í lífinu er að þekkja lögmál lífsins, ekki að trúa á þau. Þegar þú þekkir lögmálin og uppsprettu lífs- ins, muntu þekkja vald kabbalah. Af hverju að bregðast við þegar þú get- ur haft frumkvæði? Af hverju ekki að hleypa ljósinu inn í líf sitt? Þetta er kabbalah. Við svörum ekki spurningum, heldur látum fólk finna sín eigin svör. Eitt stærsta vandamál trúarbragðanna er að rabbíninn, presturinn, hver sem það er, er með upplýsingarnar. Þú þarft á þeim að halda til að veita þér svör. Trúarbrögð áttu aldrei að vera svona. Trúin átti að veita fólkinu vald.“ Fyrir nægan pening Starfsemi Kabblalahmiðstöðva þeirra Berg-feðga hefur verið harð- lega gagnrýnd fyrir það hvernig reynt er að stjórna lífi fylgismanna þeirra. Einnig hefur hún verið gagnrýnd fyrir að selja trúarlegar vörur á uppsprengdu verði og þrýs- ta á fylgismenn að kaupa. Meðal þess sem ýtt er að fólki er að kaupa blessaðan rauðan bómullarspotta til að bera um úlnliðinn og reka þannig í burtu illa anda. Fólk er hvatt til að kaupa Zohar, boð- skap Guðs á arameísku í 23 bindum, á allt að fjórföldu verði ef miðað er við Amazon.com. Hægt er að kaupa sérstakt kabbalah- vatn, sem hefur verið blessað og sagt er hafa sérstakan lækningar- mátt. Úr þessu vatni hafa svo verið unnar sérstaklega blessaðar snyrtivörur sem sannarlega eiga að ráðast á þessar fínu línur sem geta myndast í kringum augun. Einnig er hægt að kaupa sérstakan „skuggalestur“ þar sem spáð er fyrir um árið með því að lesa í skugga fólks í tungl- skini, auk þess sem hægt er að kaupa námskeið þar sem fólki er kennt að finna sálufélaga sinn, lesið er í lófa, stjörnukort eru lesin eða heilun fer fram. Í eigin höndum Eitt af því sem oft kemur upp þeg- ar talað hefur verið við fyrrverandi meðlimi Kabbalahmiðstöðvanna er hvernig framtíð einstaklingsins er undir þeim sjálfum komim. „Þú stjórnar lífi þínu, það er þér að kenna ef þú færð kvef því þú hefur brugðist, andlega,“ er haft eftir manni sem sótti miðstöðina í New York. „Allt í kabbalah er um leið- réttingu,“ sagði hann enn fremur. „Við þurfum öll að vera leiðrétt. Skilaboð þeirra hljó- ma eins og þau sem koma frá ríkis- stjórn Bush – „Ef þú heldur þig við okkur, verður allt í lagi.““ Það var út frá 18 5. september 2004 SUNNUDAGUR Kabbalah byggir á fornri dul- speki gyðinga og þýðir að þiggja. Einnig er orðið samheiti yfir hefð. Upphafið má rekja til Spán- ar og Frakklands á þrettándu öld, þegar spænskur dulspekingur, Moses de Leon, er sagður hafa skrifað Zohar, Bók stórfengleik- ans, sem er sá texti sem kab- balistar byggja á. Bókin var skrifuð á arameísku og sögð næstum óskiljanleg. Það eru ekki einugis tungamálaörðugleikar sem gera bókin torvelda yfir- lestrar, heldur var hún svo skrif- uð að einugis þeir verðugu og þeir sem hefðu næga þekkingu ættu möguleika á að lesa bókina og túlka þar með orð guðs. Stór hluti trúartexta fjallar um eðli guðlegra vera, sköpunarsöguna, upphaf og endalok sálarinnar og hlutverk manna. Einnig er fjallað um hugleiðslu, trúfestu, dulspeki og galdra. Það eru þessar áhersl- ur sem gerðu það að verkum að einungis fáum var veittur að- gangur að viskunni. Í nokkur hundruð ár hefur hluti kabbalisma einnig verið numinn og kenndur án tengsla við trú gyðinga en deilt er um hvort hægt sé að slíta þau tengsl vegna uppruna kabbalisma. ■ x bq * Að finna ljósið í kabbalah hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda í Hollywood og víðar. Fjöldi kabbalah-leiðbeinenda er að finna í heiminum, en stórsókn þessarar lífsspeki er að finna í vinsældum eins leiðbeinanda, rabbínanum Phillip Berg. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um þá speki sem leiðbeinendur hans leggja út frá. *Kabbalah DAVID BECKHAM Beckham-hjónin hafa sést skarta rauða bandinu. Hvað er kabbalah? MADONNA Með rauða kabbalah-bandið á hendi sér. Hún taldi sig hafa fundið ljósið í lífsspeki kabbalah, en þreyttist á peningabetli og hvernig nafn hennar var notað, Kab- balahmiðstöðinni til frægðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.