Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 6
6 5. september 2004 SUNNUDAGUR
SAMGÖNGUMÁL Tæplega 95 pró-
sent allra ökumanna sem óku um
Kringlumýrarbraut í liðinni viku
virtu reglur um 60 kílómetra há-
markshraða að vettugi. Sýnu
verri er þó sá mikli fjöldi sem
taldi sig þurfa að keyra hraðar en
lög leyfa um Ártúnsbrekkuna á
sama tíma. Þar er ekki langt síðan
hámarkshraði var hækkaður úr 60
í 80 en rúmur helmingur þeirra
450 þúsund bíla sem þar óku um í
vikunni fór hraðar en það.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, segir að lög-
reglan viti vel af stöðu þessara
mála en vandamálið sé margþætt
og erfitt við að eiga. „Þetta hefur
verið sérstaklega slæmt í Ártúns-
brekkunni og þar hafa orðið afar
alvarleg umferðarslys í gegnum
tíðina. Þar hefur lögregla oftar en
ekki tekið ökumenn sem aka á allt
að 190 kílómetra hraða en þrátt
fyrir það virðist enginn vilji til að
koma til móts við óskir lögreglu
hvað varðar hert eftirlit. Við höf-
um ítrekað óskað eftir að settar
verði upp hraðamyndavélar á
þessum stað þar sem aðgengi fyrir
lögreglubíla við Ártúnið er slæmt
en ekki haft erindi sem erfiði.“
Gatnamálastofa Reykjavíkur-
borgar hefur um hríð mælt um-
ferð og hraða við fjórar helstu
stofnbrautir innan borgarinnar og
þar kemur fram að í liðinni viku
virtu tiltölulega fáir ökumenn há-
markshraðann á hverjum stað
fyrir sig. Frá sunnudeginum 29.
ágúst þangað til síðdegis föstu-
daginn 3. september óku rúmlega
450 þúsund ökutæki um Ártúns-
brekku. Af þeim töldu tæplega
260 þúsund sig hafa tilefni til að
aka hraðar en á 80. Af þeim voru
23 þúsund sem óku vel yfir hund-
rað kílómetra hraða.
Innan við 16 þúsund bílstjórar
virtu 60 kílómetra hámarkshrað-
ann á Kringlumýrarbraut á sama
tímabili. Aðrir 360 þúsund gerðu
það ekki og tæplega 14 þúsund af
þeim reyndust aka yfir hundrað-
inu.
Hinar tvær stofnbrautirnar
þar sem mælingar eru reglulega
gerðar, á Sæbraut og Miklubraut,
sýna betri niðurstöður en alls ekki
góðar. Á Sæbraut óku tæp 90 þús-
und ökumenn af 140 þúsundum
hraðar en lög leyfa en á Miklu-
braut var hlutfallið mun betra, að-
eins 60 þúsund af þeim 210 þús-
undum sem þar fóru um óku yfir
60. Þó ber að hafa í huga að mikl-
ar tafir hafa verið þar undanfarið
vegna framkvæmda.
albert@frettabladid.is
Stríðsglæpir:
Milosevic
fær lögmann
HOLLAND, AP Þvert á óskir Slobod-
ans Milosevic, fyrrum forseta
Júgóslavíu, hefur Stríðsglæpa-
dómstóllinn í Haag skipað honum
tvo verjendur. Dómararnir tóku
þessa ákvörðun eftir að tveir
læknar lýstu þeirri skoðun sinni
að það gæti reynst Milosevic lífs-
hættulegt að verja sig sjálfur.
Milosevic er við bága heilsu
og hefur það tafið réttarhöldin
mjög, einkum þar sem hann hef-
ur krafist þess að verja sig sjálf-
ur. Hingað til hafa dómarar ekki
lagt í að skipa honum verjendur
af ótta við að andstæðingar rétt-
arhaldanna tækju það sem sönn-
un þess að um sýndarréttarhöld
væri að ræða. ■
SLOBODAN MILOSEVIC
Vill verja sig sjálfur en óvíst er hvort
heilsa hans þoli það.
VEISTU SVARIÐ?
1Sýningarétt á hvaða bolta hefurLandssíminn keypt?
2Hver er ritstjóri bókarinnar Forsætis-ráðherrar Íslands - ráðherrar Íslands
og forsætisráðherrar í 100 ár?
3Hversu margir bílar keyra í Ártúns-brekku á hverri mínútu þegar mest
lætur?
Svörin eru á bls. 31
NEW YORK Stefnuföst forysta auk
skattalækkana og minni ríkisút-
gjalda voru meðal helstu áherslu-
efna í ræðu George W. Bush
Bandaríkjaforseta á flokksþingi
repúblikana þar sem hann lýsti
því í stórum dráttum hvers vegna
landsmenn ættu að kjósa hann í
forsetakosningunum í nóvember.
„Ég býð mig fram til forseta
með skýra og jákvæða áætlun um
hvernig við byggjum upp örugg-
ari heim og bjartsýnni Banda-
ríki,“ sagði Bush. „Ég býð mig
fram undir fána mannúðlegrar
íhaldsstefnu, þeirrar stefnu að
stjórnvöld eigi að hjálpa fólki að
bæta líf sitt, ekki reyna að stjórna
lífi þess. Ég trúi því að banda-
ríska þjóðin vilji trausta, stefnu-
fasta og réttsýna forystu. Það er
þess vegna sem við munum, með
ykkar hjálp, vinna þessar kosn-
ingar.“
Bush sagðist vilja einfalda
skattkerfi sem væri flókið klúður
og kostaði almenning sex millj-
arða klukkustunda við að telja
fram. Hann boðaði líka skattaaf-
slátt til að hjálpa fólki að kaupa
sjúkratryggingar og spara fyrir
ævikvöldið. ■
FAGNAÐ Á FLOKKSÞINGI
George W. og Lauru Bush var vel fagnað á flokksþingi repúblikana.
George W. Bush útlistaði stefnuna fyrir næstu fjögur ár:
Styrk forysta og
skattalækkanir
ÁRTÚNSBREKKAN
Fjölmörg slæm umferðarslys á þessum stað virðast ekki breyta þankagangi þúsunda öku-
manna sem þar keyra um daglega. Yfir helmingur ökutækja fer hraðar en leyfilegur há-
markshraði segir til um.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/M
YN
D
/G
VA
Undantekning að fólk
virði hámarkshraða
Séu hraðatölur úr umferðarmælum Gatnamálastofu í liðinni viku skoðaðar kemur í ljós að
tugþúsundir ökumanna virða í engu lög um hámarkshraða. Lögreglan er ráðþrota enda
óskir hennar ekki virtar.