Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 40
5. september 2004 SUNNUDAGUR ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eitt sinn vann ég á bensínstöð. Þar var að finna tvo kostu- legustu samstarfs- menn sem hægt er að hugsa sér. Annar þeirra stór og breið- ur en hinn langur og mjór. Sá breiði var hljóður maður en mikill matgæðingur. Átti gamla Lödu sport sem hann rölti oftast út í og snæddi hádegismat. Stundum þurfti hann þó að nota örbylgjuofn- inn sem við höfðum afnot af. Það var þó ekki nema endrum og sinn- um, til dæmis þegar hann hitaði upp selspik sem hann geymdi í krukku. Hann kjamsaði svo á spikinu og stundi af unaði. Ég lagði nú aldrei í að biðja um smakk. Leyfði honum frekar að njóta örbylgjuhitaða sel- spiksins einn. Hinn maðurinn, þessi langi og mjói, var allt öðruvísi. Hann talaði út í eitt og hafði skoðanir á öllu. Þegar ég byrjaði að vinna með hon- um var hann nánast tannlaus. Hafði vanið sig á að rífa tennurnar úr með naglbít þegar hann var á sjónum. Það glitti þó í eina litla og illa farna tönn þegar hann sagði brandara og glotti við. Langi og mjói maðurinn safnaði dósum og kallaði það að fara í smuguna þegar hann labbaði í hægðum sínum yfir á bensínstöð keppinautarins og týndi dósir úr ruslatunnunum. Hann tók gjarna þátt í lottóinu en bara þegar fyrsti vinningur var þrefaldur eða hærri. Hann taldi það annars ekki borga sig. Harðfiskur var í uppáhaldi hjá honum en eins og gefur að skilja átti hann erfitt með að tyggja hann. Hann reif harðfiskinn því niður, setti væna smjörklípu á hann og stakk honum upp í sig. Síðan fékk hann sér kaffisopa og bleytti fisk- bitann svo hann gæti sporðrennt honum. Nokkrum árum síðar kom ég aftur á bensínstöðina. Þá var þessi stóri og breiði hættur en sá langi og mjói var enn að. Hann var að vísu orðinn tannlaus og hafði los- að sig við síðustu tönnina á sama hátt og hinar. Kumpánar á við þessa tvo gera lífið svo sannarlega skemmti- legra. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON KYNNTIST SKEMMTILEGUM FÝRUM Á BENSÍNSTÖÐ Glott við tönn M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ■ PONDUS Eftir Frode Överli 1750... DOLLARAR??! Palli, varstu að panta pítsu á NETINU?! Hey! Hún er KÖLD!ööh... kannski...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.