Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 47
Tölvunám í haust – námskeið hefjast í næstu viku. Tölvuskólinn Þekking byggir á áralangri reynslu og er viðurkenndur af innlendum og erlendum aðilum. Skólinn hefur útskrifað þúsundir ánægðra nemenda sl. ár. Tölvu og skrifstofunám Margrét H. Ásgeirsdóttir Vinnur á skrifstofu Matráðs ehf. við öll almenn bókhalds- og skrifstofustörf. „Ég var búin að vera atvinnulaus í marga mánuði. Þetta nám skilaði mér því sem ég stefndi að; krefjandi og skemmtilegu starfi strax að námi loknu. Kennslan var frábær og uppbyggi- leg. Gef skólanum og kennurunum bestu meðmæli.“ Sérlega yfirgripsmikið og vandað 200 stunda starfsnám í takt við þarfir atvinnulífsins. Þetta nám hentar fólki á öllum aldri sem vill styrkja stöðu sína enn frekar á vinnumarkaði með aukinni menntun. Hentar einnig vel sjálfstæðum atvinnurekendum sem vilja vera sem mest sjálfbjarga í allri tölvuvinnu og við bókhaldið. Helstu kennslugreinar: Windows XP stýrikerfið og skjalavarsla Word grunnur og millistig Excel grunnur og Excel í stjórnun og rekstri Framsetning faglegra kynninga í PowerPoint Stafrænar myndavélar og meðferð mynda í tölvu Internetið og öryggi áNetinu Outlook tölvupóstur, skipulag og tímastjórnun Verslunarreikningur Virðisaukaskattur, reglur og skýrslur Bókhaldsgrunnur Tölvubókhald í Navision Kennsla hefst 8. september og lýkur 4 desember. Morgunnámskeið: Mán & mið & fös kl. 8:30 – 12:00 Kvöld- og helgarnámskeið: mán & mið kl. 17:30 – 21:00 og lau kl. 9 – 12:30 Kennarar við þessa námsbraut eru með fullgild kennsluréttindi ásamt viðskiptafræðingi og lögfræðingi. Verð kr. 136.000,- Bjóðum VISA/EURO raðgreiðslur eða starfsmenntalán. Sum stéttarfélög greiða frá 44.000 til 90.000 kr. í þessu námi. Kynntu þér rétt þinn! Skólinn verður settur fimmtu- daginn 9. september. LJÓSMYNDASKÓLI SISSU Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími: 562 0623, netfang: sissa@simnet.is Austurveri Í dag er „fríhafnarverð“ á snyrtivörum í Lyf & heilsu, Austurveri. Opið til miðnættis í dag og alla aðra daga. Í DAG! Fríhafnarverð á snyrtivörum ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Enska boltanum. Ólafur Teitur Guðnason. Um eitt hundrað. SUNNUDAGUR 5. september 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-herra er orðinn forsætisráðherra ef marka má Dagskrá vikunnar sem borin er í hús reglulega. Auk þess að birta dagskrá helstu sjónvarpsstöðva lætur Dagskrá vikunnar nöfn og ald- ur þeirra sem eiga afmæli á viðkom- andi degi fylgja með sjónvarpsdag- skránni. Halldór er afmælisbarn dagsins 8. september en þann dag verður ráðherrann 57 ára. Hann tek- ur hins vegar ekki við embætti for- sætisráðherra af Davíð Oddssyni fyrr en viku síðar, þann 15. september og verður því enn utanríkisráðherra þegar hann fagnar af- mælinu. Þeir hjá Dagskránni eru hins vegar ekkert að bíða eftir því að það sem löngu er búið að ákveða verði að veru- leika og titla Halldór því for- sætisráðherra. Sjónvarps- d a g s k r á a fmæl i s - d a g s i n s verður hins vegar löngu úrelt þegar dagur hinna stóru stóla- skipta rís. Hvernig ertu núna? Mjög góð Hæð: Ég veit það ekki sjálf Augnlitur: Blár Starf: Tónlistarkona Stjörnumerki: Krabbi Hjúskaparstaða: Einhleyp Hvaðan ertu? Frá Færeyjum Helsta afrek: Hætta í skóla og snúa mér að tónlist Helstu veikleikar: Naga neglurnar Helstu kostir: Góður kokkur Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég á ekkert út- varp og hlusta mjög lítið Uppáhaldsmatur: Thai-matur og færeyskt lambalæri Uppáhaldsveitingastaður: Ban Thai Uppáhaldsborg: Reykjavík og Þórshöfn Uppáhaldsíþróttafélag: Færeyska G.Í. Mestu vonbrigði lífsins: Að þurfa að deyja Hobbý: Elda og mála Viltu vinna milljón? Já, það væri ágætt Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söngkona Skelfilegasta lífsreynslan: Að missa afa minn Hver er fyndnastur? Jim Carrey Hver er kynþokkafyllstur? Johnny Depp Trúir þú á drauga? Stundum Hvaða dýr vildirðu helst vera? Örn Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Hundur eða kind Áttu gæludýr? Já, kött Hvar líður þér best? Í miðju lagi á tónleikum Besta kvikmynd í heimi: Lord of the Rings Besta bók í heimi: Hringadróttinssaga Næst á dagskrá: Ný plata Líður best á tónleikum BakhliðinÁ EIVÖRU PÁLSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.