Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 13
Jákvæð þróun fyrir einstaklinga
Að mati Guðmundar hefur frelsis-
þróunin í fjármagnsviðskiptum
haft jákvæð áhrif bæði fyrir at-
vinnulíf og einstaklinga. „Við sáum
ýmis fyrirtæki springa út og stæk-
ka eins og verðbréfafyrirtæki, fjár-
festingabanka og fleira. Fyrir ein-
staklinginn þýðir þetta meiri þjón-
usta og fleiri tækifæri til að fjár-
festa og í kjölfarið opnast fleiri
lánamöguleikar því öll fjármögnun
á markaðinum varð miklu skyn-
samlegri,“ segir hann.
„Bankar og sparisjóðar fóru að
hafa meira fé milli handanna til þess
að lána. Eins og við vitum var að-
gangur að fjármagni mjög takmark-
aður áður fyrr. Það leiddi til þess að
bankar og sparisjóðir voru fyrst og
fremst eins konar skömmtunar-
fyrirtæki. Eftir þessa breytingu þá
jukust innlán og geta banka og
sparisjóða til að lána óx að sama
skapi. Um leið opnuðust tækifæri
fyrir þessa aðila að afla sér fjár-
magns á skuldabréfamarkaði sem
hafði ekki áður verið til,“ segir
Guðmundur.
Við þetta bætist einkavæðing
bankanna sem var undanfari
hraðra breytinga í bankaheiminum.
„Það sem nú er að gerast er fram-
hald á því. Nú er farið að bjóða upp
á langtímalán til íbúðalána frá
bankakerfinu á vöxtum sem eru
sambærilegir við það sem Íbúða-
lánasjóður hefur verið að bjóða.
Það var kominn tími á að stokka
upp þennan þátt í fjármögnun og ég
hygg að það eigi eftir að taka við
heilmikill ferill til viðbótar við það
sem við höfum séð,“ segir hann.
Ekki framtíð fyrir Íbúðalánasjóð
Guðmundur telur ekki að Íbúða-
lánasjóður í núverandi mynd eigi
langa framtíð fyrir sér. „Íbúðalána-
sjóður sem slíkur ætti í mínum
huga að hverfa sem ríkisfyrirtæki
sem stendur að málum með þeim
hætti sem þar hefur verið gert.
Ekki það að ég sé að finna að þeirra
störfum heldur hitt að ég tel að það
sé kominn tími til að þessi snerting
í þjónustu við einstaklinginn hverfi
inn í bankakerfið,“ segir hann.
Hann bendir á að unnt væri að
starfrækja sjóð sem hefði það hlut-
verk að kaupa lán af bönkunum og
þannig væri hægt að tryggja þau
pólitísku markmið sem Íbúðalána-
sjóði er ætlað að tryggja.
Guðmundur telur einnig að líf-
eyrissjóðirnir eigi ekki að vera í
beinum lánveitingum til viðskipta-
vina. „Ég tel að þeir eigi miklu
fremur að kaupa skuldabréf sem
eru gefin út af einhverjum aðilum
sem eru sérfræðingar í smásölu-
þjónustu. Það auðveldi þeirra rekst-
ur og geri skuldabréfamarkaðinn
mun markvissari,“ segir hann.
Óþarfi að óttast þótt einkaaðilar
láni fyrir húsnæði
Að mati Guðmundar má líkja þró-
uninni á íbúðalánamarkaði við þá
sem átt hefur sér stað í lánavið-
skiptum við fyrirtæki. Nú er meira
en helmingur allra lána einstak-
linga í gegnum sjóði ríkisins, Íbúða-
lánasjóð og Lánasjóð íslenskra
námsmanna.
„Ef við förum nokkra áratugi
aftur í tímann – og þurfum ekki
endilega að fara svo langt, áratug
eða svo, þá vorum við með ýmsa
fjárfestingarlánasjóði og það voru
margir sem töldu það vera lífsnauð-
synlegt fyrir þessar atvinnugreinar
að þarna væru ákveðnir lánasjóðir
fyrir hendi sem hefðu sérstakan
skilning á fjármögnun viðkomandi
atvinnugreina,“ segir hann. „Þetta
er í mínum huga hluti af fortíð. Það
er hægt að ná þessum markmiðum
öllum fram með samstarfi við
bankana.“
Lagasetning setti strik í reikninginn
Í kjölfarið á harðnandi samkeppni
um viðskipti einstaklinga hafa
vaknað spurningar um hvort spari-
sjóðirnir geti att kappi við bankana.
Guðmundur hefur ekki áhyggjur af
stöðu SPRON og segir að margir
sparisjóðanna hafi mjög sterka
stöðu. Hins vegar setti lagasetning
Alþingis í vetur, sem kom í veg fyr-
ir fyrirhuguð kaup KB banka á
SPRON, strik í framtíðaráform
SPRON.
„Ég hygg að sú lagabreyting sem
þarna var gerð hafi verið öllum í
óhag og það er alveg ljóst að spari-
sjóðirnir þurfa að endurmeta stöðu
sína algjörlega á markaðinum með
tilliti til þessa. Við skulum hafa í
huga að lögunum var breytt árið
2001 til þess að opna sparisjóðunum
tækfiræi til að standast þá sam-
keppni sem framundan er. Hlutafé-
lagaleiðin var einn veigamikill þátt-
ur í því og það er synd að það skuli
vera búið að loka fyrir þann mögu-
leika,“ segir Guðmundur.
Vonbrigði með Samband
sparisjóða í SPRON-málinu
Hann segir að forsvarsmenn
SPRON hafi orðið fyrir vonbrigðum
með viðbrögð annarra sparisjóða.
„Það er alveg rétt að það voru uppi
skiptar skoðanir um ýmis mál og
við urðum fyrir miklum vonbrigð-
um með þessa framgöngu annarra
sparisjóða því þarna vorum við að
vinna að málum á fullkomlega lög-
legan og eðlilegan hátt og höfðum
undirbúið þessi mál vandlega til að
tryggja áfram mjög sterka stöðu
SPRON. Það var þess vegna afar
slæmt að Samband sparisjóða skyl-
di beita sér gegn þessum áformum
og fá lögum breytt,“ segir hann.
Stefnt að markaði um stofnfé
Þrátt fyrir lagasetninguna telur
Guðmundur ekki að allir möguleik-
ar til hagræðingar séu lokaðir og
hugsanlega muni myndast markað-
ur um stofnfé í sparisjóðum. Raun-
ar hefur Guðmundur lýst því yfir
að SPRON hyggist stofna til slíks
markaðar en ekkert hefur verið
gefið upp um hvenær af því verður.
„Það er ljóst í kjölfar atburða
síðustu ára að það má selja stofnfé
í sparisjóðum á yfirverði og það er
ekki spurning um það í mínum huga
að það mun myndast markaður um
það. Á móti kemur að slík eign er
ýmsum takmörkunum háð. Þetta er
ekki hlutafé sem menn eru að
kaupa og það getur ekki gengið
kaupum og sölu með sama hætti og
ef um hlutabréf væri að ræða. Slík-
ur markaður verður alltaf öðruvísi
en hlutabréfamarkaður en við höf-
um verið að skoða fleti á því að ýta
slíkum markaði úr vör og munum
halda því áfram,“ segir hann.
Sameiningar líklegar
Hann segir að sameiningar og auk-
ið samstarf komi einnig til greina.
„Við höfum átt samstarf við fjölda-
marga sparisjóði bæði hérlendis og
erlendis. Ég hygg að það verði
áfram þróun í þá veru, eins og við
höfum séð hér heima, að sparisjóð-
um fækki í gegnum samruna.
Sparisjóðum hér mun fækka. Við
höfum séð sambærilega þróun eiga
sér stað erlendis. Síðan eigum við
mjög gott samstarf við marga
sparisjóði erlendis. Hvort það
myndast einhverjir fletir hvað
snertir eignatengsl það verður
framtíðin að skera úr um. Það ligg-
ur ekkert fyrir um það,“ segir hann.
SPRON-lögin slæm skilaboð
Guðmundur hefur áhyggjur af þeim
skilaboðum sem lagasetningin um
kaup KB banka á SPRON senda.
„Það er auðvitað mjög alvarlegt mál
þegar lögum er breytt beinlínis með
það í huga að hindra það að hægt sé
að hrinda í framkvæmd samningum
sem eru gerðir á fullkomlega eðli-
legan hátt miðað við gildandi lög.
Það ætti að vera áhyggjuefni allra í
þjóðfélaginu, ekki bara sparisjóð-
anna, að slíkt geti gerst,“ segir Guð-
mundur Hauksson. ■
13SUNNUDAGUR 5. september 2004
„Það sem við hér hjá Símanum metum mest við Enska málstöð er
fjölhæfni þeirra og að þeir slá aldrei af sínum stöðlum.“
Hermann Ársælsson
Símanum
„Oft þarf ég að treysta einhverjum fyrir enskum texta eftir mig; stundum
flóknum eða skáldlegum. Þá er valið ljóst.“
Ari Trausti Guðmundsson
„Við höfum nýtt okkur þjónustu Enskrar málstöðvar undanfarin ár, fyrst
og fremst vegna þess að þeir eru ákaflega vandaðir í vinnubrögðum og
hafa alltaf skilað verkefnum samkvæmt umsaminni tímasetningu.
Þeir tryggja okkur vandaðar enskar og íslenskar þýðingar. Það eru fá, ef
nokkur, önnur þýðinga-/prófarkalestrarfyrirtæki sem geta veitt jafnmikla
fyrirmyndarþjónustu hvað fagkunnáttu varðar á slíkum sérsviðum.“
Sólrún Halldórsdóttir
Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Hvað er sagt?
„Það er frábært að geta fengið alla enskuþjónustu sem mann vantar á
einum og sama stað. Til dæmis er textagerð Enskrar málstöðvar á
heimsmælikvarða og þannig vill til að eigandi fyrirtækisins, Mike
Handley, er meðal fremstu enskuþula heims. Þetta veitir kvikmynda- og
auglýsingaiðnaðinum á Íslandi sterka samkeppnisstöðu.“
Jón Þór Hannesson
Saga Film
„Það var eitt tilvik sem staðfesti fyrir mér að oft er á endanum
hagkvæmast að ráða þá bestu. Þá þurftum við að láta þýða fyrir okkur
stórt verkefni og höfðum fengið í það tilboð frá Enskri málstöð upp á
465.000 kr. — sem var næstum upp á hár það sem ég hafði þá þegar
áætlað að verkið myndi kosta. Þeir sem stóðu að þessari framkvæmd
fundu aftur á móti aðra þýðingaþjónustu sem var tilbúin að vinna verkið
fyrir miklu lægra verð. En hún skilaði svo ófullnægjandi verki að á
endanum kostaði það yfir 800 þúsund krónur að lagfæra þýðinguna.
Þetta gerði útslagið og Umhverfisstofnun hefur síðan verið tryggur
viðskiptavinur Enskrar málstöðvar.“
Stefán Benediktsson
Umhverfisstofnun
SPRON-LÖGIN ALVARLEG
Guðmundur Hauksson segir það ekki aðeins vera áhyggjuefni fyrir SPRON, heldur þjóðina
alla, að Alþingi hafi sett lög til að stöðva samning sem stofnað hafi verið til á löglegan og
eðlilegan hátt.