Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 12
Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis skilaði um 1,3 milljörðum í hagnað á fyrri helmingi ársins. Stærstur hlut hagnaðarins hjá SPRON kemur til vegna velgengni í hlutabréfaviðskiptum en þar – eins og annars staðar í bankaheiminum – skilar þjónusta við einstaklinga litlum hagnaði. Þetta er áhyggju- efni fyrir sparisjóðina sem hafa lagt mikið kapp á þjónustu við ein- staklinga og lítil fyrirtæki enda hafa kannanir sýnt það fimm ár í röð að engir viðskiptavinir eru eins ánægðir með bankana sína eins og viðskiptavinir sparisjóðanna. Hörð keppni Nú hefur keppnin um viðskiptavin- ina hins vegar harðnað til mikilla muna með tilboðum bankanna um lægri vexti á húsnæðislánum og SPRON hyggst ekki gefa þumlung eftir og hefur boðið sömu kjör og stóru bankarnir. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, hefur ekki áhyggjur af því að hörð samkeppni á lánamarkaði komi til með að koma sér illa fyrir SPRON. „Okkar reynsla er sú að menn velja sér við- skiptabanka eftir vandlega um- hugsun og skipta ógjarnan um við- skiptabanka eða sparisjóð. Ég hef ekki trú á því að það verði mikill fjöldi sem söðlar um bara vegna þess að það kemur fram einhver einn þáttur sem er hagkvæmari á einum stað en öðrum,“ segir Guð- mundur. „Við höfum hins vegar mætt allri þeirri samkeppni sem hefur komið fram þannig að menn hafa ekki ástæðu til að hætta í viðskipt- um við okkur út af því. Við gerum heldur ekki ráð fyrir því að við munum afla margra viðskipta- manna út af þessu vegna þess að það eru allir í samkeppninni að gera sömu hlutina,“ segir hann. Óheppilegar yfirlýsingar Íbúðalánasjóður hefur brugðist við samkeppni banka og sparisjóða meðal annars með því að halda því fram að draga í efa bolmagn bank- anna til að bjóða upp á þau kjör sem nú eru auglýst. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði hefur sérstak- lega nefnt sparisjóðina í þessu sam- bandi. „Þetta hafa verið ákaflega óheppilegar yfirlýsingar sem hafa komið fram hjá talsmanni Íbúða- lánasjóðs í þessum málum. Við eig- um mjög gott samstarf við Íbúða- lánasjóð og það verður vonandi þannig áfram,“ segir Guðmundur. Mörg tækifæri til fjármögnunar Guðmundur bendir á að sparisjóð- irnir hafi ýmis tækifæri til að fjár- magna tilboð sín til neytenda og segir mikilvægt að skuldabréfa- markaðurinn á Íslandi þróist áfram. „Ég held að það eigi einnig eftir að bæta mjög skuldabréfa- markaðinn. Hann hefur verið mjög vanræktur í þessari uppbyggingu á fjármagnsmarkaðinum í heild. Við erum náttúrlega bundin af íslenskri krónu hér og þurfum þess vegna að byggja upp markað þar sem vextir verða til og tekur mið af þeim að- stæðum sem hér eru. Sá markaður skiptir allt efnahagslífið miklu máli,“ segir hann. Hluti af þróun síðustu ára Hann telur að staðan á fjármagns- markaði hafi breyst mjög á síðustu árum. „Ég lít á það sem er að gerast núna sem eðlilega þróun á fjár- magnsmarkaði. Við þurfum að hafa í huga að hér var þröngur fjár- magnsmarkaður sem var bundinn í báða skó af lögum og reglum. Það er ekki fyrr en fyrir um tíu árum síðan sem frelsi á þessum markaði hófst,“ segir Guðmundur. Hann segir að þótt stærstu skrefin hafi verið stigin á síðustu tíu árum hafi þróunin hafist árið 1985. „En eftir að við gerðumst að- ilar að EES-samningnum þá feng- um við í fyrsta sinn löggjöf sem er sambærileg við það sem gerist ann- ars staðar. Í kjölfar þess hófst hér heilmikil þróun sem á sér enn stað. VIð höfum séð það að fjármagns- markaðurinn varð miklu fjölbreytt- ari,“ segir hann. www.li.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 57 68 8 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 57 68 8 /2 00 4 Banki allra landsmanna 5,9%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.08.2004–31.08.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r HVERGI BANGINN Í SAMKEPPNINNI Sparisjóðsstjóri SPRON segir fyrirtæki sitt tilbúið að taka þátt í harðri samkeppni um viðskiptavini. Hann segir að SPRON sé vel í stakk búið til slíkra átaka. Geta keppt við stóru bankana Sparisjóðsstjóri SPRON er hvergi banginn við harða samkeppni í bankaheiminum. Hann telur tíma Íbúðalánasjóðs liðinn og setur spurningarmerki við lánastarfsemi lífeyrissjóða. Hann segir að lög gegn sölu SPRON til KB banka hafi verið öllum aðilum til óheilla. 80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextirEngin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti Fasteignalán, 5,4% til 7,5% verðtryggðir vextir Ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt í fasteign Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is H im in n o g h a f www.frjalsi. is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R SIHKAR TELJA PENINGA Sihkar sátu á gólfinu í Gullna hofinu í Am- ritsar á Indlandi í gær og töldu peninga. Um var að ræða fé sem fólk hafði gefið hofinu í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá því að frumútgáfu af helgri bók Sihka, Sri Guru Granth Sahib, var komið fyrir á sér- stökum viðhafnarstað, til tilbeiðslu. Talið er að hofinu hafi áskotnast um 10 milljón ru- píur af þessu tilefni, eða 16 milljónir króna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.