Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 95 stk. Keypt & selt 26 stk. Þjónusta 20 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 30 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 3 stk. SMS LEIKUR Námskort SPRON gefur 500.000 krónur. 10. Hver vinnur aukavinning Sendu SMS skeytið JA TAKK á númerið 1900 og þú gætir unnið 500.000kr*. Við sendum þér spurningar sem þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka hvort þú hafir unnið aukavinning eða ekki. Sá sem svarar hraðast 4 spurningum fær 500.000 krónur*. Allir sem svara tveimur rétt gætu fengið aukavinning. *Sá sem vinnur 500.000 krónur fær einn dag til að kaupa sér vörur í verslunum BT, Sony Center og Iceland Express að andvirði 500.000 kr. Leiknum lýkur 8. september 2004 kl. 24:00 Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 krónur sms skeytið. Ef það tekur þig lengur en 5 mínútur að svara spurningu þarftu að byrja leikinn aftur. Hvernig verð ég símsmiður? BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 5. sept., 249. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.22 13.26 20.28 Akureyri 6.02 13.11 20.18 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Þetta er fjölþætt og krefjandi starf og það er oftast brjálað að gera,“ segir Þórdís Ásgeirsdóttir, skólaliði í Háteigsskóla, þegar hún er beðin að lýsa verksviði sínu fyrir lesendum. Hún hefur sinnt þessu starfi í fjóra vetur og er að hefja þann fimmta. Vinnutíminn er frá 8 til 14 og á þeim tíma er lítið um pásur, að hennar sögn. Skólaliðar hafa verið til sem stétt í 8 til 10 ár en Guðbjörg segir starfið í stöðu- gri þróun og kröfurnar alltaf að aukast. „Við skólaliðarnir þykjum samt ekki sérlega merkileg stétt innan skólasamfé- lagsins. Sumir kennarar líta niður á okkur sem er frekar óheppilegt þar sem fullorð- ið fólk á að vera fyrirmynd barna í orði og athöfnum og öll störf eiga að njóta virð- ingar séu þau vel af hendi leyst.“ Þórdís segir skólaliða stöku sinnum beðna að sinna gæslu í kennslustundum en starfið sé þó einkum fólgið í öðru. „Þetta er gæsla og þrif og ég sé um að panta og afgreiða mjólkina fyrir krakkana en aðalstarfið er fólgið í að vera með börnunum, bæði á göngunum og á skólalóðinni og taka á vandamálum sem upp koma. Ég fylgi þeim líka til og frá Sundhöllinni og að- stoða við að gefa þeim að borða. Svo þríf ég anddyrið og matsalinn.“ Þórdís segir starfið ganga upp og ofan. „Það fer eftir því hvernig krökkunum líður hverju sinni. Stundum hafa þeir fengið að vaka of lengi og eru þá illa upplagðir í skól- anum. Svo hefur veðrið líka áhrif. Þegar veðrið er gott eins og núna hefur maður lít- ið af börnunum að segja í frímínútunum. Þau bara leika sér og eru alveg yndisleg.“ gun@frettabladid.is Skólaliði: Börnin leika sér og eru alveg yndisleg atvinna@frettabladid.is Sauðfjárbændur skulu selja 36% kindakjötsframleiðslu sinnar til útlanda í haust, samkvæmt skip- un landbúnaðarráðuneytisins, og fá frá 165 upp í 172 krónur fyrir kílóið, sem ekkert er nú til að hrópa húrra fyrir. Góðu fréttirnar eru þó þær að útflutningshlutfall- ið hefur lækkað um 2% milli ára vegna góðrar stöðu á mark- aðnum og horf- urnar eru enn betri fyr- ir næsta ár þar sem er- lendir markaðir fara sífellt stækk- andi. Bandaríkjamarkaður hefur vaxið um 100% á hverju ári frá því hann opnaðist fyrir fimm árum og Ítalir, Þjóðverjar, Belgar og Danir vilja líka íslenskt lamba- kjöt á diskinn sinn. Nýir rafalar til að knýja mælitæki togveiðarfæra hafa verið fundnir upp í Ólafsfirði og er þegar hafin framleiðsla á þeim. Það er Björg- vin Björnsson Baadermað- ur sem hef- ur gert til- raunir með þessa tækninýjung er mun leysa raf- hlöður af hólmi og er því mjög umhverfisvæn, auk þess að spara útgerðum verulega fjármuni. Ljóst er að markaðurinn er umtalsverð- ur því að um borð í hvert togskip þarf tvo rafala. Rafallinn hans Björgvins er í einkaleyfisferli er- lendis og er niðurstöðu úr því að vænta í september. Þórdís umkringd kátum krökkum á leið úr sundi. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNUMÁLUM Opel Corsa ‘97, 1,4 5 dyra, ek. 71 þús. Gott eintak. Verð 350 þ. stgr. Uppl. í síma 822 0885. GOLF stw ‘97, ek. 112 þ., sk. ’05. Ný tímareim, bremsur, púst. V. 420 þ. S. 565 3777/849 7961. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Krílin „Barnið okkar er komið með nafn. Við fórum í kirkj- una og létum út- skýra það.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.