Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 35
þessari sannfæringu sem talsmenn miðstöðvarinnar í London ullu mik- illi hneykslan þegar þeir héldu því fram að gyðingar hefðu látið lífið í helförinni því þeir lásu ekki Zohar- inn. Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt harðlega af öðrum kenn- urum kabbalah, er að Berg og fylg- ismenn hans halda því fram að ekki sé nauðsynlegt að kunna ara- meísku eða hebresku til að skilja Zoharinn. Þess í stað er því haldið fram að það sé nægjanlegt að renna fingrunum eftir síðunum til að kraftur orðs guðs nái til „lesand- ans“. Dulspeki kabbalisma og Zo- harinn byggjast á að vera tormelt fræði. Hugmyndin var að einungis þeir útvöldu gætu skilið orð guðs og því þarf að leggja mikla vinnu á sig til að leysa þann leyndardóm sem í þeim felast. Upphaflega voru það því einungis menntaðir gyðing- ar, karlmenn sem væru að minnsta kosti fertugir, með mikla þekkingu á Talmúdnum sem leyfðist að legg- ja stund á kabbalahfræði. Fyrir Kabbalahmiðstöðina er ekki nauðsynlegt að vera gyðinga- trúar og eru allir velkomnir. Haft er eftir Shaul Magid, fyrrum pró- fessor í gyðinglegum fræðum, að kabbalah sé mjög flókið hug- myndakerfi. „Spurningin er í raun hvort Kabbalahmiðstöðin sé að kenna kabbalahfræði á ábyrgan hátt? Það brýtur ekki gegn skil- greiningunni að túlka fræðin á sál- fræðilegan hátt, en eru þeir að halda áfram hefðinni og greina á milli þess sem textinn segir og þeirra eigin túlkun? Eða kenna eig- in túlkun sem hefðina?“ Hann seg- ir jafnframt að vandamálið við miðstöðina sé að það er verið að kenna kabbalahfræðin á þann hátt að allir geti skilið þau, en kabbalah sé skrifuð á þann hátt að auðveldur skilningur er ekki mögulegur án þekkingar á hefðinni. Því sé verið að kenna kabbalah á mjög svo ókabbalískan hátt. Rógburður „Hann hefur alltaf mætt andstöðu, rógburði frá þeim sem eru ekki sammála um aðferðir hans,“ sagði Yehuda Grundman, leiðbeinandi við Kabbalahmiðstöðina í New York, um leiðtogann Phillip Berg í viðtali við The Jewish Journal of Greater Los Angeles. „En andstað- an hefur alltaf verið blind, eitthvað sem fólk heyrir frá einhverjum sem skilur ekki hvað hann kennir, án þess að grennslast fyrir um hvaðan sögurnar koma. Andstaðan kemur til vegna ótta við dulspeki, ótta við hið óþekkta.“ Leiðtogar Kabbalahmiðstöðv- anna þræta allir fyrir að um nokk- uð óeðlilegt sé að ræða. Þeir benda á að ekki þurfi að greiða félags- gjöld, ekki sé greitt fyrir þjónustur á helgum dögum og söfnunarbauk- ur sé ekki látinn ganga. Hins vegar sé það alveg rétt að starfsemi eins og Kabbalamiðstöðin þurfi á fjár- magni að halda til að geta starfað áfram og því séu félagsmenn hvatt- ir til að láta sitt af hendi. Allar sög- ur um að félagsmenn séu hvattir til að eyða meiru en þeir hafi efni á, að þeir séu að greiða of hátt verð fyrir kabbalískar vörur, um að leið- togar miðstöðvanna reyni að stjór- na lífi félagsmanna og splundri fjölskyldum séu með öllu ósannar. Þegar efast er um lækningamátt hins blessaða kabbalahvatns er því svarað til að nú sér verið að rannsaka vatnið og vænta megi niðurstaðna von bráðar. Allar rann- sóknir hingað til hafi þó komið mjög jákvætt út og kabbalismi kenni að í gegnum hugleiðslu hafi tært vatnið mikinn lækningamátt. Í bók sinni Immortality skrifaði Phillip Berg að öfl djöfulsins „eru að reyna að gera [þau] vafasöm, dreifa rógi um að fólk tengt mið- stöðinni sé heilaþvegið.“ Hann seg- ir jafnframt að þetta muni ekki takast. Kabbalah sé fyrir allan heiminn og miðstöðin muni ekki gefast upp fyrr en sex milljarðar manna hafi séð ljósið. Hingað til hefur það hjálpað málstaðnum að stórstjörnurnar hafa tekið þátt í að breiða út boðskapinn. Þegar hafa tvær gefist upp, þær Jerry Hall og Madonna. Nú er bara að sjá hvort fleiri stjörnur leggi rauðu arm- böndin á hilluna og reyni að finna hamingjuna annars staðar. Byggt á Village Voice, Evening Standard og The Jewish Journal of Greater Los Angeles svanborg@frettabladid.is SUNNUDAGUR 5. september 2004 19 BRITNEY SPEARS Britney er ein þeirra sem Madonna kynnti fyrir kabbalah. Hún segist hafa lesið öll 23 bindi Zoharsins. MARGT Í BOÐI Í verslun Kabbalahmiðstöðvarinnar í Los Angeles er hægt að finna les- efni um kabbalah, kabbalahvatn, andlitskrem og hin víðfrægu rauðu bönd sem eiga að halda illum öflum fjarri. Leiðtoginn Phillip Berg var skírður Feivel Gruberger. Hann fæddist í Brooklyn og starfaði upphaf- lega sem tryggingasölumaður. Á ferð sinni um Ísrael árið 1962 hitti hann kabbalistann Yehuda Brandwein og giftist frænku hans. Þau eignaðust átta börn en skildu í byrjun níunda ára- tugarins. Gruberger stytti þá nafn sitt í Berg og fluttist til Bandaríkjanna. Þar giftist hann núverandi eiginkonu sinni, Karen Berg, sem heldur fyrir- lestra í Kabbalah-miðstöðinni. Þau eiga tvo syni, Yehuda og Michel, sem tóku yfir stjórn miðstöðvanna eftir að Berg- hjónin fóru að draga sig í hlé vegna aldurs. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.