Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 10
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Sigurgeirs Eiríkssonar Furugrund 36, Kópavogi. Jóhanna Gunnarsdóttir, Þórdís Sigurgeirsdóttir, Jónas Kristjánsson, Vermundur Arnar Sigurgeirsson, Gunnar Sigurgeirsson, Arnar Geir Jónasson, Hanna Rún Jónasdóttir. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins á Hvammstanga fyrir veitta aðstoð og hlýhug. Hjördísar Gunnarsdóttur og Finnboga Sigmarssonar Garðavegi 15, Hafnarfirði Birgir Finnbogason, Hrafnhildur Blomsterberg, Lilja María Finnbogadóttir, Árni Baldursson, Valgerður Birgisdóttir, Davíð Smári Jóhannsson, Hjördís Birgisdóttir, Elva Árnadóttir, Finnbogi Árnason. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem hafa auðsýnt okkur samúð, hlýhug og vinarþel við fráfall okkar ástkæru foreldra, tengdaforeldra, ömmu og afa, Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Pálínu Jónsdóttur frá Sauðhúsum, Ögurási 3, Garðabæ Egill Jón Benediktsson, Birgir Símonarson, María Kristín Lárusdóttir, Johnny Símonarson, Hugrún Ásta Elíasdóttir, Helen Gunnarsdóttir, Benedikt Egilsson, Sigrún Eyjólfsdóttir, Jón Egilsson, Sigurborg Valdimarsdóttir, Herdís Egilsdóttir, Brynjólfur Garðarsson, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson lést að heimili sínu Hlaðbrekku 20, Kópavogi, miðvikudaginn 1. september sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. september nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Erla Bergmann Danelíusdóttir, Sverrir Bergmann, Soffía Guðmundsdóttir, Heimir Bergmann, Bragi V. Bergmann, Ingibjörg S. Ingimundardóttir, Guðrún Bergmann, Kolbeinn Reynisson, Pálmi Bergmann, Guðrún Linda Jónsdóttir, Bjarni V. Bergmann, Guðrún María Helgadóttir, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Aldís Tryggvadóttir, Vilhelmína S. Vilhjálmsdóttir, afa- og langafabörn. „Maður er alltaf að eldast, það er bara þróun lífsins en mér líður vel og finnst ég ekkert verri í dag en fyrir fimm árum. Ég reyni að njóta lífsins og lifa góðu og heilbrigðu lífi,“ segir Rúnar Kristinsson knattspyrnumaður sem er afmæl- isbarn dagins. Rúnar hefur verið búsettur í Belgíu síðastliðin fjögur ár þar sem hann leikur með Lokeren. „Knattspyrnulega séð þá tek ég ekki ákvarðanir langt fram í tím- ann, hugsa frekar til skemmri tíma í senn því ég veit að ég er eldast og líkaminn getur ekki endalaust tekið við átökunum sem fylgja fótboltan- um og það kemur að því að ég verði að segja þetta gott. En miðað við hvernig mér líður í dag þá get ég leikandi klárað tímabilið sem er í gangi núna. Samningurinn minn klárast í maí á næsta ári og ég veit ekki hvað gerist eftir það. Ef mér líður vel mun ég alvarlega hugsa um að bæta við mig ári en hvar það verður veit ég ekki,“ segir Rúnar sem er meiddur og spilaði ekki með landsliðinu gegn Búlgörum í gær. „Síðan ég byrjaði í landsliðinu þá hafa alltaf verið leikir fyrstu vikuna í september þannig að ég hef alltaf verið með landsliðinu í kringum afmælið mitt,“ segir Rún- ar sem gerir ráð fyrir því að verja afmælisdeginum í ferðalög. „Það sem er mikilvægast fyrir mig er að ég á yndislega konu og frábær börn sem standa þétt við bakið á mér. Okkur hefur liðið vel í Belgíu en við erum farin að hugsa heim og það kemur að því fljótlega að við förum að flytja heim, maður sakn- ar vina og ættingja og að geta ekki notið lífsins með þeim á Íslandi yfir sumarmánuðina. Maður lærir að meta það sem maður hefur hér heima þegar maður hefur búið lengi úti,“ segir Rúnar sem hefur búið erlendis síðastliðin 10 ár. „Nú er bara að reyna að ná sér í fætinum sem fyrst þannig að ég geti farið að stunda mína vinnu sem fyrst. Vonandi get ég verið með gegn Ungverjum á miðviku- daginn,“ segir Rúnar. ■ 10 5. september 2004 SUNNUDAGUR FREDDIE MERCURY Söngvari hljómsveitarinnar Queen hefði orðið 58 ára í dag. Snemma morguns þann 5. septem- ber árið 1972 sáust sex menn stökkva yfir girðinguna umhverf- is Ólympíuþorpið í München. Ör- yggisverðir gerðu ekkert í málinu vegna þess hve alvanalegt það var að þátttakendur í Ólympíuleikun- um færu þessa leið yfir girðing- una til þess að komast til vistar- vera sinna. Þessir menn réðust hins vegar á herbergi ísraelsku þátttakend- anna, veifuðu þar vélbyssum, urðu tveimur mönnum að bana og tóku níu manns í gíslingu. Árásarmennirnir voru í sam- tökum Palestínuaraba sem nefnd- ust „Svartur september“ og voru stofnuð árið 1970. Þeir kröfðust þess að 236 arabískum föngum yrði sleppt úr haldi í skiptum fyrir gíslana. Þeim kröfum var alfarið hafn- að, en þó var samþykkt að árásar- mennirnir yrðu fluttir ásamt gísl- unum með þyrlum til flugvallar í nágrenninu þar sem þeir fengju flugvél til umráða. Þýsk stjórnvöld höfðu skipu- lagt fyrirsát á flugvellinum, en sú aðgerð var illa skipulögð og mis- tókst algerlega. Leyniskyttum tókst að drepa þrjá af gíslatöku- mönnunum, en hinum tókst að komast í skjól. Einn arabanna henti þá hand- sprengju í þyrlu, þar sem fimm gíslanna voru enn í böndum. Þeir létust allir. Annar árásarmannanna skaut með vélbyssu sinni á aðra þyrlu með þeim afleiðingum að af- gangurinn af gíslunum fórst. Einn þýskur lögreglumaður, fimm arabískir hryðjuverkamenn og ellefu ísraelskir íþróttamenn lágu í valnum eftir þennan hildarleik. Þrír arabar voru handteknir, en þeir voru látnir lausir mánuði síðar að kröfu félaga þeirra, sem höfðu rænt þýskri farþegaflugvél. ■ ÞETTA GERÐIST ARABÍSKIR HRYÐJUVERKAMENN RÉÐUST Á ÍSRAELSKA ÍÞRÓTTAMENN 5. september 1972 „Er hann bara léleg Elvis eftirherma eða fæddist hann svona?“ – Drottningin Freddie Mercury var ekkert að skafa ofan af því þegar hann lét álit sitt á ruslararokkaranum Billy Idol í ljós. Ólympíuleikar í uppnámi Fjölskyldan og heilsan AFMÆLI: Rúnar Kristinsson knattspyrnumaður er 35 ára í dag „Ég syng íslensk þjóðlög í mjög fal- legri útsetningu Jóns Þórarinsson- ar, lög úr söngleiknum Titanic, þýsk kabarettlög frá því um 1930 og svo Broadway-slagara eftir Stephen Sondheim. Tónleikarnir verða hápunktur næstu viku,“ segir söngvarinn Maríus Sverrisson sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á tónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir verða á léttari nótunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég syng með Sin- fóníunni og er þetta því gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir söngvarinn sem leikur þessa dagana í bíómynd- inni Strákarnir okkar en tökum á myndinni lýkur brátt. „Það var verið að bjóða mér að fylgja geisladisknum mínum eftir á Ítalíu og mun ég syngja á tveim- ur tónleikum í Bologna í nóvem- ber,“ segir Maríus. Söngvarinn tekur einnig þátt í uppsetningu Ís- lensku óperunnar á óperutryllin- um Sweeney Todd sem frumsýnd- ur verður 8. október og mun Maríus skipta tíma sínum milli Íslands og útlanda eftir frumsýn- inguna. „Ég er ekki búinn að búa hérna á Íslandi svo lengi þannig að mér finnst frábært að geta varið tíma með vinum mínum og vandamönn- um. Það er nú það sem ég geri hvað helst þegar ég er ekki að vinna,“ segir Maríus sem ætlar að skrá sig í einhverja líkamsrækt við fyrsta tækifæri eins og svo margir aðrir á þessum árstíma. ■ VIKAN SEM VERÐUR: MARÍUS SVERRISSON SÖNGVARI Syngur með Sinfóníunni RÚNAR KRISTINSSON Knattspyrnumaðurinn hefur búið í útlöndum síðastliðin tíu ár en er nú farinn að hugsa heim. Hann vonast til að verða búinn að ná sér af meiðslum fyrir landsleikinn gegn Ungverjum næstkomandi miðvikudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M MARÍUS SVERRISSON Syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudag og tekur þátt í uppsetningu Óperunnar á Sweeney Todd eftir Stephen Sondheim sem frumsýnd verður 8. október. Sími: 550 5000 Þú getur komið á framfæri tilkynningum um andlát í Fréttablaðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.