Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 8
“Fortíðarþrá“ Þegar Björgólfur Guðmundsson talaði í ræðu á föstudaginn um „fjölmiðla sem hafi blindast af fortíðarþrá“ fór ekki milli mála hvað hann var með í huga: Morgunblaðið og ritstjóra þess, Styrmi Gunnarsson, sem haldið hefur uppi hörðum ádeilum á forystumenn í við- skiptalífinu á und- anförnum mánuð- um. Ummæli Björg- ólfs, um að ekki mætti með laga- setningu þrengja að uppbyggingar- og þróunarstarfi fyrirtækja, bein- dust að áformum Valgerðar Sverr- isdóttur að setja ný lög um viðskiptalíf- ið. Þó að Björgólfur hafi hrósað Davíð Oddssyni fyrir forystu um að breyta ís- lensku þjóðfélagi er augljóst að gagn- rýnin snýr einnig að forsætisráðherra sem virðist sama sinnis og ritstjóri Morgunblaðsins og viðskiptaráðherra. Velta menn að vonum fyrir sér hvaða skoðun bankaráðsmaður Björgólfs og hægri hönd forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, hafi á þessum málum. Hann hefur verið þögull sem gröfin. Ólga í flokknum Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hefur staðið í ströngu að undanförnu vegna óróa sem er meðal bæjarbúa út af fyrirhuguðum nýbygg- ingum í grennd við Valhúsaskóla. Þótt mótmælendur séu líklega í minnihluta eru í þeirra hópi málsmetandi áhrifa- menn sem eru vel tengdir í þjóðfélag- inu, ekki síst innan Sjálfstæðisflokksins. Fara fremstir Þór Whitehead prófessor og Ólafur Egilsson sendiherra. Meðal þeirra sem lagt hafa þeim lið er áhrifa- maður í flokknum Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson sem reyndar er búsettur í Garðabæ. Hefur þetta skapað Jón- mundi, sem er fyrrverandi aðstoðar- maður Björns Bjarnasonar ráðherra, talsverð óþægindi. Og sumir spá því að málið kunni að draga dilk á eftir sér. Heyrst hefur að Ólafur Egilsson hafi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2002 lýst miklum áhuga á að fara í framboð fyrir flokkinn. Það gæti orðið heitt í kolunum í næsta prófkjöri. Nýtt ríkissjónvarp er orðið til með kaupum Símans á rúmlega fjórð- ungshlut – ráðandi hlut – í sjón- varpsstöðinni Skjá einum. Raunar má tala um þriðju ríkisstöðina því Breiðvarp Símans er ákveðin teg- und af sjónvarpsrekstri. Athyglis- vert er að þegar þetta spurðist út á föstudaginn reyndu forráðamenn Símans að drepa málinu á dreif með því að senda fjölmiðlum fréttatil- kynningu með fyrirsögninni „Sím- inn tekur þátt í kaupum á enska boltanum“! Þar sagði: „Síminn hef- ur tekið þá ákvörðun að taka þátt í fyrirtæki, svokallaðri efnisveitu, sem hefur áhugavert sjónvarpsefni fram að færa og dreifa efni þess á fjarskiptaneti sínu á stafrænu formi. Í þeim tilgangi tekur Síminn þátt í kaupum á félagi sem á 100% í enska boltanum og um fjórðungs- hlut í Íslenska Sjónvarpsfélaginu sem starfrækir Skjá 1.“ Þetta mál snýst þó í kjarna sínum hvorki um enska boltann né staf- rænt sjónvarp – þótt hvort tveggja séu þættir í málinu. Þetta snýst um pólitísk yfirráð ákveðinna manna yfir fjölmiðli. Það skondna er að þetta er sömu mennirnir og áttu svefnlausar nætur í vor og sumar vegna þess að „markaðsráðandi fyrirtæki“ hefði eignast Stöð tvö. Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, mætti þá ábúðar- fullur og þungbrýnn á fund allsherj- arnefndar Alþingis til að lýsa yfir stuðningi við fjölmiðlafrumvarpið sem bannaði slíkt fyrirkomulag. Nú er markaðsráðandi fyrirtæki, Sím- inn, búið að kaupa Skjá einn og sjón- varpsstjórinn er í sjöunda himni! Þeir menn sem standa á bak við nýja Ríkissjónvarpið og samherjar þeirra og vinir, sem fá það hlutverk að verja gjörninginn á opinberum vettvangi, eru líka sömu mennirnir og mest hafa hneykslast á því að op- inbert fyrirtæki, Orkuveita Reykja- víkur, skuli fjárfesta í fjarskipta- fyrirtækjum eins og Línu.neti sem eru í samkeppni við einkafyrirtæki. Hefur verið talað um sóun almanna- fjár í því sambandi. Og vissulega með réttu: Tap Orkuveitunnar á þessum ævintýrum er sagt nema um þremur Þjóðminjasöfnum. Nú þegar Síminn fylgir í fótspor Orkuveitunnar, þegar Brynjólfur Bjarnason fetar í fótspor Alfreðs Þorsteinssonar, eru þessir menn glaðir og reifir. Enda snúast þessi mál ekki um sannfæringu og sam- kvæmni. Þau snúast um það hverj- ir mega eiga fjölmiðla og önnur fyrirtæki. Þau snúast um það hverjir mega spila með almannafé og ríkisstofnanir. Þegar Skjár einn, sem hefur verið fjárhagslega veikburða fyrir- tæki með litla markaðshlutdeild, varði tugmilljónum króna til að kaupa sýningarrétt á ensku knatt- spyrnunni fyrr á þessu ári – og bauð þá betur en Sjónvarpið og Stöð tvö – veltu margir því fyrir sér hvaðan þeir peningar kæmu og hvernig í ósköpunum forráðamenn stöðvarinnar ætluðu að láta enda ná saman. Nú er komið á daginn að þeir nutu með leynd stuðnings þol- inmóðra lánadrottna sem hljóta að hafa treyst því frá upphafi að aðili með fullar hendur fjár kæmi á end- anum að borðinu þannig að við- skiptin væru áhættulaus. Áform eru uppi um að Síminn, sem er að 99% í eigu ríkisins, verði seldur – einkavæddur – innan fárra vikna. Að vísu er einhver drauga- gangur í því máli eins og oft áður þegar ríkisfyrirtæki eru seld en ætla verður að salan gangi eftir. Sennilega má treysta því að tekist hafi að búa svo um hnútana að þeir sem eignast fyrirtækið séu í góðum tengslum við núverandi stjórnend- ur þess sem jafnframt verði meðal eigenda. Með öðrum orðum eða „blátt áfram“: Síminn á ekki að ganga úr greipum þeirra aðila sem honum ráða í dag. Fari málið í þennan farveg verður til öflugasta fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki landsins. Hvað samkeppnisyfirvöld segja við þeirri samlögun á eftir að koma í ljós. Það eru reyndar bjartar hliðar á þessu máli. Eins og Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, benti á í viðtali við Morgunblaðið í gær er líklegt að hugmyndin um fjölmiðlalög sé nú dauð. Stjórn- málamennirnir sem beittu sér í því máli þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur þegar „þeirra menn“ eru búnir að eignast sjónvarp með traustan fjárhagsgrundvöll. Og samkeppni milli öflugra aðila á fjöl- miðlamarkaði er vissulega miklu áhugaverðari en samkeppni þar sem einn risi gnæfir yfir sviðið. Kæmi ekki á óvart að kaup Símans á Skjá einum væru liður í stærri áformum eða áætlun sem miðaði að því að eitt og sama fyrirtækið eign- aðist einnig með tímanum Morgun- blaðið og Viðskiptablaðið og haslaði sér völl á tímaritamarkaði. En kjarni málsins er sá að auð- vitað áttu forráðamenn Símans að bíða eftir því að fyrirtækið yrði selt og þá fara að huga að útrás á fjöl- miðlamarkaði. Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, mælir skynsamlega hér í blaðinu í gær: „Síminn, sem opin- bert fyrirtæki, hefði ekki átt að fjárfesta í Skjá einum. Það hefði verið miklu heppilegra ef nýir eig- endur á Símanum eftir einkavæð- ingu hans hefðu tekið ákvörðun um fjárfestingu sem þessa.“ Er ekki sjálfsagt að gera þá kröfu til manna sem hafa áhuga á sjónvarpsrekstri að þeir komi sjálfir með það fé sem til þarf í stað þess að seilast í sjóði ríkis- fyrirtækja? Sú leið sem nú hefur verið farin verður tæpast kölluð annað en pólitísk og viðskiptaleg misnotkun. ■ Þ að má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guð-mundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sam-bands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykja- víkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins – jafnvel vísi að klofningi – fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði „við“ átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búin þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrir- tæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíku- samfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skildi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðis- manna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erf- ið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs, þegar íslenskt samfélag virtist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna, fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá for- ysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja – ekki síst þar sem hin nýja stefna beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónar- mið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis – og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoð- anir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólf- ur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæð- ismanna – og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn. ■ 5. september 2004 SUNNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Skoðanaskipti Björgólfs Guðmundssonar og Styrmis Gunnarssonar varpa ljósi á átök innan Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðismenn takast á FRÁ DEGI TIL DAGS gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SUNNUDAGSBRÉF GUÐMUNDUR MAGNÚSSON SJÓNVARPSSTÖÐIN SKJÁR EINN. Átti í fjárhagslegum erfiðleikum en er nú með fullar hendur fjár eftir að ríkisfyrirtækið Síminn keypti ráðandi hlut í fyrirtækinu. Er ekki sjálfsagt að gera þá kröfu til manna sem hafa áhuga á sjónvarpsrekstri að þeir komi sjálfir með það fé sem til þarf í stað þess að seilast í sjóði ríkisfyrirtækja? ,, Skjár 1 verður ríkissjónvarp – í bili

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.