Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R JASON BOURNE ER KOMINN AFTUR SMS LEIKUR MEIRI HRAÐI, MEIRI SPENNA OG OFSAFENGIN ÁTAKAATRIÐI FRUMSÝND 27. ÁGÚST VILTU MIÐA? SENDU SMS SKEYTIÐ JA BSF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið 9. HVER VINNUR. VINNINGAR ERU: MIÐAR Á MYNDINA · DVD MYNDIR MARGT FLEIRA. SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 25 21 8 0 8/ 20 04 Einn launareikningur - allt innifalið! Launavernd Landsbankans er launareikningur með lífeyrissparnaði sem tryggir áframhaldandi laun komi til tekjumissis vegna fráfalls, sjúkdóma eða starfsloka vegna aldurs. Fáðu meira fyrir launin þín • Ef þú fellur frá eru erfingjum tryggð 70% launa í 7 ár. • Þér eru tryggð 70% launa í 2 ár ef þú færð alvarlegan sjúkdóm. • Auknar ráðstöfunartekjur við starfslok með 4% viðbótarlífeyris- sparnaði. • Eingreiðsla vegna alvarlegra veikinda barna. 70% laun í 7 ár við fráfall 70% laun í 2 ár ef þú veikist alvarlega Fáðu meira fyrir launin þín! Launavernd * Landsbankinn er endursöluaðili Swiss Life (UK) plc Gljái Það hafa orðið miklar framfarir í þvíað gera íslenska peningamenn fríða. Flestir hafa þegar fengið á andlitið vax- kenndan gljáann sem einkenndi bara fegurðardísir. Það er munur að sjá framfaramenn núna, hrukkulausa, unga og bjartsýna eða þrjótana áður, þrútna og ergilega, alltaf að tala um taprekstur. Orðin sem eru í umferð eru líka slétt og felld og einkareknu bankarnir bjóða betri kjör og fleiri valkosti en ríkisrekn- ir. Loforð falla af fíngerðum vörum og vextir á íbúðalánum lækka daglega. Þannig yrkja aðeins peningaskáld. Hvar ætlar greiðasemin að enda? Mun gjafafé hrynja í sparisjóðsbækur og fokheld hús rísa ókeypis yfir alla? Ekki er furða að á slíkum dýrðardög- um muni enginn lengur eftir fjölmiðla- lögunum og hreinsunareldi þeirra. Jafnvel Siv Friðleifsdóttir er gleymd og fjaðrafok kvenna í Framsóknar- flokknum. Á engum er barið nema Halldóri Ás- grímssyni. Hann fær höggin sem Davíð átti skilið en fréttamenn þorðu ekki að leggja í hann, ekki einu sinni sú bjarta og réttláta í Kastljósinu sem horfði stjörf af æsingi á Halldór en ku vera að fara á Stöð 2 til að jafna sig. Um fjölmiðlafólk er óhætt að segja að það stundar leikinn: Inn og út um glugg- ann en alltaf sömu leið. Einu gildir hjá því hvert leiðir liggja, aftur á bak eða áfram, þetta er sífellt sama leiðin. Er ekki alger snilld að geta notað það sem aftur snýr á sama hátt og hitt að framan og í þokkabót gengið jafnt á hausnum og löppunum án þess að jafn- vægið í heilanum raskist? Hvað verður næst? Ómögulegt er að hlusta endalaust á peningamenn fjalla í töluðu og rituðu máli um heilbrigt um- hverfi fjármagnsins, hagnað og óhefta framsókn til allra átta. Förum við ekki aftur að hata hina ríku? Getur verið að sú réttlætiskennd vakni sem er bara öfund og auðmenn verði fyrir aðkasti lýðsins? Þá munu þeir sjá eftir sjálfshólinu og hugsa að nær hefði verið að nota ekki vaxkenndan gljáann heldur grettur þeir- ra sem kvarta sífellt eins og karlarnir sem græddu forðum og földu peningana í undirsænginni. ■ BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.