Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 44 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR HEIMDALLUR KYNNIR VETRAR- STARFIÐ Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, ætlar að halda kynningu á starfi vetrarins í kvöld. Kynn- ingin verður haldin á skemmtistaðnum Hressó. Húsið opnar klukkan 20.30. Veit- ingar í boði félagsins með birgðir endast. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BLAUTAST Á VESTFJÖRÐUM En reyndar víða smáskúrir, einkum síðdegis. Hitinn í dag 8-13 stig og er á niðurleið. Sjá síðu 6 18. september 2004 – 255. tölublað – 4. árgangur Bergur Thorberg: Málar með kaffi STÝRIVEXTIR HÆKKA Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um 0,5 prósentustig og eru þá grunnvextir Seðlabankans 6,75 prósent. Bankinn tel- ur að vaxtahækkun sé nauðsynleg til þess að sporna við hættu á þenslu og verðbólgu. Sjá síðu 2 STÓRHÝSI RÍS Á AKRANESI Fram- kvæmdir við byggingu 4.800 fermetra verslunarrýmis og tveggja 10 hæða fjölbýl- ishúsa eru hafnar á Akranesi. Um er að ræða mestu framkvæmdir þar síðan Sem- entsverksmiðjan var reist 1958. Sjá síðu 6 YFIR 1300 UMFERÐALAGABROT Eftirlitsmyndavélar lögreglunnar á fjölförn- um gatnamótum í Reykjavík hafa myndað 1321 umferðalagabrot það sem af er ár- inu. Myndavélarnar eru staðsettar á 13 stöðum. Sjá síðu 10 ECCOES OF THE WORLD® BLAÐIÐ SEM BEÐIÐ ER EFTIR... FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG! HAUST/VETUR 2004 Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 ● drekkur það stundum líka ▲ SÍÐA 50 Harrison Ford: Aftur á Íslandi ● ætlar á hárið ▲ SÍÐA 40 Leikur gegn Rúmenum: Býst við hörkuslag ● evrópukeppnin í körfu á fullt María Ellingsen: Árni Þorsteinsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Með fornbíladellu í blóðinu ● bílar KJARAMÁL Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjara- samninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabank- ans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna muni verkalýðs- forystan boða fulltrúa Samtaka atvinnu- lífsins á fund til að fara yfir stöðuna. „Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags. „Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er for- sendum kjarasamninganna stefnt í voða.“ Sigurður segist hafa áhyggjur af því að hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu. Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólg- una. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusam- bands Íslands og Starfsgreinasam- bandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. „Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það,“ segir Hall- dór. Starfsgreinasambandið og Flóa- bandalagið fylgjast grannt með samn- ingamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar ná sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Við höfum þungar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór. „ En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsað- ilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröf- ur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig.“ trausti@frettabladid.is Forsendur kjara- samninga að bresta Verkalýðsforystan íhugar uppsögn samninga vegna verðbólgu. Formað- ur Starfsgreinasambandsins hefur þungar áhyggjur af kröfum kennara. SÍÐUR 30 & 31 ▲ Halldór Ásgrímsson: SÍÐUR 34 & 35 ▲ FÍKNIEFNI Maður um þrítugt var handtekinn í gær í tengslum við mikið magn af LSD sem fannst í póstsendingu frá Hollandi. Hörð- ur Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, vill ekki gefa upp um hversu mikið magn hafi verið að ræða, en segir það hafa verið mjög mikið. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík í samvinnu við toll- gæsluna fundu efnin fyrr í vik- unni í póstsendingu sem kom frá Hollandi. Hörður segir að við rannsókn málsins hafi böndin borist til Vestmannaeyja. Sam- vinna hófst í framhaldinu við lög- regluna í Vestmannaeyjum sem handtók manninn eftir hádegi í gær. Í framhaldinu var maðurinn sendur til Reykjavíkur þar sem hann var yfirheyrður fram á kvöld af fíkniefnadeildinni í Reykjavík. Í dag kemur í ljós hvort farið verður fram á gæslu- varðhald yfir manninum en hann var í haldi lögreglunnar í nótt. Hörður segir bæði sjaldgæft og langt síðan að svo mikið magn af LSD hafi fundist. Um er að ræða pappír sem LSD-sýran hefur verið látin síast í. ■ Maður um þrítugt handtekinn í Vestmannaeyjum: Mikið af LSD fannst í pósti Veikindaleyfi Svía: Þreyta sama og veikindi SVÍÞJÓÐ, AP Þreyta í morgunsárið er nægjanlega góð ástæða til að tilkynna veikindi í vinnunni að mati 40 prósenta Svía, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þar kemur einnig fram að tveir af hverjum þremur aðspurðum segja fyllilega eðlilegt að tilkynna veikindi ef þeir vinna við streituvaldandi að- stæður. Ekki er greitt fyrir fyrsta dag í veikindaleyfi en Svíar virðast hafa fundið leið til að komast hjá því. Þannig eru sögð ófá dæmi um að fólk fari heim fyrir lok vinnu- dags og segist vera orðið veikt. Þá telst restin af vinnudeginum sem fyrsti veikindadagur og full greiðsla fæst fyrir næsta dag. ■ TAKA HLÉ FRÁ KARPINU OG FÁ SÉR KAFFI Þrátt fyrir að sitja hvor sínu megin borðsins við samninga á kjörum fer hér vel á með Finnboga Sigurðssyni, formanni Félags grunnskólakennara, og Birgi Birni Sigurjónssyni, formanni launanefndar sveitarfélaganna. Samn- ingsnefndinar funda mikið sér þessa dagana en deila kaffistofunni og hittast reglulega til að fara yfir stöðuna undir handleiðslu Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara. Sjá síðu 4 Djúpþenkjandi, alvörugefin og pólitísk. Hefur kannað marga heima. F32170904 Ríkisstjór 26.eps Baugur í viðræðum: Íslandsmet í fjárfestingu VIÐSKIPTI Baugur steig sín fyrstu skref í átt að yfirtöku á Big Food Group í gær. Ef af verður er þetta stærsta fjár- festing sem íslenskt fyr- irtæki hefur ráðist í, að upphæð 94 mi l l jarðar króna. Það er níu millj- ö r ð u m stærri fjár- festing en áætlaður kostnaður Kárahnjúka- virkjunar. Hjá Big Food starfa 32 þúsund manns og veltan er 660 milljarðar króna. Samanlögð velta fyrir- tækja sem Baugur ræður og Big Food Group er 800 milljarðar sem samsvarar landsframleiðslu Ís- lendinga. Baugur hefur tryggt sér vilyrði erlendra banka fyrir fjármögnun kaupanna. Sjá síðu 22 JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Baugur hyggur á stærstu fjárfestingu Íslandssög- unnar. Maðurinn í miðjunni. Stjórnmálaskýrendum ber saman um að Halldór Ásgrímsson geti orðið sterkur forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.