Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 51
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Laugardagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  16.00 Valur og Önnered HK mætast á Hlíðarenda í Evrópu- keppni félagsliða í handknattleik kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  09.30 Evrópukeppni félagsliða á Sýn. Endursýndur leikur FH og Alemannia Aachen.  11.10 All Strength Fitness Challenge (2:13) á Sýn.  11.10 Upphitun á Skjá Einum. Hit- að upp fyrir leikina í enska bolt- anum.  11.35 Mótorsport 2004 á Sýn. Sýnt frá torfærukeppni á Blöndu- ósi.  11.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.  12.00 Lokamót í Mónakó á RÚV. Bein útsending frá lokamóti Al- þjóðafrjálsíþróttasambandsins í Mónakó.  12.05 Ryder-bikarinn í golfi á Sýn. Það eru lið Bandaríkjanna og Evr- ópu sem leika um Ryder-bikarinn í golfi. Allir mótsdagarnir eru í beinni útsendingu á Sýn.  13.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  14.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Birming- ham og Charlton í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu.  15.00 Íslandsmótið í atskák á RÚV. Bein útsending frá úrslitaein- víginu.  22.30 Spænski boltinn á Sýn. Út- sending frá leik Valencia og Real Sociedad.  00.55 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mæt- ast eru bestu boxararnir í milli- vigtinni, Oscar de la Hoya og Bernard Hopkins. LAUGARDAGUR 18. september 2004 39 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM NBA liðinPortland Trail- blazers og New Jersey Nets eiga í viðræðum um hugsanleg skipti á leikmönnum en leiktímabilið í körfuboltanum vestra fer senn að hefjast. Um er að ræða bein skipti á Jason Kidd og Shareef Abdur Rahim en eini hængurinn er ævintýralegur launasamningur Kidd. Hann er með um 1,4 milljarða króna í laun á ári næstu fimm árin. Bílaframleiðandinn Ford sem með-al annars framleiðir Jagúar bíla hefur ákveðið að hætta keppni í For- múlu 1 þegar keppni lýkur á þessu ári. Hefur enn fremur verið ákveðið að setja keppnisdeildina á sölulista auk vélaframleiðandans Cosworth. Segir í yfirlýsingu frá Ford að ástæð- an sé sú að það samræmist ekki lengur viðskiptahagsmunum fyrir- tækisins að taka þátt enda sé erfitt að sjá fjárfestinguna skila sér aftur. Þegar hafa margir kaupendur lýst yfir áhuga. Ólympíuleikar fatlaðra hófust ígær í Aþenu aðeins 19 dögum eftir að hinum venjubundnu leikum lauk og standa þessir leikar yfir næstu ellefu daga. Rúmlega fjögur þúsund keppendur frá tæplega 150 þjóðum taka þátt og verður keppt í fjölmörgum greinum sem ekki finn- ast á hinum reglubundnu leikum. Ber þar hæst hjólastólarúgbí og boc- cia. Gulldrengur innOscar de la Hoya hefur gefið til kynna að hnefa- leikakeppni hans í kvöld gegn Bernard Hopkins sé mögu- lega sú síðasta sem hann tekur þátt í. Aldrei þessu vant er Hoya ekki talinn sigurstranglegri þar sem mótherji hans hefur ekki tapað bardaga síðan 1993 og þykir í afar góðu formi. GLANSINN FARINN AF Sneyptir leik- menn Real Madrid ganga af velli eftir stór- tap gegn Leverkusen í Meistaradeildinni. Spænska pressan: Höfðu Real að fíflum KNATTSPYRNA Spænskir fjölmiðlar fara háðulegum orðum um stórlið Real Madrid eftir 3-0 tap þeirra gegn Bayer Leverkusen í Meist- aradeildinni í fyrradag og segja Þjóðverjana hafa gert spænska lið- ið að fíflum. Átti Real undir högg að sækja allan leikinn þvert á spár flestra og sáu stjörnur þeirra aldrei til sólar gegn frísku liði. Áfallið er sýnu verra þar sem þessir sömu fjölmiðlar fögnuðu mjög leikmannakaupum Real fyrir þetta tímabil. Var almennt talið að forsetinn, Florentino Perez, hefði loks keypt skynsamlega þegar hann fékk varnarmennina Walter Samuel og Jonathan Woodgate til liðsins en sár skortur var á slíkum mönnum. Lítið fór þó fyrir betri leik spænska liðsins gegn Leverkusen og lét Emilio Butragueno, fyrrum stjarna Real og háttsettur stjórn- andi liðsins, hafa eftir sér að ábyrgðin væri alfarið hjá Jose Camacho þjálfara enda hefði Leverkusen yfirspilað Real á öll- um sviðum leiksins. HVAÐ ER VANDAMÁLIÐ HJÁ REAL MADRID? Þjálfarinn 5% Forsetinn 58% Leikmannahópurinn 33% Leikmannakaup 3% Ætlum okkur áfram Valur mætir sænska liðinu Önnered HK í Evrópukeppni félagsliða í dag klukkan 16. Fyrri leikinn unnu þær sænsku með fjórum mörkum. HANDBOLTI Valsstelpur taka á móti sænska liðinu Önnered HK í Evr- ópukeppni félagsliða á Hlíðar- enda í dag klukkan 16. Þetta er seinni leikur liðanna en þær sæns- ku höfðu betur í þeim fyrri, unnu með fjögurra marka mun, 30-26. Miðað við sveiflurnar sem oft sjást í Evrópukeppninni ættu Valsstelpur því að eiga ágæta möguleika að slá þetta sænska lið út. Fréttablaðið sló á þráðinn til línumannsins sterka hjá Val, Hafrúnar Kristjánsdóttur, og ræddi stuttlega við hana um leik- inn. „Þetta er langt frá því að vera óvinnandi vegur og við mætum til leiks hvergi bangnar og með það að markmiði að komast áfram í næstu umferð. Við höfum lagt mikið á okkur fyrir þátttökuna í Evrópukeppninni og ætlum okkur að gefa allt sem við eigum í leik- inn,“ sagði Hafrún og bætti því við að staðan væri nokkuð öðru- vísi nú en fyrir leikinn ytra. „Nú vitum við að minnsta kosti eitthvað um sænska liðið en við renndum nánast alveg blint í sjó- inn – vissum lítið sem ekkert um liðið – en þær hins vegar náðu sér í góðar upplýsingar um okkur. Hvað þetta varðar erum við í það minnsta skrefinu framar en í leiknum úti í Svíþjóð. Við vorum reyndar lengi vel inni í leiknum, vorum aðeins marki undir þegar skammt var eftir af leiknum en gerðumst eiginlega of gráðugar, ætluðum að reyna að vinna leik- inn í staðinn fyrir að spila örugg- lega og fengum þrjú mörk í bakið í blálokin sem var grátlegt.“ Hafrún segir sitt lið eiga fullt inni en að þær verði að fækka tæknifeilunum en nú er spurt, hver er munurinn á þessum tveimur liðum í grunninn? „Þær eru stærri og líkamlega sterkari og hafa eina mjög góða rétthenta skyttu innanborðs sem við þurfum að hafa sérstaklega góðar gætur á. Þær spila talsvert hægari bolta en við, treysta meira á langar sóknir og þá spila þær þétta 6/0 og færa sig varla tommu frá línunni. Við aftur á móti vilj- um gjarnan keyra upp hraðann. Hins vegar verða eflaust ein- hverjar litlar áherslubreytingar í leik okkar en annars er bara á dagskránni að spila okkar leik. Við finnum smjörþefinn af þessu og vitum vel að þetta er hægt,“ sagði Hafrún Kristjánsdóttir. Að sjálfsögðu eru allir stuðn- ingsmenn Vals, og handboltaunn- endur almennt, hvattir til að mæta á Hlíðarenda klukkan 16 í dag og hvetja stelpurnar til sig- urs. sms@frettabladid.is ÆTLA EKKERT AÐ GEFA EFTIR Hafrún Kristjánsdóttir og félagar hennar í kvennaliði Vals í handbolta ætla sér áfram gegn sænska liðinu Önnered HK en leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í dag. Fréttblaðið/Vilhelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.